Hádegisblaðið - 13.09.1940, Blaðsíða 2

Hádegisblaðið - 13.09.1940, Blaðsíða 2
2 HÁDEGISBLAÐIÐ TmgliO stöð kyrrt i llmanir geltn... leðan Nóftin sem leiðs Pað var kalt í nótt, og kop- argrænir skýjablólstrar þutu þrotlaust fram hjá tunglinu, sem stóð kyrt yfir miðri Tjörninni! Sveljandi og gluggaskellir á bimni og jörðu. í haustnæturros- um ætti Reykjavik áð loka glugg- um sínum, en láta pá ekki gelta afhespaða alla nóttina og opna pá heldur pá sjaldan sólin skín. I gærkvöldi, sem endranær, voru gleðikrár borgarinnar prengri til veggj.a og lægri und- ir Iioft en pað, að þær gæturúm- að alla, sem pangað leita stund- argleði í pessari afdrepalausu, vandræða veröld. Fyrir dyrum á Hótel Borg síendur Jóhannes vert, skimar til lofts, pótt hann dveiji kanske í huganum við ó- þjálan lax norður í Miðfjarðará. Annars sér maður sjaldan Reyk- víkinga líta til himinis á kvöld- in. Þeir halda sér fast í jörð- ina, sem ganga út á götunni. Inn i Borgarsölum gan'ga kjól- klæddir pjónar um beina af gömluni vana, og veita fólki, sem hér eyðir tíma og fé af gömlum vana. Og hvert borð er pétt- setið. Petta veglegasta veitinga- hús Islendinga er orðið að liðs- foringjakrá. Óbreyttum hermönn- um er óheimill aðgangur, en op- ið Islendingum — ef rúm ‘leyfir. Væri ekki vegur að reka eitt veitingahús í Reykjavík fyrir ís- lendinga eina, par sem setuliðs- mönnurn væri ekki leyfður að- gangur. Slík ráðstöfun pyrfti ekki að vera gerð af mótpróa eða móðgun við neinn. Klukkan er hálftólf. Krárnar skella í lás og hver hverfur til síns heima, — eða ekki. Framan við Hressingarskálann hefir ung og gjörfuleg Reykjavíkurstúlka, pessa árs útgáfa, tekið sér stöðu. Hún stendur upp við húsvegginn, með uppbrettan kápukragann og tví- hendir regnhlíf í þessum rosa- belgingi,- tunglskini og skýjafari. Hún horfir til beggja handa, leiftur snöggt og áfregjulega, eins og hún hafi orðið fyrir von- brigðum af einhverjum, sem lætur hana bíða eftir sér. Og parna kemur hún auga á hann, pað er svartkollóttur Skoti, með axl- aða byssu, örlítið reikull í spori. Hann tekur hana undir- arminn og pau leiðast sína leið inn í nóttina. Þetta er með gjörfuleg- Ustu ungu stúlkum í bænum, og til skamms tínra var hún engin vændiskona. Meðal annarra orða: Eigum við ekki að gefa Bret- unum pessar 300 stúlkur, sem þeir eíga erfitt með að vera án og þær geta ekki veriö án peirra, gefa þeim pær með húð og hári pannig að við berunr enga borg- aralega ábyrgð á þeim lengur (og að peir fari með pær úr landi að stríöinu loknu. Ennfrem- ur að beir einkennisklæði pær, svo að pær verði ekki öðru ís- lenzku kvenfólki til vansa. * * Við göngum út að Gróttu. Þar eru mikil vígi og vígbúnaöur og gínandi fallbyssukjaftar horfa par til hafs og hýnins. Ýmsu er nú Gróttan vön, en engu slíku. Og í nótt gnauðaði hvítt brim- kögrið við skreipt fjörugrjótið; pað var eittbvert tómlæti í þessu öldugjálfri, eins og hafið léti sér fátt um finnast andspænis undir- búningi mannanna til að drepa hverjir aðra, ef til kæmi! Vest- an Lambastaðatúnið kemur ung istúlka í punnri kápu og á hæla- háum skóm. Hún er berhöfðuð. Og ofan á annað andstreymi 9ÁDEGISBLA9ID RITSTJÓRI: SIGURÐUR BENEÐIKTSSON. Ritst j órnarskr if stof ur: Austurstræti 12, II. hæð. Opnar klukkan 1—6 e. h. Afgreiðsla Alþýðuprentsmiðjan h.f., sími 4905. Kemur út kl. 11 árdegis. Verð 10 aurar eintakið. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN HF. pessa farfugls, bætist svo pað, aÖ hún dettur i skurðinn. Hér var enginn islenzkur lagavörð- ur né brezkur rauðhöfði með skammbyssu til að sjá að þessi litla stúlka kæmi að vestan og var undir áhrifum, — og sjálf- sagt mætti segja, að pað hafi engum komið við. * Klukkan er tvö. Mórauður hund ur trítlar eftir Hafnarstræti og geltir. Svo sest hann á Pósthús- hornið og spangólar. Sá er nú ekki smeykur við lögreglusam- pykktina! Vafalaust kominn langt ofan úr sveit og ókurgiur siðum og venjum pessarar nýju heims- borgar. Pað er gaman að sjá hvemig niður götunnar deyr út, jafnvel á „pessum óvenjulegu tímum“. En reköld götunnar víkja pó aldrei af verði sinum. Hér í Reykjavik eru pess dæmi, aðfólk dagar bókstaflega upp á götun- um, sumir við fordyri gæfunn- ar, sem þeir gátu þó ekki fund- ið. Slíkar manntegundir eru sí- fellt að ganga fyrir götuhorn allt sitt líf. Pessi dagur kom að austan eins og aðrír dagar. Og fyrstu hræringar hans fara að sjást. Níður Skóiavörðustíg brunar verkamaður á reiðhjóli. Hann er á leið til vinnu sinnar. En upp Laugaveginn gengur stúlka með handklæði undir hendinni. Hún fer að fara í sundlaugarnar til að styrkja og hressa líkama sinn og sál undir próf dagsins. S. B.

x

Hádegisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hádegisblaðið
https://timarit.is/publication/1054

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.