Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Qupperneq 2
110
ALÞÝÐUHELGIN
hann dósent og fimmtán árin hin
næstu prófessor í grískum bók-
menntum. Hann var virtur og elsk-
aður hvarveína, bæði í hinum litla
bæ og fyrir utan hann. Þegar hann
var skipaður prófessor, varð hann
um leið prestur í nokkrum sóknum
nálægt Lundi, eins og þá var títt
með prófessora í Svíaríki. Líkams-
fýsnir hans voru miklar 'af náttúr-
unni, andastefna hans heiðingleg.
Hann var manna fyndnastur í orð-
um og fyndnin gáfuleg, mjög hneigð-
ur fyrir sællífi og djörfungin mikil.
Hann giftist ungur, 23 ára að aldri.
Hann hafði í æsku fengið ást á konu
sinni og voru þau lofuð í þrjú ár, en
aldrei varð hann nein fyrirmynd
giftra manna. í Lundi var altalað,
að hann væri gagnkunnugur kven-
manni eipum göfugum, og þeir, sem
kunnugastir voru, töldu engan efa
vera á því, að ungmær ein væri dótt-
ir Tegnérs. Hún var eigi kölluð dótt-
ir hans, én svo var hún lík honum,
að allir undruðust stórum. Hún
fæddist 1821 og varð seinna vitstola
á sama aldri og Tegnér.
Frá því 1824 tók að bera á því, nð
Tegnér væri lifrarveikur. Ágerðist
sjúkdómur sá með aldrinum og hafði
ill áhrif á skap hans. Um sömu
mundir vaknaði hjá honum ótti fyr-
ir geðveiki og varð hann oft og
mörgum sinnum alveg utan við sig
af þeirri húgsun. ,Hann hafði átt
bróður, sem var eldri en hann og
hafði verið geðveikur frá æsku. Sú
hugsun tók nú að pína hann, að vit-
firring lægi í ættinni.
Við enda ársins 1823 losnaði svo
biskupsembættið í Vexiö. Sökum
fjárhags síns vildi Tegnér fá það
embætti. Þó að tekjur hans væru
miklar, var hann alltaf í peninga-
klípu. Kom það af því, að bústjórn
hans fór lítt í lagi, þar sem sú, er
stýrði, bar lítið skynbragð á slíkt. í
æviminningu Tegnérs, sem byggð er
á opinberum skýrslum, er svo skýrt
frá, sem biskupsembættið hafi kom-
ið eins og stjörnuhrap yfir Tegnér,
án þess að hann hafi verið sér nokk-
uð úti um að fá það, eða jafnvel
látið nokkra ósk í ljós í þá átt. Þetta
var engan veginn þannig. Bréf þau,
rem Tegnér ritaði Kullberg ráðgjafa
(Slots-sekretær), og enn eru til á
i íkisbókasafninu í Stokkhólmi, sýna
]>að, að hann lét sig miklu varða að
fá embættið. Það er auðsjáanlega
með vilja gert, a(J ganga framhjá
þeim, er rit Tegnérs voru gefin út.
þau er hann lét eftir sig, er hann dó.
í bréfum þessum segir hann jafnvel,
að hann skoði það sem illgirnis-
áreitni við sig, ef honum verði eigi
veitt embættið. Það er reyndar öld-
ungis víst, að hann sjálfur beitti
engu því til þess að fá erhbættið, sem
eigi sómdi göfuglyndum manni, en
hitt er víst, að fylgifiskar hans og
vinir, þeir er ákafastir voru, létu sér
eigi slíkt í augum vaxa. Má þar
fremstan telja Heurlin, er þá vr.r
lektor, en síðar varð biskup í Vexiö.
Hann vann ötullega að því, að fá
prestana í Smálöndum á sitt mál;
hann reit þúsund bréf um þetta mál,
til þess að fá þá til að sleppa Lind-
fors prófessor, er þeir héldu fram,
en taka Tegnér. Tala bréfanna get
ég vel ímyndað mér að sé nokkuð
ýkt, en sjálfur hefur hann sagt þetta
manni þeim, er aftur sagði mér. Svo
var hann ákafur, að Tegnér varð í
bréfi (19. des. 1823) að skora á hann
að láta eigi kappið koma sér til að
gleyma „lífsreglum þeim, er hver
göfuglyndur maður telur sér skylt að
hlýða“. En þegar loksins var búið að
kjósa Tegnér, var hann ákaflega
hgsjúkur um hríð. Það var í mæli,
að kært mundi verða, hve mönnum
var þröngvað til þess að kjósa
Tegnér til biskups og að öll undic-
ferlin mundu gerð opinská. Og þeg-
ar svo ekkert varð úr þessu, hafði
Tegnér samt enga ró á sér, því hann
hélt, að Rósenblað mundi í rík'.sráð-
inu færa slíkar sannanir fyrir því,
er gerzt hafði, að biskupskosningin
yrði dæmd ómerk. En tíminn sýndi,
að einnig þessi hræðsla hans fyrir
því, að verða sér opinberlega til
minnkunar, var á engum rökum
byggð. En skáldinu varð þungt í
lund af öllu þessu og þótti sem sér
yxi minnkun af. Og þar við bættist
reiði og beiskja í skapi. Á fyrstu
skoðunarferð sinni sumarið 1824
hafði hann vikið tveim prestum úr
embætti, er honum þótti rækja illa
skyldur sínar, en eftir það óx mjög
óánægja með hann í biskupsdæmi
hans og dómkapítúlið (andlegu stétt-
ar dómstóllinn) tók hvenær sem færi
gafst allt aðrar ákvarðanir en þær,
sem Tegnér vildi eða hafði stungið
upp á. Og við’allt þetta bættist það.
að Tegnér var biskup, en unni þó
rannsóknum skynseminnar í t.rúar-
efnum.
Þetta ár hið sama varð Tegnér
fyrir blekkingu þctrri í ástarefnum,
sem fékk honum mikils trega. Hann
hafði langa hríð unnað sænskri hefð-
arkonu, göfugri og gáfaðri, nafn
hennar er oft nefnt í ritum hans.
Hann var tíður gestur í höll hennar
og þau skiptust oft bréfum á. En
1824 hættu þau allt í einu að hittast
og skrifast á. Tegnér skipti sér ekk-
ert af henni framar, nema sendi
henni Friðþjófssögu, þegar hún kom
út. En í ávarpinu til hennar, sem var
framan á bókinni, lá svo bitur ásök-
un, að hún skar blaðið úr bókinní.
Svo lítur út, sem Tegnér hafi kom-
izt að því, að kona þessi, sem hann
taldi flestum fremri og unni hug-
ástum, hafi lagt ást við marn einn,
ómenntaðan og ósiðugan.
Þetta allt saman gerði Tegnér á-
kaflega taugasjúkan. Hann varð
uppstökkuf og mislyndur, svo hann
fékk með naumindum stýrt skapi
Sænska skáldið Esias Tegnér var fæddur í Vermalandi 1782, og var
bví fjórum árum eldri en Bjarni Thorarensen. Hann andaðist 184G, fimm
árum eftir lát Bjarna. Þessi samtíðarmaður höfundar Sigrúnarljóðs, er
eigi aðeins •talinn mesta skáld sinnar kynslóðar í föðurlandi sínu, heldur
einn hinn stórbrotnasti andi, sem Svíar hafa nokkrú sinni átt. Hér á landi
er hann kunnastur af Friðþjófssögu, er Matthías Jocliumsson þýddi. —
Matthías þýddi einnig „Ferminguna,“ eitt liinna frægari kvæða Tegnérs,
og Stoingrímur sneri á.íslenzku söguljóðinu „Axel“. — Nokkur smáljóð
Tegnérs hafa einnig verið þýdd á íslenzka tungu.
í tilefni aldarafmælis Tegnérs, 13. nóv. 1882, ritaði GEORG BRANDES
grein, sem birtist í „Morgunblaðinu“ danska daginn fyrir afmælið. GEST-
UR PÁI.SSON skáld, einn hinna íslenzku lærisveina Brandesar, hafði þá
nýlega stofnað í Reykjavík blaðið „Suðra“, og birti þar ýmsar greinar um
bókmenntir. Meðal annars þýddi hann grein Brandesar um Tegnér, og kom
hún í Suðra 20. jan. og 17. febr. 1883. Suðri er nú í fárra manna höndum,
en þeir menn standa að greininni, að ekki þarf að biðja afsökunar á því,
þótt þýðing Gests sé nú birt í annað sinn, eftir 62 ár. Fer liún hér á eftir.