Sendiboðinn - 18.12.1945, Síða 4

Sendiboðinn - 18.12.1945, Síða 4
SENDIBOÐINN 4 HEIMANÁM SKÚLABARNA Eitt af því, sem miklum vandkvæðum veldur í barnaskólum er það, hve mörg börn vanrækja heima- nám sitt að meira eða minna leyti. Til þess munu liggja ýmsar ástæður. Ein er sú, að sumir foreldrar eða aðstandendur barna líta eigi réttum augum á til- gang barnaskólans; álíta, að skóla, sem stendur 7—9 mánuði á ári sé ekki ofverk að annast að mestu hjálparlaust fræðslu barnanna, og telja það sök skól- ans og kennaranna, ef námsafköst barns eru eigi í samræmi við það, sem þeir hafa vænzt. Hitt mun þó réttara, að ýmis heimili gætu annast fræðslu barn- anna án þátttöku skólans. Skólinn er ætlaður til hjálpar heimilinum við uppeldi barnanna, og getur yfirleitt ekki afkastað því, sem honum er ætlað, án beinnar eða óbeinnar samvinnu við þau. Er því. nauðsynlegt, að samband skólans og heimilanna sé sem nánast og samvinna þeirra sem bezt. Til þess að góður árangur náist af skólagöngu barna, þurfa börnin í sama bekk að vera sem líkast á vegi stödd við námið. Yfirleitt mun börnum í sama bekk ekki ætluð meiri heimavinna en svo, að öll börnin geti skilað því sæmilega af hendi leystu. Ef þau gera það, er sjaldnast ástæða til að óttast, að barn fylgist ekki með, og að því fari ekki fram. Hins- vegar er varla hugsanlegt, að um góðan námsár- angur geti orðið að ræða, ef barn vanrækir heima- verkefni sín. Allt, sem barnið lærir, nemur það fyrir eigin til- verknað, líkamlegt eða ándlegt starf sem það frem- ur. Reyni barnið ekki að læra, lærir það ekkert. Nú er það kunnugt, að fjöldi barna hefur ekki ,,gaman“ af að læra, a.m.k. eru námsgreinarnar þeim misjafn- lega geðfelldar, og er það skiljanlegt. Flestir full- orðnir mundu einnig vilja afsala sér einhverjum hluta starfs síns, ef þeir misstu einskis annars í við það. Er tæplega hægt að vænta þess, að börn yfir- leitt kunni að meta gildi skólanámsins, þessa skyldu- starfs, er þjóðfélagið leggur þeim á herðar, né heldur að þeim sé meðfædd sú ábyrgðartilfinning, sem til þess þarf að leysa starf sitt ótilkvödd sómasamlega af hendi. Hinsvegar er það skylda bæði skólanna og GOTT UPPELDI (Framhald af 3. síðu). eldi, verðum við að sjá um, að barnið fari eftir settum reglum, hvort sem er á heimilinu eða í skól- anum. Minnumst þess, að útiverur harna á kvöldin eru stórskaðlegar og auk þess ekki leyfilegt, að þau séu úti eftir þann tíma, er settar reglur banna. Lát- um börnin fara snemma að hátta, svo þau fái nóga hvild og séu útsofin, er þau þurfa að fara í skóla eða gegna öðrum skyldustörfum. Hjálpum börnunum til að halda allar settar reglur bæði á jáeimilinu og í skólanum. J. Þ. heimilanna að innræta þeim hvorttveggja, og er sízt þýðingarminna, að það takizt, en þekking á náms- efninu sjálfu. Að leyfa barni að vanrækja skyldu- störf sín jafngildir raunverulega því að kenna því sviksemi í starfi og ábyrgðarleysi. Börnin þurfa að læra að skoða nám sitt, bæði í og utan skólans, sem skyldustarf, er alls ekki megi skor- ast undan, verði að leysast af hendi eins vel og unnt er og eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir leikjum og skemmtunum. Er því eflaust heppilegast, að þau hafi ákveðinn tíma daglega til heimanáms og geti þá verið ótrufluð, en fengið hjálp við að leysa úr verkefnum, sem þau geta ekki ráðið fram úr upp á eigin spýtur, sem oft getur komið fyrir. Einnig þarf að hafa eftir- lit með því, hvernig verkefnin, einkum hin skriflegu, eru af hendi leyst. Börnunum má ekki líðast að hroða heimavinnu sinni einhvernveginn af í flýti, til að sleppa sem fyrst, heldur þurfa þau að venjast vandvirkni og samvizkusemi. Hjálp, sem þeim er veitt, ætti ekki að vera fólgin í öðru en leiðbeiningum, sem nægi til þess að barnið geti sjálft leyst verk- efnið af hendi. Þá er enn eitt ótalið, meðferð bóka og áhalda, ætti ekki að þurfa að fjölyrða um gildi þess, að börn venjist á að fara vel með þá hluti, sem þau hafa undir höndum. Því miður mun það oft koma fyrir, að böm segi foreldrum sínum eða aðstandendum, að ,,þau þurfi ekkert að lesa til morgundagsins," kennarinn hafi gleymt að setja sér fyrir, eða annað þvíumlíkt. Oftast er þetta ósatt. Auðvelt er að fylgjast með því, hvað börnin eiga að lesa til næsta dags með því að athuga stundaskrá þeirra. Hinsvegar kemur stundum fyrir, að ekki hefur verið lokið við að fara yfir ákveðið námsefni, og litlu eða engu bætt við það, en í slíkum tilfellum er oftast nauðsynlegt, að börnin fari yfir námsefnið þrátt fyrir það. Bezt væri, að þeim væri hlýtt lauslega yfir heima, til þess að ganga úr skugga um, hvort þau vita um helztu atriðin og skilja hvað við er átt. Þáttur heimilanna í skólastarfinu ætti því einkum að vera fólginn í eftirtöldum atriðum: 1) Þau sjái um, að börnin hafi daglega reglu- bundinn vinnutíma og næði til heimanámsins. 2) Þau hafi eftirlit með því, að heimavinnan sé öll af hendi leyst og svo vel og snyrtilega sem með sanngirni er hægt að krefjast af börnunum. 3) Þau veiti börnunum hjálp, ef þau telja sig þarfnast hennar, þó ekki meira en leiðbeiningar, sem nægi til þess, að börnin geti sjálf leyst úr verkefn- inu. 4) Sjái um, að börnin fari vel með bækur og áhöld, sem þau nota við heimanám sitt. Nú mun einhver ef til vill hugsa sem svo, að hér sé beinlínis farið fram á það, að heimilin taki að sér allmikinn hluta af starfi því, sem skólanum beri að inna af hendi. En svo er þó ekki. Hér er aðeins farið fram á það, að heimilin taki þátt í skólastarfinu, (Framhald á 5. síðu).

x

Sendiboðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.