Barnablaðið - 21.10.1938, Side 1

Barnablaðið - 21.10.1938, Side 1
T OSö J&a/i, Sögublað með myndum. Vikublað. I. árg. Reykjavík, föstud. 21. október 1938 1. blað Ég fer úr við sumarskálann. Axel horfði hnugginn á móður sína. ,,Ég veit ekki, hvernig ég á að haga því til með afmælisveizluna. Ég verð að bjóða Pétri, af því að mér var boðið á afmælis- daginn hans. En fyrst hann er farinn að ganga í skólann, þá finnst honum víst ekki lengur hann geta látið sér nægja að fá súkkulaði og kökur. Maður verður helzt að finna upp á einhverri fínni og dýrri skemmtun, annars segir Pétur eftir á, að aðeins hafi verið um minni háttar smá- barnagildi að ræða.“ Móðirin var mjög döpur í bragði, og leitaði óafvitandi trausts hjá stóra drengn- um sínum. „Hefir þú tíma til að hyggja dálítið að þessu, Benedikt?“ sagði hún. „Þegar heiður fjölskyldunnar liggur við, þá verður háskólinn að bíða,“ sagði stúd- entinn og blés frá sér reykjarmekkinum. „Var það ekki Pétur, sem fór með alla afmælisgestina sína út á flugvöllinn og bauð þeim að fljúga?“ „Jú, það var einmitt, og Eiríkur leigði fólksbíl og bauð í skógarferð, og Þorsteinn bauð öllum sínum gestum í leikhúsið.“ „Jú, en við höfum alls ekki efni á slíku. Samt verðum við að reyna að finna upp á einhverju, sem tekur þessu öllu fram.“ „Já, ef þú gætir það nú,“ sagði Axel, sem hafði ótakmarkað traust á stóra bróð- ur sínum. Síðan faðir þeirra dó, hafði verið dálítið þröngt í búi með peninga í litla sumar- skálanum, en Benedikt þreyttist aldrei á að hugsa upp ráð. Hann vann sér inn pen- inga, sem hann lagði í búið. Hann hjálpaði Axel til að búa sig undir skólann. Hann hjálpaði auk heldur móður sinni til við uppþvottinn. Hann hafði meira að segja útvegaði Axel frænda. Því var þannig far- ið, að Pétur hafði gortað af frænda sín- um, sem átti heima í Berlín, og ýmsir aðrir höfðu gortað af frændum sínum, búsett- um erlendis, svo að Benedikt gerði það Axels vegna, að útnefna einn vina sinna í París frænda hans. Þetta varð þess vald- andi, að nokkur falleg bréf með skrautleg- um frönskum frímerkjum bárust að. Vakti þetta óhemju virðingu meðal bekkjar- bræðranna fyrst í stað, en gleymdist fljótt, er frá leið. Og nú rann afmælisdagurinn upp. Byrj- unin var nógu góð. Pétur var í bezta skapi, Samt verðum við að reyna að finna upp á ein- hverju, sem tekur þessu öllu fram. af því að faðir hans hafði heitið honum, að hann skyldi fá að fara til Parísar í sumarleyfi sínu. Við þetta fékk Axel nýj- an áhuga fyrir frænda sínum í París, og umræðurnar gengu fjörugt til við súkku- laði-drykkjuna. Benedikt sagði hinar

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.