Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna. - 19.01.1936, Blaðsíða 2

Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna. - 19.01.1936, Blaðsíða 2
2 ÁRROÐI 1 Jjví skipulagi, sem veitir öllu því bezta og göfugasta í e'Öli og hugsun mannsins full- komin vaxtarskilyrði og leyfir öllum kröft- um að njóta sín í hinni samvirku þjóðar- heild. Og fyrir þessu takmarki verkalýðs- hreyfingarinnar — sigri socialismans — er nú barizt um allan heim. í brjóstfylkingu þess- arar baráttu stendur unga verkalýðskynslóðin — ungir jafnaðarmenn, — kjarni þeirrar æsku, sem vaxið hefir upp með síðari ára átökum alþýðusamtakanna við spillta og úr- kynjaða yfirstétt. Þessi bjartsýna, vígreifa og frelsi unnandi æska hefir hlotið uppeldi sitt og þroska af þeim verðmætum, andleg- um og efnislegum, sem verkalýSshreyfingin hefir með fórnum og baráttu tileinkað sér. í dag heldur Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 100. fund sinn. Félagið var stofnað 8. nóv. 1927. Stofnendur þess voru 44 æskumenn og stúlkur. Tilgangur félags- ins var og er sá, að tengja æskulýðinn sam- an til starfs fyrir hagsmuna- og menningar- mál verkalýðsstéttarinnar. Þessi nýi vísir að skipulögðu áhugaliði meðal unga fólksins innan alþýðusamtak- anna boðaði nýjan þátt í starfi alþýðunnar, sem ofinn var af fyrstu kynslóðinni, sem vaxið hefir upp við það frelsi og kjarabæt- ur, sem samtök verkalýðsins höfðu unnið alþýðunni til handa með fórnfúsri baráttu og starfi. Allt það er sú æska, er stóð að stofnun F. U. J., hafði öðlast fram yfir þá kynslóð, er nú er orðin við aldur, bæði í menningarlegum og hagsmunalegum efnum, er fólgið í ávöxtum þeirra mörgu sigra, sem alþýðusamtökin hafa unnið síðasta manns- aldur. Alþýðusamtökin höfðu þannig í raun og veru skapað og alið við brjóst sitt nýja kynslóð, djarfa og frjálsa kynslóð, sem skildi hvar vagga sín hafði staðið, og vissi, að hin persónulega orka hvers einstaklings hennar var háð og í sambandi við hið félagslega orkuver eða orkugjafa, alþýðusamtökin. — Þeir skildu þess vegna, að eftir því sem að- staða Alþýðusamtakanna batnaði og kraft- ur þeirra óx í sívaxandi átökum við aftur- haldssama burgeisastétt, batnaði einnig þeirra persónulegi hagur og vaxandi kjavk- ur, og orka hvers einstaklings sigldi í kjöl- far þess í sömu hlutföllum. Þessi unga verka- lýðskynslóð, sem fann það með sjálfri sér, að hún var tákn þeirra sigra, sem verkalýðs- samtökin höfðu unnið, hlaut því að stofna F. U. J. Hún fann sig knúða af ytri þörf og umfram allt af innri þörf eldlegrar sannfær- ingar um, að frelsi og velferð mannkynsins veltur á því, hvort jafnaðarstefnan sigrar eða miðaldaómenning kúgaranna, m. ö. o. Fortíð, nútíð og framtíð þessa æskulýðs er því tengd verkalýðshreyfingunni órjúfanleg- um böndum, og lokasigur alþýðu allra landa verður unninn undir fána hans, ef einhuga baráttu og starfi hvergi skeikar og hagsmuna- sjónarmið verkalýðsstéttarinnar og social- ismans er sett ofar öllum aukasjónarmiðum, sem fram kunna að koma. Og með öruggu starfi, stálslegnum baráttuhug og fórnfúsum vilja, er auðunninn sigur yfir afturhaldinu, sem finnur engan tilgang annan í Iífinu en að spyrna feigum fótum gegn vexti og við- gangi verkalýðsstéttarinnar, sem er gróand- inn í lífi þjóðanna og skapandi tákn nýrrar aldar. hvort það sigrar, serrk getur gert lífið bjart og fagurt, eða hitt, sem veldur meiri hluta fólksins hörmungum og sorgum með frelsis- sviftingum, aftökum, styrjöldum, atvinnu- leysi, menntunarskorti og allskyns eymd, sem fylgja núverandi þjóðskipulagi eins og ógn- andi skuggar. Hlutverk hins skipulagsbundna æskulýðs í félögum ungra jafnaðarmanna er að berjast látlaust og án allrar hlífðar móti núverandi auðskipulagi, sem veldur andlegri og efnis- legri óáran meðal alls þorra fólksins. Með því að ganga í F. U. J. vígir æskumaðurinn krafta sína í þjónustu socialismans, þeirrar stefnu, sem gefur hinum kúguðu ekki aðeins von heldur vissu um að áþján, fátækt og umkomuleysi verkalýðsstéttarinnar eru ekki óumflýjanlegar plágur. Hlutverk unga fólks- ins í F. U. J. er í samstarfi við stétt sína að sigra orsakir hinna félagslegu meina, graf- ast fyrir rætur þeirra og skapa í stað fá- mennis—auðvalds vald íólksins sjálfs yfir öllu því, sem öryggi og afkoma þess byggist á. Það er heilög skylda þeirrar æsku, sem nú er að vaxa upp meðal verkalýðsstéttarinn- ar, og sem svo mikils góðs hefir notið af fórnum og starfi foreldra sinna í hinni stétt- arlegu hagsmunabaráttu, að yngja upp og auka kraft verkalýðssamtakanna, ganga hug- umstór og gunnreif fram í brjóstfylkingu og halda merki jafnaðarstefnunnar hátt uppi, merki fólksins, og vera viðbúin að taka það upp, þar sem það kann að falla í höndum þeirra, sem með löngu, fórnfúsu brautryðj- endastarfi láta loks undan elli síga. — Þá er það ekki síður skylda foreldranna, sem staðið hafa í eldi frelsisbaráttu alþýðunnar og með því öðlast skilning á gildi verkalýðs- samtakanna, að glæða stéttartilfinningu barna sinna, fræða þau um socialismann og alþýðuhreyfinguna, lýsa áhrifum hennar á hag heimilanna og síðast en ekki sízt að örfa þau til virkrar þátttöku í félagsstarfi stéttar sinnar og vísa þeim leiðina inn í félög ungra jafnaðarmanna, þar sem þau eiga að skólast og þroskast undir hina margþættu lífsbar- áttu fólksins, sem þau eru sjálf hluti af. Og því má enginn sannur socialisti gleyma, að leið þeirrar baráttu, sem háð er fyrir frelsi og fullri uppreisn alþýðustéttanna um gervallan heim, liggur yfir gröf núverandi þjóðskipulags. Að lokum þetta: Um leið og Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hvetur æskuna lögeggjan til starfa undir merki fólksins og socialismans gegn fámennisyfirráðum auð- ugrar burgeisaklíku, vekur það einnig for- eldra hennar til umhugsunar um þá skyldu, sem á þeim hvílir um það, að hvetja börn sín til að ganga í F. U. J. og með því forða þeim frá siðleysisáhrifum burgeisastéttar- innar. Barnssálin er næm fyrir áhrifum og getur ekki í fyrstu án hjálpar greint hinn óhreina tilgang, sem felst að baki skrum- prédikunum þeirra, sem reka erindi and- stæðinga verkalýðsins, og tala jafnan fag- urt en hyggja flátt. Foreldrar úr alþýðustétt verða að gera sér glögga grein fyrir því, að varla getur sorg- legri ógæfu en þá, að sjá börn sín vegna áhrifa borgaranna vega að sinni eigin stétt og týnast út úr eftirsóknarverðasta og glæsi- legasta blutverki, sem til er á þessari jörð, að berjast fyrir sigri fólksins og sjá það sigra, 'sem um aldir hefir verið undirokað og engin afdrep fundið, fyrr en með verka- Iýðssamtökunum, undan mannskemmdavaldi örfárra auðdrottna. Félög ungra jafnaðarmanna og alþýðusam- tökin lifi og sigri! Ófarir Nazista. Þrír fundir. Á öndverðum vetri bjuggust nokkrir sið- litlir unglingar hér í bænum, sem virðast smitaðir af brjálæðislegri dýrkun á kúgunar- stefnu nasista, til félagsstarfs með fundi í K.-R.-húsinu. Fundur þessi var fjölsóttur af ungu fóiki úr öllum flokkum. Formaður Fé- lags ungra jafnaðarmanna, sem var á fund- inum, óskaði eftir því að sér yrði veitt hlut- deild í umræðum, þar sem fundurinn væri opinber. En því neituðu nasistar. Ókyrrðist þá mjög í salnum og kröfðust fundarmenn svo að segja allir, að leyfðar yrðu frjálsar umræður. Varð af þessu hark mikið, og fundurinn leystist upp. Var hinn barsmíða- sjúki og fáliðaði nasistahópur auðvirðilega beygður á flótta sínum í fundarlokin, undan hinni réttlátu sókn sameinaðrar alþýðuæsku gegn ófrelsisstefnu nasista og hinum ódjörfu og ódrengilegu fundarsköpum þeirra, þar sem þeir í skjóli þeirra ætluðu að vega að and- stæðingum sínum, án þess að þeir kæmu nokkrum vörnum fyrir sig. Nokkru síðar réð- ust margir nasistar saman að kvöldlagi og --4---------——------------------- Æskan í F. U. J. og foreldrarnir

x

Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði: blað félags ungra jafnaðarmanna.
https://timarit.is/publication/1032

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.