Stormur - 08.07.1943, Blaðsíða 4

Stormur - 08.07.1943, Blaðsíða 4
4 STORMUR Hershöfðinginn Afram og herra Afturábak Sagan segir frá þýzkum herforingja, sem aldrei hikaði í orustu og var ávallt sigursæll. Hann sparaði að vísu hvorki sjálfan sig né menn sína. En fyrir dug og djörfung gáfu þeir honum tignarheitið General Vorwerts. önnur sagan er frá varnarstríði Finna hér áður fyrr gegn innrás Rússa. Foringjar þeirra var deigur, þorði aldrei að leggja til orrustu en lét ávalt undan síga. Hann var af liðs- mönnum sínum nefndur herra Afturábak. Eg held að það sé nokkuð einróma skoðun okkar fslendinga, að okkur líki betur við herra Áfram. Við vitum að herspeki Napóleons er enn óhrakin, sú, að sókn sé bezta vörnin. Og við munum gamla rómverzka máltækið, að sá, sem vill frið, hann búi sig undir stríð. Við Sjálfstæðismenn vorum svo hrekklausir, að við lét- um ginnast til að ganga inn í þjóðstjórnina 1939. Okkur virtist það eina úrræðið til bjargar þjóðinni frá algeru hruni eftir óstjórnartímabil rauðu flokkanna. Og við héldum, að íslendingseðlið, drengskapurinn, í hinum flokkunum, væri það mikill, að þetta mundi óhætt. Að vísu treysti enginn kommúnistum, en hinir flokkarnir tveir reyndust ekki bet- ur, því þeir sviku strax „með bitann í kjaftinum“. Nú á enn að fara að reyna að mynda nýja þjóðstjórn, þrátt fyrir þá ömurlegu reynslu sem fengist hefur. Eg held við verðum nokkuð margir, sem segjum eins og sagt var forðum: „við mótmælum allir“. Það þýðir ekki að tala um frið og einingu við þá flokka, sem svífast einskis í' undir- ferlinu og vilja allt þjóðfrelsi, lýðræði og athfnafrelsi feigt. Við tölum venjulega um þrjá andstöðuflokka, en í raun og veru er það aðeins einn, kommúnisminn, aðeins í mis- munandi ógeðslegum útgáfum. Gegn þessari ófreskju viljum við heyja baráttu. Okkur er jafn ógeðfellt smjaðrið fyrir Norðurlöndum, Rússlandi, Þýzkalandi, Englandi og Ameríku. Engin þessara þjóða verður til að styðja íslenzka málstaðinn, ef við svíkjum hann sjálf. Og hvers virði er okkur lífið, ef .leggja á í fjötra allt einstaklingsfrelsi, framtak og mannúð. Allir viljum við endurreisa lýðveldi hér á landi. Við vilj- um að Island sé fyrir íslendinga. Við viljum vera frjáls þjóð í frjálsu landi og bera ábyrgð gerða okkar gagnvart heiminum. En hvers virði er okkur það, þó við endurheimt- um frelsið, ef við glötum því strax aftur, vegna þess að -við líðum að erlend áhrif stofni „ríki í ríkinu“. Og hver er sá sannur Islendingur, sem vill játast undir einræðisstjórn kommúnista, þar sem allt athafnafrelsi og hugsanafrelsi er bannað, þar sem menn verða að hlýða öllu eins og skynlausar skepnur, guðlausir og vitlausir. Við segjum nei. Enga samvinnu við hina ílokkana. Að- eins hlífðarlausa baráttu þar til sjálfstæðisstefnan, þjóð- frelsið, ræður yfir Islandi, landi og þjóð. En það á að vera sjálfstæði fyrir alla, ríka og fátæka. Það er talað um „að stemma á að ósi“. Svo heimskur var Þór ekki, að hann hugsaði slíkt, því eðlilega mundi aðstreym- ið ryðja stíflunni burt, eða streyma yfir hana. En hann kastaði hiklaust til marks og hæfði það með fullum árangri. Eg vona að Sjálfstæðisflokkurinn fari eins. Einar Þveræingur vildi forðast einræðisvaldið af því hann hélt að þá mundi mönnum þykja þröngt fyrir dyrum. Jón Arason og synir hans létu lífið í frelsisbaráttu Islendinga. Þessir menn þyrftu nú að vera á lífi, því svo fast sækir ó- frelsið á. Enginn bóndi má nú míga utan í hundaþúfu án þess að spyrja fyrst einhvern Framsóknarhöfðingjann leyfis, og það þó hann teljist eiga þúfuna sjálfur. Sjómaðurinn má ekki sækja fisk í sjó nema einhver nefnd ráðstafi aflanum. I Verkamaðurinn má ekki leita sér atvinnu nema pólitísk vinnumiðlunarskrifstofa eða verkamannafélag leyfi. Kaupmaðurinn má ekki flytja inn nauðsynjar, nema hin skattfrjálsu samvinnufélög fái að flytja inn eins mikið, og það þó þau e. t. v. séu ekki samkeppnisfær um verð og gæði. Iðnaðarmaðurinn er hundeltur með allskonar heimskuleg- um kvöðum um verð og annað, og neitað um nauðsynlegar efnivörur. En binsvegar er allskonar drasli, eins og „lávarða- húsgögn" dyngt inn í landið fyrir miljónir króna. Og ofan á þetta grenja niðurrifsmennirnir og byltingar- loddararnir á nýja skatta, meiri skatta, takið það allt, fé og frelsi. En þegar verið er að taka brauðið frá munni fátækra kaupstaðarbarna og kasta því í hlandforir uppi í sveit, til að molna þar niður andskotanum til ánægju' Framsóknar- flokknum til upphefðar en engum bónda til gagns, þá skil ég ekki annað en margir foreldrar segi: „hingað og ekki lengra", hvað sem þingmennirnir gera. Hannes Jónsson. Avöxtun peninga Vér viljum vekja athygli þeirra manna og stofnana, sem ávaxta vilja fé sitt á hagkvæman og algerlega tryggan hátt á því, að vér munum á næstunni hafa til sölu hlut- deildarskuldabréf, tryggð með 1. og 2. veðrétti í síldar- verksmiðju (auk bankaábyrgðar á meðan verið er að ljúka við hana), sem greiðast á 15 og 5 árum og með 5% árs- vexti. Einnig höfum vér venjulega fyrirliggjandi beiðnir um lán til lengri og skemmri tíma gegn öruggum tryggingum. Festið ekki fé yðar án þess að tala við oss fyrst. Fasteigna & Verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson hrm.), Suðurgötu 4. Símar: 4314, 3249. Smekklegasí úrval af karlmannaskóm fáið þér sem fyr hjá Lárus G. Lúðvígsson .— .. — Skóverslun ---

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.