Baldursbrá - 06.11.1937, Blaðsíða 1

Baldursbrá - 06.11.1937, Blaðsíða 1
4. Ár Winnipeg, Manitoba 6. nóvember, 1937 Nr.4 Stefán og Steini Hami Stefán var stuttur og cligur, en Steini var langur og mjór; og skrautlega skrifaði Steini, en skriftin lians Stefáns var klór. Stefán og Steini Þessir tveir strákar voru saman í skóla; þeir voru ósköp ólíkir og stríddu hvor öðrum, en samt voru þeir altaf saman; þeim þótti í raun og veru vænt hvorum um annan, þó þeir yrði oft ósáttir. Það eru til margar skrítnar sög- ur um Stefán og Steina. Eg ætla að segja ykkur eina þeirra í næsta blaði Baldursbrár. En svo liafið þið kannske heyrt sumar þessar sögur; ef svo er, þá skrifið þær upp og sendið mér þær. Eða ef þið get- ið búið til sög-ur um Stefán og Steina, þá er það ennþá betra. Hugsið ykkur að tveir drengir lík- ir þeim væru í skólanum ykkar; iiugsið ykkur hvernig þeim mundi koma saman, skrifið sög-ur um það og sendið Baldursbrá. Baddi stóð á hleri Baddi var hann kallaður. Eigin- lega hét hann Bjarni. Hann átti litla 'Systur, sem Anna hét og var hún yngri en hann. Þegar hún var að byrja að tala, sagði hún altaf “Baddi” í staðinn fyrir Bjarni. Og þetta nafn festist við hann. Bjarni var í rauninni allra bezti piltur; en hann var stundum ó- þekkur og stökk út til þess að' leika sér, þegar hann átti að vera að læra. Hann kunni þess vegna aldrei það, sem kennarinn setti honum fyrir, hvorki í barnaskólanum né sunnudagaskólanum. Kennarinn hélt að hann væri ó- sköp ónýtur að læra — reglulegur tossi. Einu sinni hafði Baddi stolist burt úr skólanum og verið að leika

x

Baldursbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.