Barnablaðið - 21.10.1938, Side 4

Barnablaðið - 21.10.1938, Side 4
4 BARNABLAÐIÐ sig djúpt fyrir henni, en hún tók að dansa fyrir þau í skrúða sínum og virtust dagg- ardroparnir þá sem regnbogahjúpur í kringum hana. Þegar nokkuð var liðið á daginn, fór konungsdóttirin á göngu út í hallargarð - inn. Þá varð hún þess skyndilega vör, að nokkrar stórar kóngulær komu á móti henni. „Farið þið burt,“ sagði hún og bandaði móti þeim, en þær komu nær og hvaðan- Allir karlar og konur hirðarinnar komu til að óska henni til hamingju. æva að komu fleiri og fleiri, og allur hall- argarðurinn varð nú kvikur af kóngulóm. Þær slógu hring um konungsdótturina og báru hana út í stóran skóg og settu hana niður í rjóðri nokkru, en milljónir af kóngulóm stóðu allt í kringum hana og gláptu á hana. „Þú hefir tekið netin okkar,“ sögðu þær ásakandi og bentu á hinn skrautlega kóngulóavefs-kjól hennar. „Ég vil fara heim! Sleppið þið mér!“ veinaði konungsdóttirin, en kóngulærnar svöruðu: „Ekki fyrr en þú hefir spunnið eins lang- an þráð og kóngulóavefur sá er langur, sem notaður var í kjólinn þinn. Byrjaðu strax. Þarna stendur rokkur og þarna ligg- ur ull og hör. Flýttu þér!“ „Já, en ég kann ekki að spinna,“ sagði konungsdóttirin grátandi. „Það var leitt fyrir þig, því að þá færðu aldrei að fara,“ svöruðu kóngulærnar. Þegar konungsdótturinni hafði skilizt, að þetta var satt, hóf hún verk sitt. Fyrst gekk það mjög illa. Þráðurinn slitnaði og varð svo ójafn, að kóngulærnar fleygðu spunanum. En smám saman vandist hún við, og tók hún þá að fella sig við verkið. Hver snældan af annarri fylltist, og kóngulærnar báru bandið og garnið burt og færðu henni aftur ull og hör. Og kon- ungsdóttirin spann, þangað til hún var orðin duglegasta spunakonan í öllu land- inu, en sjálf hafði hún enga hugmynd um þetta. Dag nokkum komu kóngulærnar með fagran kjól og gáfu henni. „Hann er búinn til úr ullinni, sem þú hefir spunnið," sögðu þær, „og enn er mikið eftir. Hvað á að gera við það?“ spurðu þær. „Búið til kjóla handa fátæku stúlkun- um og jakka handa fátæku drengjunum, en úr hörnum skuluð þið búa til lök og dúka handa fátæku fólki, sem hefir ekki efni á að fá sér þetta nýtt,“ svaraði hún. „Nú færðu ieyfi til að fara heim,“ sögðu kóngulærnar. „Nú hefir þú lært að spinna og að hugsa um annað fólk. Nú ertu víst orðin eins góð og konungsdóttir getur bezt orðið.“ Svo fylgdu þær henni heim og mikill fögnuður varð, þegar hún var aftur kom- in í höllina, en fögnuðurinn varð enn meiri, er menn höfðu veitt því athygli, hve breytt konungsdóttirin var orðin. Blaðið fæst hjá blaðsöludrcngjum, í bóka- búðum og i Gunnarsbúð, Bergþórugötu 23 (rétt við Austurbæjarbarnaskólann) og kostar 10 aura. Útgef. og ábyrgðarm.: Georg Magnússon. STEINDÖRSPRENT H.F.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.