Stormur - 25.12.1943, Blaðsíða 2

Stormur - 25.12.1943, Blaðsíða 2
2 STORMU R gjarn í dómum. Frágangur á bókinni er hinn prýðilegasti. Helgafell (Ragnár Jónsson) er útgefandinn. Fyrir nokkru síðan mintist ég fáeinum orðum á hina snjöllu og spöku Hraðkveðlinga og hugdettur Jakobs skálds Thorarensen og tilfærði nokkrar vísur. En svo illa vildi til, að tvær þeirra afbökuðust mjög meinlega, skektist dýrt rím á annari, en hin varð endileysa. — Réttar eru vísurnar svona: VETRARKOMA Stóru fetin stormur hvetur, f stiklað getur hnúk af hnúk; sjaldan lét á bqrð vor betur breiddan vetur hvítan dúk. ÓSTANDSBAGA Heldur slakt vort horf er sagt, — heillum mest vér eyðum. Alt er skakt og skipulagt, sker á flestum leiðum. Eg ætla svo að ljúka þessum línum til þín með nokkrum stökum í viðbót eftir Jakob, en það er mála sannast, að þær vaxa við kynninguna, en þá er vel kveðið, af svo er. Þær eru þessar: INNILOKUÐ MAÐKAFLUGA Mörg í huga mjög er æst maðkaflugan inni læst, þreytist, bugast því sem næst, þegar smuga engin fæst. STYRJÖLD HAFIN Nú má heita að heimurinn heiðri öllum rifti; er sem guð og andskotinn ætli í makaskifti. ' 1939 STAKA Eitt í hljóði oft ég finn, — ei er blóð svo skolað, — ættjörð góð, í garðinn þinn get ég hnjóð ei þolað. SÆKIST SEINT Hægt vill miða heimsfrægð minni, hér er á sveimi fregnin slík, að kvæðunum ekkert ennþá sinni aðallinn í Keflavík. ÞRÁ Þetta líður. — Þráin er þungi kvíða og vona; en ástin bíður eftir þér, unga, fríða kona. SVEFNFARIR Svefnför glaða’ eg oft hef átt, ærnum hraða flogið, dáð hef það, — en draumar þrátt drjúgum að mér logið. VANDRATAÐ Ef að þú ert öreigi, ýkja mikla hávegi fólks í dómum fráleitt muntu eiga. En sértu maður sjálfbjarga, svo mun veröld óðara við þig fyrtast — vilja heill þá feiga. Gleðileg jól! þinn einl. Jeremías. JÓLðHUGLEIÐING Húsfreyjan í Vídidalstungu. „Gott eiga aumingjarnir, þeir geta klórað sér í gegn- um götin,“ sagði stórbónclakonan í Víðidalstungu forðum. Hún var makráð og sjálfselsk og virti ekki raunir annara, þótt hún byggi samvistum ágætum bónda sínum. Orð henn- ar hafa geymst og ávalt verið fyrirlitin, enda er erfitt að færa alþýðuna af. vegi mannúðarinnar, þrátt fyrir „vinstri“ menningu síðari tíma. Miskunsemi. Það hefir löngum verið ríkt í eðli Islendinga að vilja létta hlut þeirra, er voru lítils megnugir eða áttu um sárt að binda. Enda segir svo hin forna slðfræði: „hinum líkn, sem lifa.“ Fjársafnanir. Síðan hin hörmulegu morðvíg stórþjóðanna fór.u að þjá heiminn, hefir verið safnað hér stórkostlegum fjárhæðum öðrum þjóðum til styrktar. Fyrst voru það Finnar, svo Norðmenn, síðar Rússar. Nú eru komnar áskoranir, að vísu á ensku, um fjársöfnun til styrktar Kínverjum, og svo eru skrifaðar blaðagreinar um heimboð og hjálp til erlendra barna. Lifancli beinagrindur. Eg hefi oft verið viðstaddur, þegar farið hefir fram skoðun á bönium þeim, sem átti að ráðstafa í sumardvöl. Þar hafa verið margar lifandi beinagrindur, vegna hvers konar skorts. Mörgum börnunum hefir miskunsemi Odd- fellowa bjargað, en önnur hafa síðar visnað upp. En því miður koma nýjar beinagrindur á hverju ári, því skortur er hér en nógur, þótt ótrúlegt þyki. » Húöarklárar. Eldra fólk man hina miskunarlausu meðferð, sem gömlu, aflóga hrossin urðu fyrir síðasta árið sem þau lifðu. Sem betur fer er skepnunum nú sýnd miskunsemi. En hann er mikill, fjöldinn af gamla fólkinu og ósjálfbjarga ör- yrkjunum, sem lifir við fullkomið miskunarleysi og skort, þrátt fyrir hin marglofuðu alþýðutryggingalög. Og það er ekki sýnilegt, að þar eigi neitt að bæta úr. Vatn yfir lækinn. Er það nú ekki að sækja vatn yfir lækinn, að eyða mis- kunsemi á erlendar þjóðir, meðan nóg er af skorti og bág- indum við bæjardyi'nar. Væri ekki réttara að liugsa fyrst fyrir þörf íslenzku barnanna, sem eru í skugganum, eða hlúa að skjálfandi gamalmenninu ? Ef við læknum fyrst eigin mein, þá er sjálfsagt að hjálpa öðrum, ef afgangur er. Sök hörmunganna. Sem betur fer eigum við enga sök á þeim ósköpum, sem heiminn þjá. Og væntanlega er hagur okkar lítill eða eng- inn á þessum árum í raun og veru, þó að ýmsum sýnist annað. Það er því full ástæða til að fara vel með hvern bita og hvern eyri. Gleðileg jól! En hvernig væri að góðir menn og' konur færu að hugsa fyrir því, að undirbúa gleðileg jól fyrir gamalmennin og aðra meðal oklvar, sem lifa í skugganum. Það væri grát- legt, ef meðbræður okkar og systur, sem búa*við hlið okkar, þyrftu að foi-mæla guði og tilverunni vegna þess að við komum ekki auga á smæð þeirra fyrir hinu stóra, sem er fjarri. En gamalmennið, sem lifir á hundaskamti ellilaun- anna úr nánasargreipum alþýðutrygginganna, kveikir ekki bjart jólaljós. Eg óska góðum mönnum gleðilegra jóla og guðs náðar. Hinir geta snúið sér til hriflunga og kommúnista. Hannes Jónsson.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.