Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 10
346
ALÞÝÐUHELGIN
45. Fleira segja fýsir mig
af frægðinni biskups gæða,
Iðruiiarsálmar31 eru fyrir sig
innileg dýrðarræða.
46. Þá er enn nú mæta mennt
af Marteins Lúthers ræðum
kröftug prédikun komin á. prent
af kristilegum herklæðum.32
47. Greini eg bók um góðvei'kin33,
hún greiðir ræðu slíka,
Dómsdagsbækling34 dýran finn,
Dominicale3"1 líka.
48. Eintal sálar30 eg hefi séð,
þá iðjuna dyggðaríka,
prentaðan einninn prýði með
Passionalinn37 líka.
49. Huggunarbókin38 hér er kunn
hjá oss orðin á prenti,
önnur um ljósan Lífsins brunn,39
líka af Sacramenti.49
50. Iðrunar sá ég áminning41
orða ræðu haga*
önnur af sama iðjuhring
uppá bænadaga42.
51. Ionæ spómanns4 3 eg. sá bók
með jarteigns dýrum hætti,
sem prentverkinu prýði jók
að prísa guðs almætti.
52. Syndakeðjuna44 sá eg með
af setning hennar greiiia,
Áminningin andleg45 léð
og aflausnina hreina46
53. Líkpródikun47 líka sá
á leturstýlinn setta,
má hér þykja mæti á,
miskunnarverk er þetta.
54. Veraldarefni vizku jók,
sem vel réð mörgum henta,
þegar hann landsins lagabók4 8
lét og einninn prenta.
55. Yfir landið allt í kring
út lét hann þá ganga
enn nytsaman einn bækling
um eiða og svardaga ranga.49
56. Af því dreg ég allan grun,
þó ei mér sé fyrir sjónum,
að fleira nytsamt finnast mun
hjá frómri hans persónu.
57. Eftir öngvan auðnurík
í andlegu stéttar bandi
opera liggja önnur slík
í öllu þessu landi.
58. Hann er bæði fimur og fús,
sem fégurst er dyggðamerki,
að byggja herrans brúðarhús
bæði í orði og verki.
59. Margan held ég hæfan hér
af herrans brúðarsveinum,
en engan þann, sem af honum ber
í eðla dyggðum hreinum.
60. Einhver fer með orðróm þann,
þó ei sé tungu bagi,
að herrans brúðarhúsið hann
hafi tjaldað í lagi.
61. Ekki er gefandi aktan ljóðs
öfundar neinum manni,
eg vona þeir, sem unna góðs
allir þetta sanni.
62. Eitt orð tíu um það batt
af eðladyggðum ríkum,
það veit guð, eg- segi það satt,
sæmd er oss að slíkum.
63. Frá því datum fundið var
fimmtán hundruð ára
og sjötigir betur, svo til bar,
sáu menn töluna klára.
64. Með'sætum gekk inn sigri og frið
sætt guðs orða næmi,
herra Guðbrand hófst þá við
Hólabiskupsdæmi.
65. Fimmtigir ár hefur fylgt því nú,
til friðar horfist og bóta,
þæg er guði þénan sú,
þess mun landið njóta.
66. Vort er mektað móðurmál
með guðs orði ríku,
gleðjast má hver guðleg sál,
er gætir vel að slíku.
67. Enginn lengra en að honum fer
í því tryggðabandi,
hefðarkórónu hann því ber
hér í þessu landi.
68. Eg lasta engan í lofinu hans,
leitun verður á slíkum,
það sé engin minnkun manns,
þó mæli eg dyggðaríkum.
69. Eg kann líka að koma við það,
kveða. þó ei af táli,
athugað hef ég í annað stað,
ein er bót í máli.
70. Gott er meðan feitt er féð
á fóðri í haga líka,
guð og hann hefur svo til séð
um sálarfæðu slíka.
71. Hver við tekur, fari hann frá,
þó á fótum traustum standi,
ef aukast heldr en eyðast má,
eg meina það sé vandi.
72. Eg meðkenni í annan stað,
ekki er þess að dylja,
djarft er mér að dikta um það,
drottinn gerir sinn vilja.
73. Eg mun víkja enn til hans
og yfir hans gæðum hlakka,
dyggðaríka dánumanns,
drottni fyrir að þakka.
74. Hann hefur fóðrað. frelsarans
hjörð
og fætt hans lömbin ungu,
hvar á kveiktist hæstum vörð
hér með merki og tungu.
75. Þessa læt eg hrósun hans,
hver sem til vill hlýða,
útgefin blómstr þess eðla manns
allt vort landið prýða.
76. Það var öllum þágu hnoss
og þakkir guði að kunna
að vita sem lengst hann væri hjá
oss,
vildi þess drottinn unna.
77. Á lífs veg hefur lýðinn leitt,
það liggur eftir hann hrönnum,
hans útlegging hefur greitt
hér fyrir kennimönnum.
78. Ég vil segja í annan stað,
áður en ræði fleira,
láti sér enginn lifandi það
lægingu þykja að heyra.
79. Hann er ein drottins hetjan sterk,
hvort eg tala eða þegi,
fagurt ljómar hans frægðarverk
fram að dómadegi.
80. Lofum fyrir hann lifandi guð,
lag það aldrei þrjóti,
af öllu hjarta eg þess bið,
að ævinlega þess njóti.
81. Fái hjá drottni frið og fremd
og fegursta himna gengi
fyrir þá alla ununarsemd,
eg hef af því fengið.
82. Fyrir mig og mína mjúkt eg bið,
mitt vill hjartað þiðna,
betali honum blessaður guð
bæði lífs og liðna.
83. Mína og þeirra satt hefur sól,
sem þær hjá sér geyma,
meðan eg hefi minni og mál,
mun eg honum aldrei gleyma.