Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Page 5
ALÞÝÐUHELGIN
----------------S
að.“ Og ég lokaði dyrunum hljóð-
lega og reikaði inn í myrkrið.
Eg rakst á eitthvað hart: legu-
kekkinn minn. Ég fleygði mér þegar
endilöngum ofan á sængurfötin.
Eins og komið var fyrir mér var
ðg ekki fær um að leita að eldspýt-
um og kerti á náttborðinu. Það hefði
tekið mig tvo tíma að minnsta kosti.
Það hefði tekið mig jafn langan tíma
að hátta; og kannski hefði mér aldrei
tekizt það. Ég lét það eiga sig. Ég
fór bara úr stígvélunum, ég hneppti
UPP vestinu af því það var heldur
Pröngt, ég losaði um buxurnar, og
ég féll í djúpan svefn.
Ég hafði áreiðanlega sofið lengi.
Eg vaknaði með andfælum við það,
að karlmannsrödd sagði rétt hjá mér:
~~~ Sefurðu enn þá, litli letinginn
þinn? Veiztu, að klukkan er tíu?
Kvenmannsrödd svarði:
— Orðin tíu! Ég var svo eftir mig
eftir gærdaginn.
Furðu lóstinn spurði ég sjálían
mig hváð þetta samtal merkti.
Hvar var ég? Hvað hafði ég gert?
Sál mín var ennþá umvúíin
óimmri þoku.
Kai'lmannsröddin sagði:
•— Ég skal draga gluggatjöldin frá.
Og ég heyrði fótatak hans nálgast
mig. Ég spratt upp í ofboði. Þá var
hönd lögð á höfuð mér. Ég kippti til
höfðinu. Röddin spurði með þunga:
'— Hver er þar? Ég gætti þess að
sýára engu. Tvær krumlur gripu mig
heljartökum. Ég greip líka í eitthvað,
°g æðisgengin áflog byrjuðu. Við
llltum hvor um annan, veltum hús-
gögnum og rákum okkur óþyrmilega
í Veggina.
Kvenmaðurinn æpti í tryllingi:
— Hjálp, hjálp!
Þjónustufólkið kom hlaupandi, og
siðan hneykslaðar pjparkerlingar.
Gluggahlerunum var skotið opnum
°g tjöldin dregin frá. Ég hélt um
kverkarnar á Dumoulin ofursta!
Ég hafði sofið á næsta leiti við
rúm dóttur hans.
Þegar tekizt hafði að skilja okkur,
óljóp ég til herbergis míns, ringlað-
ui’ og skelfdur. Ég læsti dyrunum og
lagði fæturna upp á stól, því stíg-
vélin mín höfðu orðið eftir inni hjá
Ur>gfrúnni.
Allt lék á reiðiskjálfi í höllinni.
óurðum var skeilt, hvískur og hratt
■^étatak.
Að þálftíma liðnum var kvatt dyra
á herbergi mínu. Ég hrópaði: — Hvér
er það? Það var frændi minn, faðir
ungu stúlkunnar, sem gifti sig í gær.
Ég opnaði.
Hann var náfölur af bræoi. — Þú
hefur komið fram eins og bóndadurg-
ur hér á heimili mínu, skilurðu það?
Svo bætti hann við mildari: — Bölv-
aður kjáni ertu að láta koma þér á
óvart klukkan tíu á morgnana! Þú
leggst til svefns inni í herberginu í
stað þess að hypja þig strax . . .
strax á eftir.
Ég æpti: — En frændi minn góð-
ur, ég fullvissa þig um að það gerð-
ist ekkert . . . Ég var fullur og fór
dyravillt.
Hann yppti^ öxlum: — Vertu ekki
með kjánaskap.
Ég lyfti hendinni: — Ég sver við
drengskap minn.
Frændi sagði: Já, það er ágætt.
Það er skvlda þín. •
Nú varð ég reiður, og ég sagði
honum alla söguna. Hann glápti á
mig steinhissa og vissi ekki hverju
hann ætti að trúa.
Svo fór hann út til að rágðast við
ofurstann. Mér var sagt, að myndað-
ur hefði verið einskonar mæðradóm-
stóll, sem taka átti málið til meðferð-
ar.
Hann kom aftur eftir góða stund,
settist andspænis mér með dómara-
svip, og sagði:
-— Ég get ekki komið auga á ann-
að úrræði til að iosa þig úr þessari
klípu, en að þú giftist ungfrú
Dumoulin.
Ég hoppaði upp af stólnum í ör-
væntingu:
— Aldrei! Nei, aldrei meðan ég
ræð!
— Hvað ætlastu þá fyrir? »
Ég svarði blátt áfram:
— Hypja mig héðan undir eins og
ég hef fengið stígvélin mín.
Frændi minn sagði:
— Má ég biðja þig um að tala um
þettá í alvöru. Ofurstinn hefur heit-
ið því að skjóta þig undir eins og
hann kemst í færi. Og bú mátt reiða
sig á að það er ekki innantóm hót-
un. Ég minntist á einvígi, og hann
svaraði: — Nei, ég hef sagt þér að
ég skýt hann eins og hund. — Við
skulum athuga.málið rólega. Annað-
hvort hefurðu flekað barnið, og þá
stendurðu illa að vígi, drengur
minn, því maður leggst ekki með
kornungum stúlkum. Eða þú heíur
' 81
farið dyravillt í fylliríi, eins og þú
segir. Og þá stendurðu enn hallara
fæti. Sérhver karlmaður hlýtur að
forðast að gera sig að athlægi. Eitt
er víst: unga stúlkan hefur glatað
heiðri sínum, því skýringu þinni
verður aldrei trúað. Allt bitnar þetta
á henni. Hugsaðu um það.
Hann fór, og ég hrópaði á eftir
honum: — Segðu hvað sem þér þókn-
ast! Ég gifti mig ekki.
Ég hélt kyrru fyrir í herberginu
góða stund enn.
Svo kom frænska mín. Hún grét.
Hún gerði. allt til að fá mig á sitt
mál. Enginn myndi trúa því, að ég
hefði farið dyravillt. Stúlkunni yrði
álasað fyrir að læsa ekki herbergis-
dyrunum, þegar höllin var troðfull
af gestum. Ofurstin hafði barið hana.
Hún hafði grátið allan fyrri hluta
dagsins. Þetta var hræðilegt hneyksli,
sem aldrei yrði bætt fyrir.
Og frænka mín bætti við: — Þú
getur þó alltaf beðið hepnar; það
verður kannski hægt að finna ein-
hverja átyllu til að bjarga þér úr
klóm hennar, þegar byrjað verður
að ræða hjónabandsskilmálana.
Þeíta hughreysti mig. Og ég sam-
þykkti að biðja hennar bréflega.
Klukkustund síðar var ég á leiðinni
heim til Parísar.
Daginn eftir var mér tilkynnt, að
stúlkan hefði tekið mér.
Þrjár vikur liðu'án þess ég gæti
fundið mér nógu slóttuga átyllu til
að draga mig í hlé; það var lýst með
okkur, boðskort voru ' send til
væntanlegra brúðkaupsgesta, hjóna-
bandssamningurinn var undirskrifað-
ur, og mánudagsmorgun einn stóð ég
við hlið brúðurinnar í uppljómaðri
kirkju, og brúðurin grét, þegar ég
sagði prestinum að ég samþykkti að
ganga að eiga hana . . . þar til dauð-
inn aðtklldi okkur.
Ég haíði ekki séð hana síðan í
höllinni, og ég blimskakkaði til henn-
ar augunum með illviljaðri undrun.
Hún var.reyndar ekki ljót, nei, þvert
á móti. Ég hugsaði: — Hér sjáið þið
stúlku, sem ekki mun hlægja sig í
hel.
Hún virti mig ekki viðlits þar til
um kvöldið, og sagði ekki við mig
stakt orð.
Undir miðnættið fór ég inn í
brúðarherbergið í því skyni að gefa
henni til kynna vilja minn, því nú
var ég’ húsbóndinn á heimilinu.