Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 6

Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 6
342 ALÞÝÐUHELGIN Grímsvötn í Vatnajökli. honum á kné að lokum. Ætlað er, að sonur Germanícusar, Galigúla, þá átta ára gamall, hafi blátt áfram hrætt úr föður sínum lífið með til- styrk galdrakvendis. Almennt var þó álitið, er atburðirnir gerðust, að Písó og Plancína- ættu sök á dauða Germanícusar, þótt það fengist ekki staðfest af senatinu. Keisarinn þóttist engu öruggari þótt Germanícus væri frá. Höfuðin héldu áfram að fjúka. Tíberíus ráð- færði sig æ sjaldnar við Livíu, móð- ur sína, og gerði lítt að óskum henn- ar. Lengstaf hafði hún þó getað bar- ið vilja sinn fram með ávítunum og hótunum. En þar kom, að keisarinn vísaði öllu slíku á bug með fyrir- litningu. Þetta endaði með því, að Livía gerði Tíberíusi opinbera van- sæmd, — hélt öllum aðalsmanna- konum í Róm veizlu í höll sinni, og las fyrir þær kafla úr bréfum sem Ágústus hafði stílað til hennár per- sónulega, þulúi' sérstaklega úr þeim bréfum, er vitnuðu um álit Ágúst- usar á Tíberíusi. Þar stóð m. a.: „ . . . þegar ég ræddi um stjórnar- málefni við Tíberíus í gær, varð ég innilega hryggur, og ringlaður yfir því, að þau örlög skuli bíða róm- versku þjóðarinnar, að hann troði á henni með tröllslegum bífunum. ... Maðurinn er dýr og þarf að hafa gæzlumann.“ Tíberíus varð ekki eingöngu heit- reiður móður sinni og niðurlægði hana opinberlega eins og hann hafði framast kjark til, heldur blygðaðist hann sín svo eftirminnilega fyrir til- tæki hennar, að hann kom ekki í senatið tvo mánuði samfleytt, yfir- gaf Róm, settist að á eyjunni Capri og fól Sejanusi, varðsveitastjóra, á hendur alla stjórn í Róm, meðan hann var fjarverandi. Á Cabrí tók Tíberíus upp svipaðar kúnstir og hann hafði áður iðkað á Rhodos. Óttinn við samsæri plagaði hann stöðugt, en kvöl hans var tvöföld við það, sem hún hafði áður verið, því nú varð hann einnig gripinn af helvítisótta. Hann hafði ekki svefn- frið; á nótt sem degi sá hann sig engjast og brenna í logum helvítis- — Þá var hann orðinn æði farinn að ytra útliti, hruninn í skinn og bein, gekk álútur, var bæði stirður og öruggur í limaburði. Tvennt varð Tíberíusi til mikilln sárabóta í þessum hrellingum. Þan fyrsta, að Livía, móðir hans, skyl^1 lognast útaf. (Livía lézt á sextug' asta og áttunda aldursári, í þeirrj bjargföstu trú, að hún yrði gerð a* gyðju og tilbeðin af allri þjóðinm- Trasyllus spámaður hafði mælt svo fyrir. Spádómsgáfa hans var óyggl' andi. Livíu var því dauðinn krer' kominn. Hún lifði í munaðardraum' um allt til hinzta andartaks. Henni yrði búið veglegasta sætið meða guðanna. Ágústus yrði að sætta sl$ við að sitja skör lægra en hún)- Já, Livía var öll. Og nú gat Tíbef' íus fyrst svalað blóðþorsta sínum sl' gerlega að eigin geðþótta. Nú Þurf^ ekki lengur að gjalda varhuga vi>,

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.