Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1999, Blaðsíða 59

Hagtíðindi - 01.01.1999, Blaðsíða 59
1999 53 og útreikningur hennar og birting byggðist einvörðungu á ákvörðunum kauplagsnefndar þar að lútandi. Þessi vísitala húsnæðiskostnaðar hafði þann ágalla að í upphafi hafði verið ákveðið að öll árleg hækkun fjármagns- kostnaðar og fasteignagjalda skyldi ganga inn í hana einu sinni á ári, í mars. Þessir tveir Iiðir námu um 80% af heildarútgjöldum vísitölugrunnsins og því þýddi þetta í reynd að um 80% af árshækkun vísitölunnar kom fram í einu lagi í marsvísitölu. Þessi annmarki var ekki talinn koma mikið að sök meðan verðbólga var tiltölulega lítil á mæli- kvarðaþeirratíma.Hannfórhinsvegaraðverðatilfinnanlegur með vaxandi verðbólgu á áttunda áratugnum og um þverbak þótti keyra í þeirri miklu verðbólguöldu sem reis árið 1983. Þá hækkaði vísitala húsnæðiskostnaðar um 51% en hafði næstliðna þrjá ársfjórðunga hækkað um 14% í heild, 4,5% að meðaltali hvem ársfjórðung. Þessi mismikla hækkun á húsaleigu, sem þetta olli eftirþví hvenærhúsaleigusamningur hafði verið gerður, varö þess valdandi að talið var nauðsynlegt að lögfesta ákvæði um hámarkshækkun húsaleigu 1. maí 1983 sem komu í stað sjálfvirkrar hækkunar í samræmi við breytingu vísitölu húsnæðiskostnaðar í marsbyrjun. Enn fremur var talið einsýnt að vísitala húsnæðiskostnaðar frá 1968 „væri orðin ónothæf sem mælikvarði til ákvörðunar verðbóta á húsaleigu“ (Alþt. 1983-84, bls. 2870). Því væri rétt annars vegar að hætta útreikningi hennar og hins vegar að koma á fót „nýju kerfi“ til að gegna þessu hlutverki, þ.e. til verðtryggingar húsaleigu. Var talið „eðlilegt að húsaleiga skv. leigusamningum, er lögin tækju til, skyldi fylgjahlutfalls- legum breytingum meðallauna á næstliðnum þremur mánuðum og [breytast] eins og verið hafði ársfjórðungslega frá byrjun mánaðanna júlí, október, janúar og apríl." Akvæði bráðabirgðalaganna, nr. 48/1983, vom í megin- atriðum fems konar: 1.1 I. gr. voru ákvæði um hámarkshækkun húsaleigu þegar samið hafði verið um að leigan fylgdi vísitölu húsnæðis- kostnaðar. Hámarkshækkunin varmismikil eftirþví hvenær samningur hafði verið gerður. í samningum, sem gerðir höfðu verið fyrir 1. apríl 1982 og höfðu að geyma ákvæði um að leigan skyldi fy lgja vísitölu húsnæðiskostnaðar, var kveðið á um að leigan skyldi hækka 1. apríl eins og vísitalan hafði hækkað í mars, þ.e. um 51,04%. 2. Kveðið var á um hækkun húsaleigu fyrir atvinnuhúsnæði 1. apríl 1983 (1. málsl. 3. gr.). 3. Kveðið var á um að frá 3. ársfjórðungi 1983 skyldi húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði, sem fylgt hafði vísitölu húsnæðiskostnaðar, fylgja breytingum meðallauna, skv. tilkynningu Hagstofu íslands, á næstliðnum þremur mánuðum og breytast ársfjórðungslega frá byrjun mánað- anna júlí, október, janúar og apríl (2. gr.). Sams konar regla var einnig sett um leigu fyrir atvinnuhúsnæði (2. málsl.3.gr.). SkyldutilkynningarHagstofunnarum„verð- bótahækkun húsaleigu“ koma í stað vísitölu húsnæðis- kostnaðar enda skyldi hún ekki reiknuð framvegis. 4. Auk þessa var kveðið á um (2. mgr. 2. gr.) að frjálst væri að ákveða í leigusamningum um íbúðarhúsnæði að leiga skyldi fylgja breytingu meðallauna skv. tilkynningu Hagstofunnar. Bráðabirgðalögin, nr. 48/1983, voru staðfest óbreytt með samhljóða samþykkt Alþingis og gefin út sem lög nr. 62/ 1984. Setning bráðabirgðalaganna fól í sér viðbrögð við þeirri miklu verðbólguöldu sem reis vorið 1983. Lagasetningin stuðlaði augljóslega að því að bægja frá bráðum vanda við ákaflega óstöðugt verðfar á þessum tíma. Jafnframt hafa þau ákvæði laganna, sem lutu að tengingu leigu við laun, vafalaust eytt óvissu um breytingar leigu og skapað festu um leigu íbúðarhúsnæðis og gerð leigusamninga. Lög þessi eiga hins vegar ekki við lengur. Annars vegar voru ákvæði þeirra um hámarkshækkun húsaleigu tímabundin, bæði hvað snertir hámarkshækkun húsaleigu og þá tilhögun sem leysti af hólmi tengingu leigu við vísitölu húsnæðiskostnaðar sem var reiknuð síðast í mars 1983. Hins vegar verður að telja að lögin hafi fyrir löngu lokið því hlutverki sínu að verja leigjendur gegn misgengi verðlags og launa og skapa festu um húsaleigu og leigusamninga. Lögin nr. 62/1984 hafa síðustu missirin komið til umræðu ávettvangiráðgjafarnefhdar(áðurkauplagsnefhd)semstarfar á vegum Hagstofu Islands skv. lögum um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995. Hafa fulltrúar Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands í nefndinni verið sammála um að þessi tilhögun verðtryggingar sé verðbólguhvetjandi. I sameiginlegu bréfi ASI og VSI til félagsmálaráðherra 27. apríl 1998 eru færð rök fyrir þessu sjónanniði. Jafnframt er bent á að vísitölubindingu húsaleigu megi rekja til verðbólgu- þjóðfélags sem tilheyri liðinni tíð. Þessari vísitölubindingu sé nú haldið við á tvennan hátt, annars vegar með lögum nr. 62/1984 og hins vegar með eyðublaði því fyrir húsaleigu- samninga sem Húsnæðisstofnun ríkisins gefur út í samræmi við húsaleigulög, nr. 36/1994. Samtökin beinaþvítil ráðherra að hann beiti sér fyrir því að lögin nr. 62/1984 verði felld úr gildi og eyðublaði því sem Húsnæðisstofnun ríkisins gefur út verði breytt. Hagstofa Islands álítur að lögin nr. 62/1984 séu að öllu leyti úrelt. Samingsfrelsi ríkir nú um húsaleigu svo og um það hvort og þá hvemig hún skuli breytast á leigutímanum, sbr. 37. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994. Lögin fela liins vegar í sér hvatningu til verðtryggingar og jafnframt til tengingar við einn tiltekinn mælikvarða, meðallaun, sem nú verður að telja að henti illa til þessa. Þessi ákvæði koma því engan veginn heim og saman við núverandi stöðu mála hvað snertir verðtryggingu í íslensku efnahagslífi. Ætla má að sú tenging húsaleigu við laun, sem lögin kveða á um, sé verðbólgu- hvetjandi aukþess sem lögin samrýmast ekki gildandi tilhögun verðtryggingaryfirleitt. Þvíþykirréttað leggjatilaðþaufalli úr gildi. Athugasemdir við einstakar greinar. Um 1. gr. í l.mgr. l.gr.ermegintillagaþessafrv.,aðlöginnr.62/1984 falli úr gildi frá og með I. apríl 1999. í 2. mgr. er lagt til að Hagstofan skuli reikna breytingu meðallauna, sem ræður verðbótahækkun húsaleigu, í síðasta sinn miðað við mánuðina október-desember 1998 og tilkynna í síðasta sinn um verðbótahækkun húsaleigu frá og með 1. janúar 1999. Þessi tillaga er við það miðuð að þeim leigusölum og leigutökum, sem hafa um þetta ákvæði í samningum sínum, gefist ráðrúm til að endurskoða þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.