Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Síða 2

Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Síða 2
333 ALÞÝÐUHELGIN kjöfínn öðru sinni, formaðurinn, Jón Jónsson, Páll Pálsson og Magnús Guðmundsson. Tveir þeir fyrr- nefndu liurfu þá þegar í djúpið, en Magnús náði í farvið og lóðabelg og gat haldið sér á íloti. Fimm okkar komust á kjölinn á nýjan leik og héldust þar við um stund. — Atburð- ir þessir, sem lýst hefur verið, gerð- ust á örskannnri stundu. Að nokkurri stund lioinni reið ólag á bátinn. Skólaði okkur þá öll- um af kjölnum. Við Magnús Hákon- arson komumst aftur á kjölinn. Þeir Þorvarður Bjarnason og Benedikt frá Langsstöðum hurfu okkur sjón- um fyrir fullt og allt. En að tals- verðri stutrd liðinni skaut Guðbrandi undan bátnum. Var augnaráð hans óhugnanlegt og starandi, enda mað- urinn bersýnilega kominn í dauðann. Ilann fálmaði eftir kjölnum, barst aftur með skipinu, en liafði aug- sýnilega ekki rænu á að taka um kjölinn, þótt hendur hans strykjust eftir honum. Hvarf hann síðan fyrir fullt og allt í djúpið við skut bátsins. Þegar ég komst á kjölinn öðru sinni, eftir að skipið hafði tekið velt- una, náði ég í lóðabelg, sem kom, undan skipinu. Var það kálfsbelgur, eins og þá tíðkaðist. Stakk ég belgn- um undir hönd mína og vafði fær- inu, sem fest var við segltollann, upp á höndina. Gat ég eftir það nálgast bátinn aftur með tilstyrk færisins, þótt ég losnaði við kjölinn. Við Magnús héldum okkur svo hvor í annan, og var okkur þannig borgið með það að geta haldið okkur við bátinn, þótt á bjátaði. Báturinn maraði nú í kafi og vatnaði sífellt yfir kjölinn. Eftir að við vorum orðnir tveir einir, virtist mér sjóinn heldur lægja. Þó losnuð- um við hvað eftir annað við bátinn, cn belgurinn og færið varð okkur til lífs. Leið nú svona íangur tími. Eina tilbrcytingin var það, þegar sjór reið yfir bátinn og við misstum tökin á kjölnum. Við vorum allir. í kafi, ncma hvað höfuðin ein voru upp úr sjó. Kulda eða þreytu kenndum við ekki, en vorum dofnir og sljóir. Eins og áður er getið, komst Magn- ús Guðmundsson ekki á kjölinn eftir að skipið hafði farið veltuna. Hins vegar náði hann í farvið og lóða- belg og hélt sér á fioti á því. Var hann í fyrstu skammt írá bátnum, ÁSGEIR DANÍELSSON. en rak stöðugt undan. Misstum við loks sjónar á honum með öllu. IIJÁLPIN NÆRRI, EN BREGST ÞÓ. Ekki höfðurn við ýkjalengi velkzt á sjónum, er við sáum hina fiskibát- ana sigla til lands, enda reyndum við eftir mætti að hafa auga á öllu því, er okkur mætti verða til bjarg- ar. Sigldu sumir bátarnir svo nærri okkur, að við gátum talið mennina um borð. Reyndum við með öllum ráðum að vékja athygli þeirra á okkur, en allt kom fyrir ekki. Virtist mér þó, að fuglagerið, sem í kring- um okkur var, hefði eitt átt að nægja til að beina athyglinni að okkur, en fuglinn sótti ákaft í lifrina, sem flaut allt umhverfis bátinn. En þess ber að geta, að óhægt hefði verið smábát að koma okkur til bjargar, og veðrið þannig, að hver átti nóg með sig. Má vera, að eftirtektarleysi þeirra, sem sigldu svo skammt frá okkur, hafi að einhverju leyti átt rætur sínar að rekja til þess. Loks var svo komið, að ég þóttist sjá, að öll skip, sem verið höfðu á svipuðum slóðum og við, væru kom- in til lands, þar á meðal tveir vél- bátar frá Sandgerði. Var ég þá orð- inn nokkurn veginn úrkula vonar um björgun. — Nokkru síðar sá ég hvar togari kom súnnan úr sjó og stefndi nokkru dýpx-a en við vorum. Létum viö einskis ófreistað til að vekja athygli hans á okkur, en ullt kom fyrir ckki. Togarinn hélt sitt strik og var brátt kominn allmiklu norðar en við vorurn. Þótti mér þá sem tilgangslaust væri að þrauka lengur og stakk upp á því við Magn- ús, að við tækjum höndum saman og slepptum bátnum. En hann tók því fjarri ög kvað okkur ekki of góða til að halda okkur, meðan þrek entist. BJÖRGUN. En naumast höfðum við skipzt á þessum orðum, þegar við sáum, að togarinn hafði snúið við og stefndi á okkur. Skipti það engum togurn, að hann var kominn til okkar, og köstuðu skipvei’jar bjarghring til okkar. Fór Magnús í bjai'ghringinn og var dreginn upp á skipið. í sömu mund var kastað tógspotta til mín, en mér leizt svo illa á hann, að ég sinnti honum ekki. Bar mig þá að skipinu, sem í sama bili hallaðist niður að bátnum. Náðu skipvei’jar þá í hendur mínar og lyftu mér upp á skipið. Hafði Magnús þá þegar verið háttaður niður í rúm. Jafnskjótt og ég sté fótum á skippfjöl var hringt á ferð og farið að snúa skipinu. Gerði ég skips- mönnum þegar í sýað aðvart um, að þriðja manninum væri óbjargað enn og sýndi þeim, í hvaða átt mætti vænta hans. Þóttist ég þess fullviss, að Magnús Guðmundsson myndi enn vera ofansjávar, enda sáum við brátt til hans. Áður en kæmi að því að bjarga Magnúsi, færðu skipsmenn mig undir þiljur, þótt mér væri það nauðugt, því að mig fýsti að sjá, hversu til tækist um björgun Magn- úsar. En hann skýrði svo frá síðar, að bjöi'gunin hefði tekizt fremur óhönduglega. Skipverjar seildust til hans með krókstjaka, en við það færðist hann í kaf og drakk nokkuð af sjó. Náðist hann eftir það upp í skipið og var háttaður ofan í rúm, eins og við hinir. Taldist okkur svo til, að liðið hefði sem næst tvær klukkustundir frá því að Hafmeyjunni hvolfdi og þangað til okkur var bjargað. Togari sá, sem bjargaði okkur, var frá Boston. Var hann á fiskveiðum hér við land. Þetta var lítið skip, sennilega lítið yfir 200 brúttósmá- lestir. Skipstjóri og áhöfn togarans var amei’ísk, að undanteknum tveim

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.