Sendiboðinn - 18.12.1945, Blaðsíða 3

Sendiboðinn - 18.12.1945, Blaðsíða 3
3 SENDIBOÐINN GOTT UPPELDI HEIMTAR REGIUBUNDIB IIF Allir, sem við uppeldi barna fást, verða að gera sér þess fulla grein, að heilbrigt og gott uppeldi heimtar reglubundið líf, réttlátan aga og fastar Ufsvenjur, sem ekki má kvika frá. Sé þetta þrennt ekki fyrir hendi, er hætt við, að uppeldið verði í molum. Þvi verður ekki neitað, að uppeldi barna og ungl- inga, hér í Siglufirði er all misjafnt og virðist vera allmikið ábótavant. — Það er þó sérstaklega eitt, sem ég vil gera að umtalsefni hér og það er sú óregla og stjói’nleysi í daglegum lífsvenjum barna, sem svo mjög ber á. tjTTVERUR BARNA Það er ekki óalgeng sjón, og það nú í svartasta skammdeginu, að sjá börn á öllum aldri, 5—12 ára, úti að leikjum og allskonar ærsluin fram eftir öllu kvöldi, til kl. 22—23. 1 myrkum húsasundum eða illa lýstum götum eru þau með óhljóðum og klúryrðum að kallast á og elta hvert annað. Ég er alveg viss um, að ef foreldrar gerðu sér yfirleitt fulla grein fyrir því, hvað þessar kvöld- útiverur barnanna eru skaðlegar, og beint stór- hættulegar, myndi niargur ekki leyfa börnum sín- um að vera úti eftir að orðið er mj'rkt af nóttu. Það er og víst, að ekki ósjaldan eru fyrstu ógæfusporin einmitt stigin í slæmum félagsskap í skjóli myrk- ursins. Auk þessa eru slíkar útiverur á síðkvöldum beint brot á lögreglusamþykkt bæjarins. I 19. gr. lögreglusamþ. Siglufjarðarkaupstaðar segir svo: „Foreldrum og öðrum hlutaðeigendum er skylt að annast um, að tilhlýðilegt eftirlit sé haft með óstálpuðum börnum, sem eru á þeirra vegum, þegar þau eru á almannafæri. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tíma- bilinu frá 1. sept. til 14. maí, og ekki seinna en kl. 22 frá 15. maí til 31. ág., nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Lögreglan getur bannað börnum að vera á bryggjum og bryggjupöllum, ef þau ganga þar ekki að vinnu, né eiga þangað brýnt erindi að dómi Iögreglunnar.“ Samkvæmt þessu mega börn, innan 12 ára aldurs, alls ekki vera úti eftir kl. átta á kvöldin, að vetr- inum, nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Þetta ættu foreldrar vel að atliuga. Því miður fylgja for- eldrar ekki þessum fyrirmælum lögreglusamþykkt- arinnar. Lögreglan á auðvitað að sjá um, að þessar reglur séu haldnar, en slíkt mun verða erfitt, nema þeir, sem börn hafa í umsjá, leggi sig alla fram um að sjá um, að börnin fari ekki út eftir að dimmt er orðið að kvöldinu. Sjálfsagt er fyrir þá foreldra, sem ekki ráða við útiveru barna sinna að leita til lögreglunnar um aðstoð við að fá barnið til að halda settar reglur og fara ekki út eftir seftan tíma. Það er með öllu óverjandi, að nokkur hluti barna fái að vera úti á þeim tíma, sem öðrum er ekki leyft það. Þeir foreldrar, sem leyfa börnum sínum slíkt, eru ekki eingöngu að brjóta lögreglu- samþykkt bæjarins, heldur og einnig auka þeir á erfiðleika þeirra barna, sem halda vilja settar reglur. Börn, sem inni eru eftir kl. átta að kvöldi vegna þess, að foreldrar banna þeim að fara út, skilja ekki réttmæli þeirrar ráðstöfunar, ef þau sjé jafnaldra sína að vera að leikjum úti á sama tíma og þau fá ekki að fara út; þeim finnst þau órétti beitt með sliku, og það getur valdið ýmsum erfið- leikum. Hér verða allir að leggjast á eitt og stuðla að því, að engin börn séu úti eftir þann tíma sem lögreglusamþ. bannar. ^ Lögreglan þarf að ganga um bæinn um átta leytið á kvöldin og minna þau börn, sem úti sjást á það, að nú megi þau ekki vera úti lengur. Ef tiltal dugar ekki verður lögreglan að fylgja þeim heim, þar verða foreldrar að taka við þeim og sjá um, að þau fari ekki út aftur. HÁTTATÍMI OG SVEFN Börnin þurfa mikið að sofa. Börn á aldrinum 5—12 ára þurfa 10 tíma svefn á sólarhring. Eitt af því, sem nauðsynlegt er, að sé höfð fullkomin regla á er háttatími barna. Það er um að gera að byrjað sé nógu snemma að skapa góðan vana í þessum efnum, vana, sem ekki má kvika frá. Atvikin og annríkið mega ekki ráða því, hvenær börnin eru látin hátta. Háttatíminn verður alltaf að vera hinn sami, það er réttur barnanna, sem annað verður að víkja fyrir. Börn á fyrrnefndum aldri ættu ekki að fara að sofa seinna en kl. 9 á kvöldin. Óheppilegt er, að börn borði mikið rétt áður en þau leggjast til svefns. Bezt er að þau borði 1—2 tímum, áður en þau fara að sofa. Þá verður svefninn rórri og hvílir barnið betur. Börn, sem þurfa að fara í skóla kl. 8,30 að morgninum verða þá að vera búin að fá nógan svefn auk þess nægan tíma til að klæða sig og matast áður en farið er í skólann. Því miður er það algengt, að börn komi of seint í skólann, og sum af þeim, sem rétt sleppa inn áður en lokað er (en skólanum er lokað 5 mínútum eftir að hringt er inn í tíma) hafa ekki haft nægan tíma til að klæða sig og snyrta til og ekki tíma til að fá neitt að borða. Ekki mun það óþekkt, að enginn sé kominn á fætur á heimilinu þegar barnið þarf að vera komið í skóla. Skólabarnið verður að fá nægan svefn, nógan tíma til að klæða sig og borða, áður en það fer í skólann. Börn, sem úti eru fram eftir öllu kvöldi, koma of seint í skólann á morgnana og geta ekki fylgst með í námi, slíkt skapar aftur ýmsa aðra óreglu og lítilsvirðingu fyrir settum reglum, en ekkert er hættulegra góðu uppeldi en virðingarleysi barna fyrir að halda settar reglur, hverjar sem þær eru. Ef við viljum sjá um, að börn okkar fá gott upp- (Framhald á 4. síðu). \

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.