Stormur - 25.12.1943, Blaðsíða 1

Stormur - 25.12.1943, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XIX. árgangur. Reykjavík, des. 1943. 16. tbl. IEREMÍASARBRÉF Rvík í des. ’43. Gamli kunningi! Óneitanlega er það dálítið leiðinlegt, að það sama j)ing sem samþykkti til fullnustu, að ísland skuli verða lýðveldi á næsta ári, skuli vera eitt hið óstarfhæfasta og sundur- lyndasta þing, sem háð hefir verið. Ætti saga þessa þings að verða nokkur áminning um það, að hvorutveggja sé var- hugavert, að fela alþingi kjör forseta og jafnframt að láta hann vera valdalausan leiksopp í höndum þess. Væri 14 menningunum nær, eins og nú er komið málum, að beita sér fyrir því, að vel og skynsamlega verði frá hinni nýju stjórnarskrá gengið, meðal annars með því að forseti verði þjóðkjörinn og hafi allmiklu meira vald en það, sem honum er ætlað í stjórnarskrárfrumvarpinu, h'eldur en að vera að reyna að stofna til sundrungar í sjálfstæðismálinu, úr því fyrirsjáanlegt er orðið, að hvorki þingið né þjóðin muni fara að tillögum þeirra. Ætti nú sá endirinn að verða á vinsefhd þeirra og liðveislu í garð Dananna, að þeir sendu Stebba Jóhann innpakkaðan og innsiglaðan til Kaupinhafnar sem einskonar sárabætur fyrir missi konungsríkisins Is- lands. Væri það Dönum hinn mesti fengur, því að Stefán er mikill á velli og holdugur, en íslendingum væri hins vegar að því lítill missir vegna góðæris undanfarinna ára. Þrátt fyrir hina löngu setu þingsins verður nú ekki ann- að séð — og er þó komið að þinglokum — en að dýrtíðar- málin verði með öllu óleyst og er það eitt nægur vottur þess, hversu ábyrgðarlaust og sundurlaust jjingið er. Sýnist nú það eitt vera fyrir höndum, að dýrtíðin hlaupi upp úr öllu valdi eða þá að ríkissjóður verði með öllu þurausinn og meira en það — tekjuhalli svo milljónum og jafnvel tugum milljóna króna nemur. Er naumast hægt að hugsa sér meiri kaldhæðni örlaganna en þá, ef svo skyldi til tak- ast, að íslenzka ríkið yrði skuldugra að styrjaldarlokum en það var þegar hún hófst. Mundi það þing og sú ríkisstjórn, sem annara hefði verið um sæmd sína og föðurlandsins en stundarhagsmuni ein- stakra manna og flokka, hafa hugað fyrst og fremst að því að greiða upp allar ríkisskuldirnar út á við áður en lýð- veldið væri stofnað. Hefði og ekkert hægara verið, ef með einhverri ráðdeild og forsjá hefði verið frám farið. En það er mála sannast, að þingið hefir verið eyðslusamt og skeyt- ingarlaust í fjármálunum, og ríkisstjórnin hefir ekki sýnt þá festu og karlmannslund í dýrtíðar- og fjármálunum, sem þjóðin vænti af henni, er hún tók við völdum og hún gaf fyrirheit um. En ef sanngjarnlega er mælt, verður þó að játa, að sök stjórnarinnar er minni en þingsins. Hún hefir sýnt góðan vilja, en öll viðleitni hennar hefir orðið árangurslítil eða árangurslaus vegna ábyrgðarleysis og of- stækis þingflokkanna eða a. m. k. þingmeirihlutans. Þegar þetta er skrifað (13. des.) er helst útlit fyrir að eina afrek þesa þings verði það, að taka algerlega rang- lega af efnamönnunum og atvinnurekendunum mestan hluta eigna þeirra, sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða til þess, að þeir leggi árar í bát, og er þá kominn hinn iang- þráði ríkisrekstur atvinnuveganna, sem æ hefir vakað fyrir ekki aðeins rauðu flokkunum tveimur, heldur og meirihlutan- um í hinni rauðskjöldóttu Framsókn. Sýnist eins og nú er komið, að annað geti ekki aftrað eignarnáminu en það, að stjórnin slíti þinginu að lokinni afgreiðslu fjárlaganna og áður en skattamálin koma til loka-atkvæðagreiðslu. En úr þessu mun verða skorið, er þú færð þessar línur, og er því gagnslaust að vera með nokkra spádóma. Þá ætla ég nú að víkja frá stjórnmálunum og aðeins drepa á nokkrar bækur, sem mér hafa borist og ég vildi ráð- leggja þér til lesa, ef tómstundir gefast. Ekki verða þetta nema örfá orð um hverja bók, en ef til vill minnist ég betur á sumar þeira seinna. Strandarkirkja heitir skáldsaga mikil eftir frú Elinboi-gu Lárusdóttur. Er hún eins og nafnið bendir til, um hina víð- frægu Strandarkirkju og gerist um miðbik 17. aldar. Snýst hún aðallega um tilraunir þeirra Einars prests, llluga nró- fasts í Hruna og Ólafs biskups Gíslasonar til þess að fá kirkjuna flutta burt af eyðisandinum. En þessar tilraunir þeirra báru engan árangur, því að Selvogsmenn lögðust fast á móti og mundu þó naumast hafa hrokkið við, ef Eiríkur prestur, þótt dauður væri, og aðrir verndarvættir kirkjunnar hefðu ekki lagt þeim lið allkröftuglega. Sagan stvðst við sannsögulega viðburði, en annai-s er hún í raun og veru helgisaga og gefur mjög góða hugmynri um trúaiTíf fólksins á þesari miklu hjátrúaröld. Persónulýsingar í sögu þessari éru naumast eins skýrar og í Förumönnum, en bygging sögunnar er traustari og málið hreint og gott og haglega á þjóðsögunum haldið. Bókin er 370 bls. að stærð, sæmilega vönduð að frágangi. Útgefandi er Þoi-st. M. Jónsson. Gamlar glæöur heitir nýútkomin bók eftir Guðbjörgu á Broddanesi. Eru þetta endurminningar þesarar merkilegu konu, prýðilega sagðai- og eru góð heimild um daglega siðu og háttu á Ströndum á síðari hluta 19. aldar. Bókin er hin prýðilegasta að öllum frágangi. Helgi Hjörvar bjó undir prentun, en útgefandi er ísafoklarprentsmiðja. Sígræn sólarlönd nefnist bók eftir Björgúlf Ólafsson læknir, og fjallar um svipað efni og bók hans Frá Malaja- löndum, sem vakti mikla eftirtekt. Björgúlfur er mjög góður rithöfundur og er íslenskum bókmentum fengur að þesari bók hans. H.f. Leiftur er útgefandinn. Frágangur er ágætur. Jón Thoroddsen og skáldsögur hans, doktorsritgerð Stein- gríms J. Þorsteinssonar, er tvímælalaust merkasta bókin, sem út kemur á þesu ári. Þetta mikla rit er yfir 700 bls. að stærð, prýðilega samið og svo skemtilegt að einsdæmi mun nær því vera, þar sem um doktorsritgerð er að ræða, því að venjulega eru þær fremur þurrar og strembnar. Steingrímur er djarfyrtur, hreinskilinn og hispursiaus, glöggur bæði á það stóra og smáa, hleypidómalaus og sann-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.