Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Blaðsíða 4
340 ALÞÝÐUHELGIN ♦-------------------------- ÓSKAR ADALSTEINN — SVERÐIÐ „Frægðarþjóðin frelsið af sér kúg- ar, . . .“ E. B. I. Hér verður rætt nokkuð um sögu hinna fornu Rómveria á dögum keis- aranna: Ágústusar, Tíberíusar, Cali- gúiu og Claudíusar, að mestu eins op.hún er t.úlkuð og skilin í bókinni „Ég Claudíus", eftir enska rithöf- undinn Robert Graves. Þessi bók kom út á forlaa Arnarútgáfunnar 1946, í þýðingu Magnúsar Magnús- sonar. II. Robert Graves hefur þau vinnu- brögð, að hann lætur sem Claudíus hafi fært bókina í letur. Á Claudíus að hafa byrjað að rita bókina átta árum áður en hann komst í hið „gullna ástand“, en Claudíus var kjörinn til keisara eftir Caligúla, þá fimmtugur og einu ári betur. Eins og að líkum lætur, þá er vettvangur bessarar bókar allum- fangsmikill. Á dögum þeirra hátigna er hér um ræðir, má svo. að orði kveða, að ítök og umráðasvæði hins forna Rómaveldis hafi svo að segja náð til yztu endimarka hins byggi- lega heims. Höfundi varð samt ekki skotaskuld úr, að móta efnið þannig í hendi sér, að úr varð stílföst bvgg- ing, þar sem svo er gengið frá hlut- unum, að lesandinn hefur jafnan glögga yfirsýn yfir allt er máli skipt- ir. Margt af nánasta skylduliði Claud- íusar áieit hann lengst af fífl og af- glana. Skapaðist þetta álit mest fyrir það, að Claudíus átti löngum við van- heilsu að stríða, kenndi lömunar í fótum, átti bágt með mál, stamaði og rak í vörðurnar, var aulalegur á svip og annkannalegur í látbragði, kom yfirleitt óhrjálega fyrir og þótti um fátt eitt kunna sig eins og tiginbornum manni sómdi. Claudí- usi var því lengi vel ekki trúað fvr- ir neinu því starfi er nokkurs þótti um vert. Ilann lét þetta samt ekki hafa meiri áhrif á sig en góðu hófi gegndi, enda frábitinn drottnunar- girni og svarinn óvinur sýndar- -------—--------- mennskunnar. Qaudíus var fræði- maður af lífi og sál. Hann samdi sögu Etrúríu og Karthagóborgar, auk fjöimargra annarra rita, var ljós í móli og bráðfyndinn; — réð ör- lög horfinna kynslóða af minjum einum og arfsögnum, en hvessti jafn- framt augun á samtíðina og kunni sjálfsagt á henni fyllri skil en obb- inn af samtíðarmönnum. Hinir líkamlegu ágallar urðu Claudíusi mikill styrkur og vörn í öðru. Enginn óttaðist fíflið. Hinum valdagírugu þótti ekki taka því, að gera hann höfðinu styttri. — En þó fór svo, á elleftu stundu, að her- ráð'ð grein til þess úrræðis, að láta hyila fífMð sem keisara. Claudíus gamli var einn af „góðu Claudíusunum", eins og hann kemst siálfur að orði um bá ætt- menn sína, er gæddir voru jákvæð- um vilja. og miðuðu jafnan gerðir sínar við það eitt, er þeir hugðu þjóð sinni til hvað mestra heilla og farsældar. En áhrifa hinna góðu Claudíusa, á stjórn ríkisins og með- ferð mála, gætti minna en skyldi. Og því fór sem fór. ... III. Á einum stað í þessari bók er komizt svo að orði, „að Ágústus hafi stjórnað heiminum, en að Livía hafi stjórnað Ágústusi“. Þessi orð hitta í mark. Það mun hafa verið ætlan Ágústusar, að endurreisa lýðveldið, leggja niður öll völd og lifa sem ó- breyttur maður, strax og hann hafði skipað málefnum ríkisins á þann veg, er hann hugði að horfa mundi til mestrar hagsældar fyrir þjóð- ina. Livía, kona hans (amma Claudí- usar), var á öðru máli. Hún sagðú „Lýðveldi hefur alltaf verið hégóm- inn einber . . .“ Og Livía réði. Hún var briðja og síðasta kona Ágústus- ar. Hún skildi við fyrri mann sinn af einskæri valdagrægði, vann ást- ir Ágústusar með fegurð sinni og lævíslegum svikum. Livía sveifst einskis til þess að fá svalað hinni taumlausu valdagrægði sinni og hóflausri metnaðargirni. Morð voru sjálfsagðir hlutir, ef valdi hennar sjálfrar mætti vera í því einhver styrkur. Eitt hryðjuverkið bauð öðru heim. Blekkingavefur þessarar konu var svo listilega ofinn, að mað- ur hennar, keisarinn, sem var í rauninni einn af góðu Claudíusun- um, fékk ekki séð í gegnum hann fyrr en um séinan. Livía ýmist myrti eða rak í útlegð flesta nánustu fraindur Ágústusar. Með blygðunár- lausum dylgjum og útsmognum fantabrögðum hafði Livíu tekizt, að gera þetta vesalings fólk að siðspillt- um vanmetaskepnum og stórglæpa- hyski, í augum manns síns, sem virt- ist trúa henni í blindni. Þessi kona fann meiri slægvizku í því að vera melludrottning, en að lifa í náttúr- legu hjónabandi með manni sínum. Lét hún Ágústus skilja það fullkom- lega á sér, að hann væri þess ekki umkominn, að leysa hvílubrögðin sómasamlega af hendi, en hún gætti þess jafnan, að færa keisaranum „fagrar, ungar konur í hvílúna.*1 Þannig, og með ýmsum öðrum brögðum, ól Livía stöðugt á van- metakennd keisarans. Ágústus var einlægur umbóta- sinni og fékk hann mörgu áorkað til góðs fyrir þjóðina, þrátt fyrir harð- ýðgi konu sinnar. Um sumt var Li- vía honum ráðholl, sér í lagl varð- andi allt það er beinlínis laut að stjórn ríkisins. Liviu skildist það mæta vel, að valdi hennar sjálfrar mundi teflt á heljarþröm, ef þegn- unum liði ekki sæmilega, ef ráð- deildarsamir og réttsýnir umboðs- stjórar sætu ekki yfir skattlöndurt- um og ef herinn væri ekki jafnan í stöðugri æfingu og hefði gnægðir alls. — En auk þess, sem þau Ág- ústus og Livía komu fyllra skipu- lagi á allt stjórnarfar landsins, bæði út á við og inn á við, en þekkzt hafði áður, þá urðu einnig blómleg- ar framfarir í mennt og listum í stjórnartíð Ágústusar. M. a. byggði keisarinn fjölda af nýjum hofum, endurbætti gömul, og lét prýða þessi guðaheimkynni miklum listaverk- um; — endurvakti þjóðleg og merk hátíðahöld og leyfði helga siði ann- arra þjóða og guðsdýrkun í Róm. Ágústus hafði jafnan verið lund- þýður og góðgjarn, en er Ííða tók á ævina, gerðist hann svo vanstilltur á skapsmununum, að oft var ekki mæl-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.