Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Side 6

Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Side 6
114 ALÞÝÐUHELGIN Gisli Konráðsson: Guðrún yfirsefukona á Sfeinsstöðum 1 Einn hinna mörgu sagnaþátta Gísla Konráðssonar fjallar um for- eldra Sveins læknis Pálssonar, Guð- rúnu Jónsdóttur yfirsetukonu og Pál silfursmið Sveinsson á Steinsstöðum í Tungusveit. Þótt þáttur þessi sé, eins og flestir sagnaþættir Gísla, nokkuð laus í reipunum, er hann at- hyglisverður fyrir það, að hann lýs- ir foreldrum einhvers mesta af- burðamanns í hópi íslenzkra vís- indamanna fyrr og síðar. Mun ýms- um þykja ekki ófróðlegt, að lesa frá- sagnir þær, sem hér fara á eftir um móður Sveins Pálssonar, enda leyn- ir það sér ekki, að hún hefur verið hin mesta merkiskona. GETIÐ ÆTTAR GUÐRÚNAR. Eggert, son Jóns Eggertssonar og Sigríðar stórráðu, bjó að Ökrurn í Blönduhlíð. Var hann mikilhæfur maður, hé!t Reynistaðarklaustur um hríð og lögréttumaður var hann. Hann skorti vetur á fimmtugt, er hann lézt. Þeir voru synir hans Eirík- ur, faðir Eggerts prests að Glaumbæ, er áður var djákn að Munkaþverá, og Jón Eggertsson. Báðir urðu þeir Eiríkur og Jón lögrétturnenn. Jón var skáld iiðugt. Hann átti Ingi- björgu Skaftadóttur, lögréttumanns á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð, Jós- efssonar. Var Ingibjörg systir þeirra Þorleifs stiftsprófasts og Magnúsar bónda Skaftasonar á Víðimýri. Kona Eggerts á Ökrum, móðir þeirr Jóns Pabbi sagði: „Já, það cr auðvitað að þær eru æfareiðar af því við höf- um lokað hreiðrunum' þeirra. Við neyðumst víst til að hreinsa alit húsið!“ Og svo var mamrna í heila viku og flytja til húsgögnin. Bráðum ætla ég að stinga hann aftur. Ég skal Játa þig vita áður, og þá geturðu komið og horft á. Það er voða gaman að sjá hvernig Jói litli verður í framan. Og kannski — en þú verður að lofa að segja það eng- um — kannski spretti ég einhvern tíma upp maganum á honum neðan frá og upp úr til að vita hvað hann hefur innan í sér. og Eiríks Eggertssonar, var Ragn- hildur, dóttir Eiríks prests í Höfða norður, Ólafssonar prófasts í Grímstungum. Eiríkur Eggertsson átti fyrr Ragnhildi Þorbergsdóttur, bónda á Kúskerpi í Blönduhlíð. Voru þeirra börn Eggert djákn og prestur síðar, er fyrr var nefndur, og Ragn- hildur, er átti Björn Guðmundsson. Þeirra dóttir Ásta, átti fyrr Guðna Styrbjörnsson, síðan átti Ástu Bjarni blóðtökumaður á Hafgríms- stöðum. Þeirra börn Einar og Ragn- hildur, er Ragnhildarmál reis af. Síðari kona Eiríks var Arnfríður, dóttir Guðmundar lögréttumanns á Silfrastöðum. Björnssonar. Þeirra son, Hinrik á Reykjum, átti Ragn- hildi, systur Ara læknis á Flugu- mýri. Þeirra börn: Eggert og Ragn- hildur. En launson Arnfríðar með Jóni Jónssyni var Eyjólfur á Þor- leifsstöðum, er átti Randalín, laun- dóttur Eiríks Eggei'tssonar. Þeirra dætur Hólmfríður, er átti fyrr Gott- skálk Blander á Miðgrund og síðan Jón Illugason frá Brekkukoti við Akra, barnlaus með báðum. og Arn- fríður Eyjólfsdóttir, er átti Jóhann- es hreppstjóra, kallaðan Jónsson, frá Víðimýri, fósturson Eggerts prests í Glaumbæ, og var fyrri kona hans. En móðir Randalínar Eiríksdóttur var Guðlaug Þorbergsdóttir, Bessa- sonar frá írafelli í Tungusveit. Ingi- björg Skaftadóttir, kona Jóns Egg- ertssonar, hafði fyrr átt Ólaf lög- réttumann í Héraðsdal, Þorláksson prcsts frá Miklabæ í Blönduhlíð. Voru þeirra börn Jósef prestur í Árskógi, Gunnlaugur lögréttumað- ur í Sölvanesi og Steinunn, kona Jóns prests Sveinssonar í Goðdölum. FRÁ JÓNI EGGERTSSYNI. Jón Eggertsson og Ingibjörg kona hans bjuggu fyrst að Steinsstöðum í Tungusveit og síðan lengi að Hér- aðsdal. Jón var reiðmaður mikill og afar kær að góðum hestum. Hann átti cinn þann hest, er Eitili hét. Um hann kvað hann svo: Allvel finnur Eitil stað undir svörtum Jóni, á hádegi fór ég heiman að, í Hofsós kom eg á nóni. En það er meira en þingmannaleið frá Héraðsdal að Steinsstöðum. Það var um sumarið, að hollenzka duggu rak upp á Borgarsandi. Þar komust menn af. Þá hafði Skagafjarðarsýslu Skúli Magnússon, er síðar varð fó- geti. Brá hann skjótt við og reið frá Ökrum, þar hann bjó, og reið út á sandinn og bauð upp allt féð, og var kallað væri af yfirvarpi, því menn voru þá slíku óvanir. Gerði Skúli þann reikning fyrir, er honum sýnd- ist, og vita menn ei, hver orðið hef- ir, en allt var það kallað konungsfé og upptækt, er þeir menn höfðu, og þeir ófrjálsir sjálfir. Lét Skúli sýslu- maður Jón Eggertsson frá Héraðs- dal sækja sök á hendur þeim um ó- frjálsa kaupverzlun og var þar fátt til andsvara. Var þeim síðan dæmd refsing, en hann gaf þeim hana upp um síðir, en hann tók féð. Er þess getið, að þeir voru í haldi með hon- um á Ökrum, og lét Skúli byggja bæinn mjög af þeim viði, er hann fékk á skipinu, ogéiafa lengi síðan sézt merki þess á bæjarhúsunum á Ökrum. En Jón bróðir hans bjargaði þeim sem hann mátti, og komust þeir flestir af landi. Þótti mörgum allharðfengilega við þá farið, og hefur það sagt verið eftir Jóni Egg- ertssyni, að eitt mundi það versta verk sitt að lögsækja þá að skipan Skúla. Það var og þessi misseri, að Skúli gerði þá réttarskipun, cr var um hestagöngu, með margra manna samþykki. Tjaldaði hann til þess búð að fornum sið á Vallalaugarþingstað hinum forna, austan Ytra-Vallholts í Hólmi, þar verið hafði þriggja hreppa þing eður leiðarþing Skag- firðiiiga, því lcngi hafði þótt þurfa skipan á því að gera í Skagafirði, er menn höfðu haft þar ærinn grúa hrossa, svo lönd öll upp bitust frá öðrum peningi. Þar með tóku menn ærinn fjölda hrossa á hagagöngu. fram í firði af útsvcitum og stund- um vestan úr Svartárdal. Var nú ákveðið, að mest skyldu mega vera 12 hross ung og gömul á hundraðs leigulandi, og lagt ríkt við, ef ei var rekið á afrétt eða of mikið sett á landið. Vóru í samþykkt þeirri Jón Vigfússon á Reynistað, þeir bræður, Jón Eggertsson í Héraðsdal og Ei- ríkur á Þorleifsstöðum, Magnús 1

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.