Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.08.2000, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.08.2000, Blaðsíða 2
2000454 Vöruskiptin við útlönd janúar–júlí 2000 External trade January–July 2000 1999 Janúar– júlí 2000 Janúar– júlí Breyting frá fyrra ári á % Change on previous year % Á gengi ársins 20001 At average exchange rates1 January–May 2000 Millj. kr. Million ISK 1 Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris mánuðina janúar–júlí 2000 3,8% lægra en sömu mánuði fyrra árs. Based on trade weighted index of average foreign currency prices in terms of ISK; change on previous year -3.8%. 1999 Júlí 2000 Júlí Útflutningur alls fob 12.183 11.951 81.706 82.993 1,6 Exports fob, total Innflutningur alls fob 14.211 15.334 94.034 104.883 11,5 Imports fob, total Vöruskiptajöfnuður -2.028 -3.383 -12.329 -21.890 · Balance of trade Vöruskiptin við útlönd janúar–júlí 2000 External trade January–July 2000 Vöruskiptajöfnuður Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 12,0 milljarða króna og inn fyrir 15,3 milljarða króna fob. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um tæpa 3,4 milljarða en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 2,0 milljarð á föstu gengi1. Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 83,0 milljarða króna en inn fyrir 104,9 milljarða króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 21,9 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 12,3 milljarða á föstu gengi¹. Fyrstu sjö mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn því 9,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma í fyrra. Útflutningur Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 1,3 milljörðum eða 2% meira á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar af útflutningi iðnaðarvöru, aðallega áli, en á móti kemur að á síðasta ári var seld úr landi farþegaþota en engin sambærileg sala hefur átt sér stað það sem af er þessu ári. Sjávarafurðir voru 67% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2% minna en á sama tíma árið áður. Innflutningur Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 10,8 milljörðum eða 12% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Rösklega þriðjungur þessarar aukningar stafar af verðhækkun á eldsneyti. Að öðru leyti má aðallega rekja vöxtinn til aukins innflutnings á hrávörum og rekstrarvörum, flutningatækjum og neysluvörum.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.