Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 5

Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 5
ALÞÝÐUHELGIN 341 andi við hann. Óhamingjan hafði gert keisarann að öðrum og verri manni. Með djúpum sársauka hafði hann oít orðið að sýna sínum nán- ustu svipaða meðferð og verstu óvin- um þjóðarinnar. Ágústus var orðinn gamall maður og átti skammt ófarið til grafarinn- ar, þegar gerningahulan féll frá aug- um hans og hann fékk loks séð í gegnum blekkingavef konu sinnar. Agústusi auðnaðist samt ekki að að- hafast neitt sér til réttlætingar. Li- vía sá fyrir því. Hún drap keisar- ann á eitri, eitraði grænar ííkjur, sem hann tíndi sjálfur af trénu. IV. Mælt er, að Tíberíus hafi haft þessi orð um hermcnn sína: „Lofum þeim að hata mig, það er nóg að þeir hlýði.“ Tíberíus .var alla tíð óvinsæll, en hann varð fljótt. mikill herforingi, vann írækilega sigra á Balkan, í Þýzkalandi og víðar. Honum er svo lýst, að hann hafi vcrið þrekvax- inn og sterklegur, stórskorinn í and- liti og svipþungur, kaldlyndur, tor- trygginn og mislyndur. Um tíma dvaldist hann á eyjunni Rhodos. Þar iðkaði hann goðafræði, hafði um sig hirð fræðimanna, einnig spámenn og lcikfífl, skækjur og kynvillinga. Tíberíus var sonur Livíu. Ilún sá svo um, að Tíberíus vai- kjöi'inn eft- irmaður Ágústusar á keisarastóli. Livía var þó ekki allskostar ánægð með þessa ráðstöfun sína á embætt- inu, þóttist vita það fyrir, að sonur- inn mundi verða sér æði erfiður við- jUreignar í valdabjástrinu, þekkti lunderni hans og ráðríki, cn þóttist hins vegar hafa undir höndum ýmis gögn, er mundu koma henni í góðar þarfir þegar að því kæmi, að risu með þeim úfar, sem orð væri á ger- andi. Það bar við svo til samlímis, að Ágústus var tekinn í guðatölu, og Tiberíus kjörinn til keisara. Eitt liið fyrsta.er Tíberíus tók sér fyrir hend- ur, sem keisari, var að styrkja varð- syeitirnar; gerði hannþæraðöflugum her og setti yfir þær mann að nafni Sejanus. Þessi varðsveitaforingi syeifst einskis þegar því var að skipta. Með þessum ráðstöfunum hugðist keisarinn festa sig í sessi. Hann skelfdist þá er næstir honum stóðu að mannvirðingum, hélt þá ein- att bíða færis að ráða sig af dögum og hrifsa til sín völdin. í flestum til- fellum var þetta ímyndaður ótti, sjúkleiki, sem ágerðist stöðugt. Enda rak brátt að því, að ckkert fékk deyft þessa brjálæðiskenndu óttatil- finníngú keisaráns, utan eitt: Morð og blóð, að íá menn dæmda af lífi, hvort heldur með sönnum eða logn- um sökum. — Stundum lét Tíberíus að vísu svifta menn lífinu einungis vegna þess, að hann girntist fjár- muni þeirra. En ótti hans við hrylli- leg örlög mun samt í flestum tilfell- um haía stjórnað gjörðum hans þcg- ar um bein hryðjuverk var að ræða. Þessi sjúklegi ótti var veikasti þátt- urinn í eðlisfari keisarans, fylgdi honum allt til grafarinnar, var ein- kennandi fyrir allar gjörðir hans, bæði persónulegar og opinberlegar. legar. Tíberíus beitti fyrir sig uppljóst- ursmönnum í því skyni að íá menn sannaða að sök, er hann þóttist þui'fa að losna við. Uppljóstui'smennirnir stunduðu iðju sína af miklum dugn- aði, enda var uppskeran eftir því: Menn voru fundnir sekir um sam- særi gegn senatinu og um guðlast gegn guðunum. Fórnarlömbin sviptu sig yfirleitt lífinu áður en dómur féll í máli þeirra. Lög mæltu svo fyrir, að ættingjar afbrotamanns hlytu því aðeins arf .eftir hann, að afbrotamaðurinn dæi áður en dóm- ur félli í máli hans. ... Keisarinn hét uppljóstursmönnunum gulli og grænum skógum fyrir þjónustuna, en greiddi þeim yfirleitt með því að gera þá höfðinu styttri. Eitt minnisstæðasta dæmið um of- sóknarbrjálæði keisarans. gegn al- saklausum mönnum, eru samskipti hans við Germanícus (bróður Claud- íusar). Germanícus var sérstakt göfugmenni og einn glæsilegasti herforingi Rómayeldis á dögum Gæsaranna. Þjóðin dáði Germanícus og fékk stöðugt meiri mætur á hon- um. Aftur á móti stóð þjóðinni æ meiri stuggur af Tíbcríusi og ósk- aði þess innilega, að dagar lians væru taldir og að Germanícus tæki við völdum. Samkvæmt öllu eðli sínu og innræti, var Germanícus trúr og dyggur þjónn ríkisins og þar með keisarans. Honum kom heldur aldrei til hugar, að Tíberíus stæði persónulega á bak við mála- ferlin og aftökurnar, og í flestum til- fellum grunaði hann ekki, að um ofbeldisverk væri að ræða, en lagði hins vegar oftast fullan trúnað á hinar opinberu tilkynningar senats- ins í málaferlum sakborninganna. Ó- kunnuglciki Germanícusar á öllu er fram fór í Róm, kom mest til af því, að hann lifði fjarri ættjörðinni flest manndómsár sín, í harðvítug- um hernaði við óvini keisarans. En loks kom þar, að Germanícus þótt- ist hafa skýlausar sannanir fyrir því, að Livía væri þjóðhættulegt glæpa- kvendi. Ræddi hann þetta við Tí- beríus, komst m. a. svo að orði: „Livía á ekki framar að ráða neinu um málefni ríkisins“. Frá því fyrsta hafði Tíberíus grun- að Gei’manícus um græsku, en nú þóttist hann ekki lengur þurfa vitn- anna við: Gei'manícus var landráða- maður af vestu tegund, — og hann skyldi meðhöndlaður samkv. því. Þctta skeði skömmu eftir að Tí- beríus hafði kallað Germanícus heim með allan her sinn frá Þýzka- landi (17 e. Kr). Ástæðan fyrir þess- ari heimkvaðningu var raunverulega sú, að keisarinn gat ekki unnt Ger- manícusi frekari frama í viðureign- inni við Þjóðverja . . . Borgai'búar fögnuðu Germanícusi eins og keis- ara. Við því var ekki hægt að stemrna stigu, en með einhverjum bi'ögðum yrði sjálfsagt hægt að koma honum sem fyi'st burt úr Róm. Keisarinn kæi'ði sig ekki um, að Germanícus yrði áskynja um spill- inguna í höfuðboi'ginni. Það varð að mestu að hætta morðum og sektará- kærum meðan hann dvaldist þar, en slíkar aðgerðir þoldu ekki langa bið. Germanícus varð að fara. Keisarinn og Livía sáu svo um, að senatiö veitti honum yfirstjórn á ölluixi skattlöndum í Asíu, en þaxi gætlu þess jafnframt, að Gei'manícus yrði svo til áhrifalaus í hinu nýja em- bætti. Þau setlu til höfuðs honum mann að nafni Písó, var lionum fyi'- ii'lagt, að eyðileggja allar opinberar stjórnarframkvæmdir Gei'nxanícus- ar. Písó þessi vann ætlunarverk sitt ti'úlega, og gaf keistarinn honum dauðann að sigurlaunum, en konu lians, Plancínu, ævilanga útlcgð. Gei'manícus var alla tíð sérlega hjátrúarfullur, — og eftir því sem Claudíusi scgist frá, þá var það fyrst og fi'enxst hjátrúin en ekki mótlæt- ið, sem dýgstan þátt átti í að koma k

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.