Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Side 6

Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Side 6
82 ALÞÝÐUHELGIN Sannmæli nokkur fróðra manna Kvæði þetta er ort á 17. öld. Það er víða eignað síra Bjarna Gissurar- syni í Þingmúla, en þó mun það ekki fullkomlega öruggt. Jón Sigurðsson hefur raðað því með öðrum kvæðum Bjarna í kvæðasafni sínu, en hefur þó spurningarmerki við höfundar- nafnið. Kvæðið er hér prentað eftir áfskrift í JSig. 400, 4to. Móðurjarðar málin blíð margir náðu forðum tíð fróðir menn að fegra bezt og fundu þar til dæmin flest, í stuttmælum inni að binda efnið mest. r Því hef ég lagt í ijóðin smó, lesari góður, kom og sjá: háttu nokkra máls um mið, svo megir þú líka kannast við að vizkan þeirra veitt hafi oss hið vænsta lið. Sá er ekki helgur hver halurinn, sem til kirkju fer, líka er brigðul baugagátt, þó beri á höfði línið smátt, fundizt hafa í fögru skinni fiögðin þrátr. Gull, þó liggi í skarni, skín, skin er oft þá er regnið dvín, ^ ^ ‘ Ég fann hana sitjandi á stól, í sama kjólnum og hún hafði verið í um daginn, föla og rauðeygða. Hún stóð upp, þegar ég kom inn, og gekk til móts við mið, hátíðleg á svip. —- Herra minn, sagði hún, ég skal gera allt sem þér skipið mér. Ég skal fremja sjálfsmorð, éf þér óskið þess. Hún var gullfalleg í þessu hetju- hlutverki, ofurstadóttirin. Ég kyssti hana; ég hafði öðlast rétt til þess. Og brátt fann ég, að ég þurfti ekki að æðrast. Já, nú hef ég verið giftur í fimm ár. Og ennþá harma ég það ekki. Pétur Létoile þagnaði. Vinir hans hlógu. Einn þeirra sagði: — Hjóna- bandið er happdrætti; maður ætti aldrei að velja númerið sjálfur, þau, sem maður fær af tilviljun eru bezt. Og annar klykkti út: — Já, en þú mátt ekki gleyma því, að Bakkus valdi konuna handa Pétri. allur er ekki af gulli glans, sem g'engur og hlær í augu manns, angurtregi er undir hlátri erfingjans. Eru ei veikir allir dátt en þótt kunni að stynja hátt, ríflega magur rokkinn(?) bar rembilegur á herðarnar, en æran lítið einatt vó eða ekki par. Alger fæddur enginn sézt, allir hafa sinn lukkubrest, athugar margur ekki hvað átti fyrr en missti það, vandfenginn er vinur í nauð, hinn vfsi kvað. Tugirnir vinna tveir í pund, taldir verða á mótgangsstund, en sé fjörinu hætt við hel hundrað ganga í lóðið vel. Heimtist ekki í hendur gull úr hverri skel. Oft er gott það gamall kann, gagn er ekki að spotta hann, hygginn mælti: háð og spé hverjum manni kemur á kné, lofsæld margur langa hlaut fyrir lítið fé. Tíðum féll sá fangið bauð, fann ég lambið varð að sauð, hann er sæll, er sínu ann, sá má hefna, er renna kann, ungan læra en æ skal heiðra elli- mann. Bráður hugurinn barna sézt, brauð er þeirra gamanið mest, þann, sem aldrei sig forsá sannlega vitran halda má, vits er þörf þeim víða girnir veröld sjá. Fara þar eyrun allra bezt, sem áður voru á höfði fest, margfalt dagsins auga er, eyru mörg hafa kóngarnir, þar má vænta "úlfs, sem óður eyrun sér. Gjafirnar líta gjaldið á, gott er þeim, sem -ekki þág, ölmusa tæmir ekki sjóð, ekki forsmáist messan góð, ef þrír vita augljóst verður allri þjóð. All-vesæll er ekki mann en þó að veikin stríði á hann, sæll er margur af sínu fé, sumir af frænda maktinni, af sonum hinn og sannra dyggða söfnuði. Hverf er gríma hausti á, hollur er mönnum skaðinn þá, manni gaman maðurinn er, af máli verða kunnugir, gefðu, maður (guðsson mælti), gefast skal þér. Eldur og sólar sýnin góð sagði hin vitra landsins þjóð væri hin bezta í veraldarrann veitingin fyrir kvinnu og mann, heitastur þeim eldur er, sem á honum brann. Óvitinn að öllu hlær, illa um hrærðan steininn grær, aldrei frýs lúns feiga vök, • feitur uxi hefur nóga sök, held ég satt að hæg séu jafnan heimatök. Óframs sökin aftans beið, allur dagur að kvöldi leið, hyggnir kölluðu heimskum vit hug að festa á tómum lit, svo er fé, sem fáendur sér færa í nyt. Valtastan ég veit og finn vinanna allra mammoninn, eins og vindr og augnablik elskhuga sínum bruggar svik, finnst á milli frænda og vina fjörðr og vik. Laglega fara lítið má, lítið er betra en ekki að fá, lítill biti hins ljúfa manns, lítil er vizka heimskingjans, svín er eins þó sitji á grönum silfurkrans. Annars fiskinn enginn dró, enginn drekkur þurran sjó, öðrum hugað enginn hlaut, ef vel gerðir sérhver naut, aldrei langt frá eikar stofni, eplið hraut. Getuspök eru fíflin flest, fíflheimskum er þögnin bezt, flýtur upp þó fari í kaf, fyrr en sykki bólar af, einatt sker, að ekki lýgur almennt skraf. Enginn forðar feigum hal né færir í hel þann lifa skal, vondslega grær hið veila sár, verðr að lúta halurinn smár, sá ríki verðr að ráða meir, sem ritað stár.

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.