Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN
115
Skaftason, Marteinn Arnoddsson
prentari og aðrir. En allslælega hef-
ur síðan fylgt verið skipan þessari
eða hrossadómi, sem kallaður hefur
verið í Skagafirði.
SAGNIR UM GUÐRÚNU í ÆSKU.
Guðrún hét dóttir þeirra Jóns
Eggertssonar og Ingibjargar Skafta-
dóttur. Var hún allsnemma . hin
gervilegasta mær og afar vel viti
borin. En þá var hún 6 eða 7 vetra,
er mælt var, að álfar vildi heilla
hana, er kallað var, og er til þess
sögn sú, að kerling sú, er Ólöf hét,
var að vist í Litladal, námunda Hér-
aðsdal, er mjög unni Guðrúnu og
gaf henni oft barnagull. Það var eitt
sinn, að Guðrúnu sýndist Ólöf koma
frá Litladal og ganga heim að Hér-
aðsdal með gylltan skjöld nokkurn í
hendi og sýndist mærinni glampa
frá. Ætlaði hún, að Ólöf mundi vilja
gefa sér skjöldinn og gekk á móti
henni, en þá fór hún undan, en eigi
skjótara en svo, að mærin sá jafnan
til skjaldarins og glampa af honum,
og allt elti hún konuna inn fyrir neð-
an Litladalstún. Tók mærin þá að
kalla á Ólöfu og biðja hana að bíða
sín. Þá vildi það til, að Ólöf kom út
í Litladal og sá til ferðar mærinnar,
kallaði á hana og gekk á leið til
hennar og spyr, hvert hún ætlaði.
Mærin svaraði með ekka og kvaðst
hafa elt Ólöfu sína. Þóttist Ólöf vita,
hversu við vissi, huggaði hana og
tók með sér.
Það hafa þeir menn sagt, er kunn-
ugastir voru Guðrúnu, að oft sæi
hún í gegn um veggi, holt og hæðir.
Og það sagði hún sjálf, að þá hún
mjaltaði kýr um vetur einn í Hér-
aðsdal og setti frá sér fyrr fötuna
en sú, er með henni mjólkaði, sæi
hún huldubörn tvö koma að fötunni
með sinn spóninn hvort og löptu úr
henni sína sex spæni hvort þeirra.
Var það síðan um mánaðartíma, að
Guðrún flýtti sér að mjólka og setja
frá sér fötuna, að lofa börnunum að
taka spæni þessa, er þau tóku aldrei
f’eir en sex. Guðrún sá börnin jafn-
an, en hin mjaltakonan aldrei. —
Oft var það, að Guðrún sá álfa, cg
var bað eitt sinn, er hún bar ask
inn bæjar- eða baðstofugöng, en
sami veggur var undir þeim og húsi
því, er litla baðstofa var kallað og
í henni tvö eða þrjú rúm. Sýndist
Guðrúnu þá op í gegnum vegginn,
svo gerla sá hún rúmin í henni,
furðaði hana það og greip svuntu
sína frá sér og varpaði yfir á rúm-
ið. Vildi hún vita með því hvort svo
væri sem henni sýndist, og reyndist
það, bæði að sögn'hennar og annara,
er þá voru í Héraðsdal, að svuntan
lá á rúminu þar sem hún fleygði
henni á það.
GUÐRÚN ER HEITIN PÁLI
SILFURSMIÐ.
Nú var Guðrún gjafvaxta heima í
Héraðsdal með foreldrum sínum og
þótti einn hinn bezti kvenkostur fyr.
ir allra hluta sakir, og mjög voru þau
Jón og Ingibjörg vönd um ráðahag
dóttur sinnar. Páll hét ungur mað-
ur, son Sveins prests Pálssonar í Goð-
dölum, silfursmiður og skrifari góð-
ur. Hann bað Guðrúnar. Er mælt,
að hún væri treg á að taka honum og
þætti hann ófríður, mátti þó kalla
hann sómagóðan, en heldur munnó-
fríðan sem fleiri frændur hans
höfðu verið. Þó varð það fyrir tillög-
ur foreldra hennar, að hún var heit-
in honum. En fyrir því, að Pétur
sýslumaður Þorsteinsson í Múla-
þingi hafði falað silfursmið austur til
sín, þá varð það, að Páll réðst austur
að Krossavík og varð þar smiður fáa
vetur.
GUÐRÚN Á BARN f FÖÐUR-
GARÐI
Það varð nú, er Guðrún var heima
í Héraðsdal með foreldrum sínum,
eftir það hún var heitin Páli, að
hún varð þunguð eftir lítilsnáttar
mann, þann er sagt er Illugi héti, og
fyrir því hún vissi ærna reiði for-
eldra sinna við liggja, vildi hún dvlja
það sem lengst. Var það nú um sum-
arið, að hún fór til gra-a suður á
heiði með öðru grasafólki, og lágu
þar, er Galtárdrög heita. Var hún þá
að falli komin. Maður hét Þorfinn-
ur Jónsson, er upp hafði alizt með
Jóni í Héraðsdal og konu hans.
Var hann og í frændsemi við
Jón, en var nú laus og hafði róið
'uður um veturinn. Kom hann nú
með öðrum lestamönnum sunnan, og
lt;gðust þeir undir Sauðafelli á
Lúluheiði. Sagði Þorfinnur svo síð-
an, að mjög fýsti sig til að ríða heim
r_o~ður undan lestinni og varð það.
Hafð hann tvo hesta góða. En er
hann kom í Galtarárdrög sá hann
þar tjald grasafólks, fór af baki og
lyfti upp tjaldskörinni og sá að Guð-
rún frá Héraðsdal sat þar ein upni,
allföl álitum, en allir aðrir sváfu.
Þorfinnur mælti: ,,Nú lízt mér ekki
á þig, Gunna mín!“ Hún mælti:
„Þegiðu, Þorfinnur11, tók víravirkis-
knappa af hálsi sér og rétti að hon-
um; vissi hún, að hann liafði viljað
kaupa þá af henni áður og þá ei
verið falir, og bað hann nú að duga
sér og koma sér eitthvað til byggða.
Söðlaði Þorfinnur þá annan hest sinn
reiðtýgjum hennar og tók hana með
sér, þó ærinn vandi þætti honum á
vera, ef til yrði hún á leiðinni, því
það þóttist hann vita, að jóðsótt
mundi hún tekið hafa; hugðist að
fara skemmstu leið og fór með hana
Litlasand og Gilhagadal og allt kom-
ust þau ofan að Sölvanesi. Bjó þar
Gunnlaugur lögréttumaður, hálf-
bróðir hennar. Þorði hún ei heldur
heim að fara, þó kostur hefði þá á
verið. En þegar ól hún barnið, er
hún kom að Sölvanesi, en ei varð það
langlíft. Gekk Gunnlaugur þá á
milli hennar og foreldra hennar, og
það sagði hún sjálf, að miklu þyngra
tæki hann á broti þessu en móðir
sín, svo það var lengi, að hann vildi
hana ekki augum líta, og eigi var
hún allskamma hríð í Sölvanesi.
Sagt er, að Guðrún kvæði þá marg-
ar bölstökur, þó vér vitum eigi að
greina, því vel var hún skáldmælt,
og er þetta ein:
Ber eg tíðum bleika kinn,
bundin ekka sárum,
?or.garb:kar sýp eg minn
samblandaðan tárum.
Þó kom °vo að faðir hennar fékk
benni fé nokkimt til b”s. og fór hún
bá að b--a á Stein=st"ðum. Erfði hún
bá íö-ð <n'ðar. en iafnan saknaði hún
Hé"a5,;-da1s, þar hún var alin, sem
bún kvað:
Þó blási nú á bleika kinn
bl"minn rauna svalur,
bo~f:r til þín hugu^ minn
Hé-a'Ts- fagri dalur.
”n vannig batt Guðrún e'tt sinn
nafn sitt:
Nema bú viliir nistils Eir
"aróið hafa inn bundið:
Einu cinni og ekki meir
er á stein; fundið.
það og oft, að hún kastaði vís-
um ram' var hún og kona glaðlynd
af eðli og ör af fé.
(Frh.)