Barnablaðið - 21.10.1938, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 21.10.1938, Blaðsíða 2
2 BARNABLAÐIÐ furðulegustu skröksögur af frændanum. Hann sagði, að hann væri fallhlífasmiður, og hann var svo sakleysislegur á svipinn, að Axel varð að snúa sér undan til að verjast hlátri, en hinir hlýddu áfjálgir á frásögnina. Þá var hringt, og Benedikt fór til dyra. Að vörmu spori kom hann aftur með sím- skeyti til Axels. Það var á frönsku, svo að Benedikt varð að þýða það: Til hamingju með afmælis- daginn. Kem með áætiunarflugvélinni. Fer úr við sumarskálann. Jean frændi. Það varð algjör þögn eitt augnablik, svo fór Pétur að flissa. „Hann stekkur ef til vill út í fallhlíf,“ sagði hann háðslega. „Hvað á hann svo við, með því að segjast fara úr við sumarskálann?“ „Þetta segir þú í gamni,“ sagði Benedikt hlæjandi, „en það væri eftir Jean frænda að gera slíkt.“ Benedikt lét svo líklega, að Pétur vissi ekki, hverju hann átti að trúa. Hann var allt í einu kominn út úr jafnvægi. „Heldur þú reyndar, að það geti verið, að hann stökkvi úr flugvélinni hér uppi yfir húsinu?" Benedikt virtist órólegur, stóð á fætur og sagði: „Slíkri fífldirfsku gæti ég vel trúað á hann, en þetta kemur brátt í ljós, því að flugvélin verður uppi yfir húsinu eftir tíu mínútur.“ Þegar Benedikt var farinn út, varð gríðarlegur gauragangur við borðið. Þetta var nú meiri hvellurinn. Það var rétt svo, að móðir Axels gat kvatt sér hljóðs. Hún kom með gamla hátalarann þeirra og setti hann á borðið. „Nú er barnatími,“ sagði hún, um leið og hún opnaði fyrir útvarpið, „ég hélt, að ykkur þætti gaman að heyra börnin syngja.“ Axel varð fokvondur út í móður sína. Hvað að vera að koma með þetta nú? Hann leit vandræðalega tií félaga sinna, en þeir tóku þessu öllu kurteislega. „Já, við skulum fá að hlusta dálítið," sagði einn þeirra, „þá líður tíminn fljót- Hinar mjóu telpnaraddir í útvarpinu hófu fjörugan söng; en skyndilega hætti söngurinn og karlmannsrödd heyrðist. „Við verðum að hætta barnatímanum, sökum aukafrétta. Áætlunarflugvélin frá Bruxelles skýrir svo frá, að þekktur verkfræðingur, Jean að nafni, ætli að reyna að stökkva út úr flugvélinni í fallhlíf, þeg- ar hún flýgur yfir Valbæ, þrátt fyrir að- varanir leiðsögumannsins, sem fær við ekkert ráðið. Hann biður lögreglu og Benedikt hafði þegar reist brunastigann. hjúkrunarlið, sem og fólk, er býr í ná- munda við áætlunarleið flugvélarinnar, að vera viðbúið. Við endurtökum-----------“ Nú rak einn atburðurinn annan. Móðir Axels lokaði dauðhrædd fyrir útvarpið, og rétt á eftir heyrðist hreyfilhljóð flugvél- arinnar beint yfir húsinu. Drengirnir þustu á fætur til að komast út og sjá, en í því heyrðust feikna dynk- ir og dunur frá flötu þaki hússins. Sum- ir strákanna hljóðuðu upp yfir sig, en þeg- ar þeir komust út, sáu þeir veru í hvítum sloppi og með hlífðargleraugu standa uppi á þakinu og brjóta saman stóran, hvítan líndúk með mörgum snúrum í mestu makindum. Benedikt hafði þegar reist brunastig- ann. Ókunnugi maðurinn, sem reyndar gat gert sig skiljanlegan, hrópaði: „Halló, nú er ég bráðum tilbúinn.“ Svo batt hann léreftsdúkinn saman í stóran pakka, sem

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.