Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 13

Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Side 13
ALÞÝÐUHELGIN 349 SVERÐIÐ f Framhald af 343. síðu. sem Júpíter. Annars var hann bæði hinn latneski Júpíter og gríski Zeifur. Hka Appolló, Marz og Pluton, og ekki varð honum skotaskuld úr, að bregða sér í líki Venusar, — var ýf- ir höfuð allir guðir og gyðjur, sem nöfnum tjáir að nefna. Allt kostar peninga, og ekki sízt að vera guð, að minnsta kosti komst Caligúla að því fullkeyptu. Fjáröfl- unarplön hans voru, nú sem fyrr, með ýmsum tilbrigðum. T. d. starf- rækti keisarinn pútnahús í höllinni. Þarna urðu margar aðalsmannskon- ur í Róm honum mjög þarflegir gripir. — Og keisarinn hélt til Frakklands með hundrað og fimmtíu þúsundir hermanna. Allir embættis- menn í Frakklandi og Rínarlöndum áttu að koma til móts við hann í Lyon. Þar hélt Caligúla uppboð á skartgripum systra sinna, en þær hafði hann fyrir skömmu sent í út- legð. Þá hafði hann látið færa sér gamla muni úr höll Livíu og seldi við offjár. Réð sjálfur verðinu. Auðkýflingarnir þorðu hvorki að æmta né skræmta. Keisarinn sneri ekki heim við svo búið. Nú sór hann og sárt við lagði, að hann skyldi afmá alla Þjóðverja af jörðinni. Eftir lítilsháttar skærur •— Caligúla hafði þá tekið þúsund fanga, látið afhöfða sjö hundruð þeirra en bætt afganginum í líf- varðasveitina — greip hann ofsa- hræðsla, og hætti hann þá með öllu vopnaviðskiptum við Þjóðverja. Hann gleymdi samt ekki að tilkynna senatinu, að Þýzkaland væri gjör- sigrað. Næst lét Caligúla her sinn berja á sjónum við Boulonge. Þetta var stríð gegn sjávarguðinum Neptúnusi. Og hafði keisarinn þarna mikinn sigur. Skömmu seinna þótt- ist hann hafa yfirráð allra brezku eyjanna í hendi sér. Átyllan var sú, að sonur Cymbelins Bretakonungs, hafði orðið ósáttur við föður sinn, og flúið yfir til Frakklands á náðir CaHgúlu, ásamt sínum nánustu fylgi- fiskum. Um þennan stórsigur reit keisarinn bréf til senatsins, og ekki gleymdi hann að geta um sigurinn yfir Neptúnusi. Þóttist nú Caligúla að vonum hafa nóg að gert í bili, og hélt heim með lárviðarprýdda hermenn, nokkra fanga og eitthvað af skrani, sem átti að tákna her- fang. Og var nú haldin þreföld sig- urganga í Róm. Fjármunirnir frá Frakklandi gengu fljótt til þurrðar. En keisarann skorti aldrei ímyndunarafl. Nú kom honum það snjallræði í hug, að hnýs- ast í arfleiðsluskrár látinna auð- kýfinga, sem hafði láðzt að ánafna honum eigur sínar. Sannaði keisar- inn það með gildum rökum, að þess- ir menn hefðu allir sem einn hlotið af sér mikinn stuðning og upphefð, það mætti því öllum vera ljóst, að þeir hlytu að hafa verið brjálaðir þegar þeir sömdu arfleiðsluskrárn- ar. Að svo mæltu lýsti Caligúla arf- leiðsluskránar ógildar, en lýsti sig jafnframt aðalerfingjann. Auðugir menn gripu nú yfirieitt til þess ráðs, að gera keisarann að aðalerfingja sínum, í þeirri von, að þeir mættu þá heldur halda lífinu. En Caligúlu bráðlá oftast svo á fjármunum þeirra, að hann sá sér sjaldnast fært að bíða eftir því, að þessir menn dæju eðlilegum dauð- daga, en losaði sig þess vegna oftast við þá á þann hátt er bezt lá við í svipinn. Þjóðin skalf af ótta gagnvart þess- um vitfirringi. Sjálfur var hann al- veg einstakur hugleysingi, þurfti ekki annað til en lítils háttar þrumu- veður, svo að hann yrði lamaður af hræðslu og skriði skjálfandi í felur. Honum varð því æði illa við er hann varð þess áskynja, að maður nokk- ur, að nafni Bassus, hefði ætlað sér að ráða hann af dögum. Svo reyndi þá keisarinn að herða sig upp með því að berja sér á brjóst og reka upp feiknarleg reiðiöskur, skurm- skæla sig og ranghvolfa í sér aug- unum — og uppmála fyrir sér stór- kostlegra blóðbað en honum hafði þóknazt að hrinda í framkvæmd allt til þessa: „Það verður trylltur fimm mínútna leikur“, öskraði hann til senatorana. Síðan var hugmyndin, að „stjórna í kærleika og friði í þús- und ár“. Þessar fyrirætlanir keisarans fóru allar út um þúfur. Gegn honum var stofnað til samsæris, og stóðu að því sumir af háttsettustu mönn- um Rómaveldis. Caligúla var myrtur á hinn svo- kölluðu Palatinhátíð (41 e. Kr.) Morðingjarnir níddust á líki hans með vopnum sínum. VI. Ágústus, Tíberíus, Caligúla og ClaudíUs, þessar fjórir Hátignir, lifðu og drottnuðu þá er Rómarík- ið stóð með hvað mestum blóma. Siðleysið ög misbrestirnir á stjórn- arfarinu voru lítt þekkt fyrirbæri utan aðalsmannastéttarinnar, fyrr en á stjórnartíð Caligúlu, en þegar við fall hans er saga þessa heimsríkis og framtíð svo að segja ráðin: Sverð- ið hafði skapað þetta ríki. Líf og framtíð þjóðarinnar var mótuð í anda sverðsins. Sverðið drottnaði yf- ir þegnunum. Sverðið var valdið. Ríki, sem styðst við slíka stoð sem meiginaflgjafa, fær ekki staðizt, frek- ar en það hús, sem reist er á sandi. Það er ormur í hjartanu, ormur drottnunargirni og peningaæðis, sem lætur ekki af að naga fyrr en tor- tímingin er óumflýanleg. Saga Ágústusar, Tíberíusar og Ca- ligúlu talar skýru máli um það, hversu góður maður lætur auðveld- lega leiðast til ofbeldisverka, þegar honum er lögð á herðar ábyrgð, sem úrval margra manna hefur enn þann dag í dag ekki getað risið und- ir á fullkomlega mannsæmandi hátt, — hversu slægvitur maður og tor' trygginn verður að blóðþyrstu villi- dýri undir sömu kringumstæðum, og hvernig illmenni að upplagi um- vendist í viðurstyggilega forynju af sömu ástæðum, forynju, sem á sér aðeins eina hliðstæðu í veraldarsög- unni — hinn þýzka örn. Satt er það, að sagan endurtekur sig ekki ævinlega við sömu skilyrði, en hún hefur samt sem áður þrá'- faldlega sannað, og jafnvel ennþá ó- tvíráðara á vorum dögum en nokkru sinni áður, að þar sem ein- veldið og sverðið sverjast í fóst- bræðralag, hver svo sem einvaldur- inn er og hversu jákvæðan boðskap sem hann annars kanna að flytja, þá verður útkoman alltaf hin sama: Steinar fyrir brauð. Nítjánda öldin mun hafa miðiað mannkyninu fleiri og djarfari von- um um hraðstígar framfarir til and- legs þroska, og umfram allt — von- um um vaxandi bræðralag einstak- linga og þjóða í milli en jafnvel nokkurt annað tímabil í sögu manns.

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.