Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 7

Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 7
ALÞÝDUIIELGIN 343 að ráðast gegn þeim, sem Livía hafði þótzt þurfa að halda hlífiskildi yfir. En meðal þeirra, voru þau Agrippína, ekkja Germanícusar og sonur þeirra Neró. Keisarinn fékk þau bœði dæmd fyrir landráð og rekin í útlegð . . . Það annað, sem gladdi Tíberíus mikið í mæðu hans, var sonur Germanícusar, Galigúla. í honum þóttist Tíberíus sá hinn rétta eftirmann sinn, sem keisara. Tíber- íus mátti sízt af öllu til þess hugsa, að sá sem tæki við völdum eftir sig, yrði á nokkurn hátt betri eða vin- sælli en hann var sjálfur. Caligúla var takmarkalaust fúlmenni, — það hafði Tíberíus þrautreynt. Keisarinn gleymdi ekki Sejanusi, hinum trúa og dygga varðsveita- foringja. Sejanus þóttist líka hafa ástæðu til að ætla, að hann yrði skipaður „faðir landsins“. En Tí- beríus launaði honum trúmennskuna á annan hátt. Hann bar varðsveita- foringjann þungum sökum. Sejan- usi var fleygt niður gráttröppurnar. Skríllinn tróð á líki hans í þrjá daga. Tíberíus varð 77 ára gamall. Mað- ur að nafni Markó — hann hafði verið skipaður yfir varðsveitirnar í stað Sejanusar — kæfði Tíberíus með kodda, að Caligúlu viðstöddum. „Ég vildi óska, að höfuðin á ykk- ur sætu öll á einum hálsi, þá skyldi ég láta þau öll fjúka“. Caligúla grenjaði þessi orð í hringleikahúsinu. Hafði hann þá reiðst múgnum ofsalega fyrir það eitt, að æpt var að þeirri kappakst- urssveit, sem hann vildi að bæri sig- ur úr býtum. — Þetta reiðiöskur keisarans, er táknrænt. Það er vfir- skriftin yfir allar gjörðir hans. Agrippína hafði réttilega nefnt Tíberíus „blóðugan forarpoll“. En Tíberíus hafði þrátt fyrir allt ver- ið góður stjórnandi. Hann réðst að vísu ekki í nein nýmæli, en vann trúlega að því að fullkomna það stjórnarfar, er þau Ágústus og Livía höfðu byggt upp. Caligúla tók við fullum fjárhirzlum af gulli, snilldar- lega útbúnum og æfðum her og full- komnu umboðsstjórnarkerfi. Þjóðin fagnaði honum eins og frelsara sín- um, grét af hrifningu og gleði, er hann hélt innreið sína í Róm, sem keisari, þá tuttugu og fimm ára gam- all. Hann var sonur hins elskaða Germanícusar. Það var ekki hægt að hugsa sér hann öðru vísi en sem lifandi eftirmynd föður síns. I fyrstu hafði Caligúla alveg sér- stakt yndi af að leika það göfug- menni, er múgurinn hélt hann vera. Hann sýndi minningu látinna ætt- ingja sinna verðskuldaðan heiður. Hann tæmdi fangabúðirnar, lýsti al- mennri uppgjöf saka og kvaddi heim fólk, er flæmt hafði verið í útlegð. Þá aftignaði hann alla þá embættis- menn er á einhvern hátt höfðu brugð- izt skyldu sinni. Og ekki kærði hann sig um aðra titla en keisaratitilinn og nafnbótina verndari þjóðarinn- ar. Dag eftir dag hafði hann stór- kostlegar sýningar í hringleikahús- inu og kastaði gullinu í múginn. Caligúla lá samt aldrei á villi- dýrinu í sér. Ilann gekk um borg- ina í dulargerfi með hinum svoköll- uðu spæjurum sínum, gisti verstu knæpurnar og lét æði dólgslega. Þá tók hann eitt sinn upp á því, að lát- ast vera veikur. Borgarbúar stó'ðu umhverfis höllina, að sjálfsögðu í tilhlýðilegri fjarlægð, og biðu með öndina í hálsinum eftir fregnum af líðan keisarans. . . Þessi veikindi voru alveg sérstaks' eðlis. Keisarinn hafði tekið miklum umskiptum. Hann sagðist að vísu kannast við það, að enn þá væri hann í dauðleg- um búningi, en samt sem áður væri hann nú orðinn guð, æðri öllum öðrum guðum: „Ég var átta ára þeg- ar ég drap föður minn. Júpíter get- ur ekki stært sig af slíku. ilann gerði föður sinn aðeins útlægan. . . . Júpíter lagðist aðeins með einni systur sinni. Ég hef lagzt með öllum systrum mínum . . .“ Caligúla guð! Allir fengu að vita þetta, og allir viðurkenndu guðdóm keisarans mótmælalaust. Caligúla lét sér það nægja fyrst um sinn, en opinberlega hélt hann áfram að vera dauðlegur maður. Og stuttu eftir hin yfirnáttúrlegu veikindi veitti hann sjálfum sér alla þá titla og heiðurs- nafnbætur, sem hann gat framast á sig hlaðið. Dag eftir dag var öskrað og grenj- að í hringleikahúsinu, e'n hin dag- legu störfin látin sitja á hakanum. Fólk fékk brátt leiða á þessum eilífu skemmtunum. Og fóru nú vinsæld- ir Caligúlu óðum þverrandi. Hann skeytti því engu, hélt áfram upp- teknum hætti^ græddi enda talsvert á leikunum, vann svo að segja hvert veðmál með svikum. En allt fór í súginn. Caligúla hugðist draga úr eyðslunni með því að ganga í fanga- búðirnar einu sinni í mánuði, en þær voru nú aftur orðnar fullar af af- brotamönnum, velja úr hópnum verstu glæpamennina, og hafa þá að bráð fyrir villidýr í hringleika- húsinu. Þetta var gert. En þegar fjárhagurinn var jafn bágborinn eftir sem áður, þá fann keisarinn upp á því þjóðráði, að selja ýmis em- bætti og einkaleyfi, einnig beitti hann uppljóstursmönnum fyrir fjár- plóginn, enda komst nú fyrst veru- legur skriður á skútuna. Eitt af næstu afreksverkum keis- arans var að sýna þjóðinni fram á það, að honum væri eins auðvelt að ríða yfir sundið hjá Baiæ, eins og að vera keisari. Til þess að geta fram- kvæmt þetta dró hann að sér um 4000 skip og myndaði úr þeim brú yfir sundið. Þetta gaman, og allar þær kúnstir, sem því fylgdu, kostaði kei'sarann' hvern einasta pening er hann átti yfir að ráða í svipinn. Caligúla lét sér samt ekki bregða. Hann útbjó ný fjáröflunarplön, — svifti unga menn öllum eignum þeirra, með því að dæma þá í svo háar fjársektir, að þeir áttu engin ráð til þess að ljúka þeim, urðu þar af leiðandi þrælar keisarans, sem svo seldi þá mansali* eða lét þá skylm- ast kauplaust í hringleikahúsinu. Þá lét keisarinn höfða landráðamál gegn þeim tuttugu mönnum, er hann á- leit ríkasta í Róm, hremmdi eigur þeirra og gerði þá alla höfðinu styttri, utan einn, en sá fékk að halda höfðinu fyrir það eitt, að hann skjallaði Caligúlu fyrir mælskulist. Þegar keisarinn hafði þannig skrapað saman allálitlegar fjár- fúlgur, lét hann loks verða af því að lýsa því yfir opinberlega, að hann væri guð. Senatið lét reisa honum veglegt musteri. Þar var sett á stall risastórt líkneski af Caligúlu úr skíx-agulli, og voru höfð á því fata- skipti einu sinni á dag. Keisarinn lét afhöfða flest guðalíkneski, sem hann náði til, og setja á þau eftir- mynd af sínu eigin höfði. Samkvæmt valdboði var nú Cali- gúla tilbeðinn af allri þjóðinni. Hann hafði hei'skara af pi'estum við til- beiðslu sína, en var sjálfur æðsti prestur sín sjálfs. Hann var tilbeðinn Frh. á 349. síðu.

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.