Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Síða 14

Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Síða 14
350 ALÞÝÐUHELGIN andans. En ormurinn lifði enn sem fyrr í afkimum hjárta'ns: Vonirnar; urðu að sandfoki, hinar iðjagrænu' gróðurlendur huga Og‘ handa ijær því örfoka. ;. , ' , . ’í • : í þjóðsögíim .segir, að. til seu ■ skepnur búnar slíkri kynngi, að þótt. . þagr séu lagðar í gegn með sverði, þá. rísi þær von bráðar upp aftur til sóknar, komi þá stundum fram í nýjum ham og séu jafnvel ennþá válegri en nokkru sinni áður. Sverð- ið fái aldrei unnið á þeim. Þar þurfi að koma til ráð framsýnna mgnna. Þetta er berlega hægt að heimfæra upp á Caligúlu: Svip hans hefur allt- af, ljóst eða leynt, brugðið fyrir í gjörðum og fyrirætlunum mann- anna, þar til hann kom loks aftur, heill og óskiptur, tók á sig mannlega mynd í gervi hins þýzka arnar, var þúsundíalt máttugri en vitfirrtustu draumar hans frá 41 e. Kr. gáfu hon- um nokkru sinni íyrirheit um að gæti átt sér stað í veruleikanum. En mennirnir höfðu, bæði vitandi og ó- a'fvitandi, undirbúið endurkomu hans Yneð mikilli kostgæfni. Og eft- ir að þeir höfðu saert hann fram úr myrkrinú á ný, létu þeir ekki standa á sér að hefja hann til æðstu valda og metorða. Og enn sem fyrr urðu margir til þess að falla fram á ásjónu sína og tilbjðja hann sem guð. Nú var hann loks settur á svið, hinn „tryllti fimm mínútna leikur“, sem Caligúla hafði boðað sínum nánustu í Róm 41 e. Kr., en orðið að slá á •frest fyrir tilstilli örlaganna, þar til það herrans ár 1939. Heimsstyrjöld- in fyrri var forleikur þess rama- kveins. Hvort alger sigur verður unninn yfir fordæðunni að þessu sinni, veltur augljóslega á því, að sverðið yerði brotið, þjóðirnar sigrist á tor- tryggninni, þessu illvíga hervirki, er maðurinn hefur fellt sjálfan sig á öld eftir öld. ... Þetta hafa fram- sýnir menn boðað heiminum í gegn- um aldirnar. Lengi vel var það svo, að fáir hlustuðu og enn færri skildu. — í dag eru þessi sjónarmið ekki aðeins eign nokkurra útvaldra, heldur svo að segja hvers og eins einasta mannsbarns, — hafa hvao mest skýrst og mótast í eldi þeirra þjáninga, sem gengið hafa yfir heim- inn það sem af er þessari öld, og munu valda aldahvörfum í sögu hans, svo fremi sem lýðræði dagsins í dag er ekki dulbúin Livía, heldur samkolka þeim kenningum, er það berst fyrir. * Prestur spurði dreng, sem hon- um þótti kunna illa fræðin sín: --Hvað þarf margar kálfsrófur til að ná upp til himins? — Eina, ef hún er nógu löng, svaraði strákur.

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.