Stormur - 30.11.1942, Blaðsíða 4

Stormur - 30.11.1942, Blaðsíða 4
4 STORMUR Djásna til, er framtíð felur, för má hefja um leiðir tvær, aðra beina en hina í hlykkjum, hennar fólk því litlu nær. •Önnur krefur afls og vilja andróðrana er fái þreytt. Hinnar mið er hark og skvaldur, hávært þvarg um ekki neitt. Ungu menn, þér erfið ríkið, en ,ef fylgja veðbönd leið, afsakið þá okkur hina, er átum vel um nokkurt skeið; snúið, drengir, fálmi í frelsi, fyllið margan tóman sjóð, stýrið snjalt svo voði og viðjar vindist ekki að landi og þjóð. Farið vel í festu kjalar, fáið grjót úr horfnri tíð, bæði pundin böls og heilla, — blóðtöp vor og unnin stríð. Þrent er víst: að gras mun gróa, glóey skína og endast sær. ísland kallar — ár skal rísa, afli gnægur fjær og nær. SIGURÐUR HREPPSTJÓRI. I. Þó að margt sé gleymt og glatað, geymist fram á þessa stund innsti kjarni íslendinga: ofurkapp og víkingslund. Þrátt fyrir harðstjórn, sult og seyru, svikamenning, kristindóm, bregður fyrir Egils orku, Ófeigs hnefa, Gellis róm. Suðræn hræsni, austræn auðmýkt ýmsar greinar .hefur sýkt. Heill er stofninn,! innsta eðlið Óðni, Þór og Freyju vígt. Enn þá mundi fáan fýsa að faðma og kyssa böðul sinn. Eftir högg á hægri vanga hver vill bjóða vinstri kinn? Enn þá getur íslendinga, eilífðin, sem verður löng, hafi þeir það eitt að iðju englum með að kyrja söng. Ásatrú á hugann hálfan. Hálfu fremur margur kýs Einherji í Valhöll vera en vængjað þý í Paradís. II. Flestir þeir, er Sigurð sáu sitja skrift og reikning við, heldur kusu að hafa séð hann herklæddan að fornum sið. Hörð var lundin, þung var þykkjan, þráði fremur tvísýnt stríð en að sinna sVeitarmálum, sjá um börn og þurfalýð. öllum þeim, er þekktu skapið, þótti betur eiga við, að hann hjálm og brynju bæri, brand í mund og skjöld við hlið, dæmdi einn í sínum sökum, setti kost um líf og grið, stæði í lyfting, stýrði dreka, strandhögg tæki að fornum sið. III. Oftast var hann einn á braut, eins og hendir margan landann, unni fáum, engum laut, óttaðist hvorki guð né fjandann. S;inna eigin ferða fór, fjötraðist ei af tísku böndum. Kallaði ei á Krist né Þór, kæmi honum vandi að höndum. Flestum meir til þarfa þó þrekstörf lét af hendi rakna. Gekk til síðsta svefns með ró og sagðist aldrei mundu vakna. IV. Vær sá blundur verði þér, vafasöm eru himins gæði. Fleiri óska og ætla sér eins og þú að sofa í næði. STAKA. Danslnn tróðu teitir þar tóbaks skjóðu bjóðar, hnjáskjóls tróður hýreygar hlupu á glóðum rjóðar. (Örn Arnar.) BROT ÚR ANNÁL. Ranglátum þrem á Rangárvöllum fargað, réttarfar strangt og djöfsa þó ei hnekt. Kynfýstir þráar afbrot rétt sem áður. Á Álftanesi frjórri konu drekt, barn hafði hún alið systurmági sínum. — Satan að verki að planta jarðlífs neyð — faðirinn seki eltur uppi í Vogum, elskendum báðum vísað sömu leið. (Jak. Thór.)

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.