Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1974, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1974, Blaðsíða 5
PÁLL SIGURÐSSON, ráðuneytisstjóri: NÝ LÖGGJÖF UM HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI Inngangur Ný lög um heilbrigðisþjónustu tóku gíldi hinn 1. janúar 1974 á íslandi. í þessari grein er ætlun- in að gera grein fyrir þessum lögum, en áður en ákvæði laganna eru rakin, þykir rétt að gera stutt yfirlit um þróun lieilbrigðisþjónustu á ís- landi. Fyrsti lærði læknirinn kom til íslands árið 1760, og var hann eini læknirinn á landinu öllu til ársins 1766, að auk lians voru skipaðir fjórðungslæknar á Norðurlandi og Vesturlandi, og þriðji fjórðnngslæknirinn bættist við 1772. Árið 1781 var Vesturlandi skipt í 2 læknishér- uð, og árið 1799 er stofnað læknishérað á Suður- landi. Vestmannaeyjar verða sérstakt læknishér- að árið 1872, og hafa síðan ætíð verið sérstakt læknishérað. Urn 1850 var læknaskipun þannig, að 8 héraðs- læknar voru starfandi að meðtöldum landlækni, sem auk þess að vera landlæknir var héraðslæknir í Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Borgarfjarðar- sýslu. Árið 1874 er merkt ár í íslandssögu, þá var minnzt 1000 ára afmælis íslands byggðar og þá fékk Alþingi íslendinga löggjafarvald og fjár- forræði. Þá var læknaskipan þannig háttað, að hún var óbreytt frá því er fyrr sagði, eða frá 1837, en hins vegar haiði fengizt leyfi 1867 fvrir því, að 5 settir héraðslæknar væru kostaðir af opinberu fé. Þá voru 4500 manns á hvern lækni í landinu. Árið 1866 hafði fyrsta sjúkraliús landsins tekið til starfa í Reykjavík með urn 20 sjúkrarúmum, en húsakynni voru alls óhæf, því að aðaldanssalur Reykt íkinga var á neðri hæð hússins. Næsta sjúkrahús, sem til starfa tók, var á Ak- ureyri, haustið 1873, og hefur það starfað sam- fleytt frá stofnun, og var þess aldarafmælis minnzt að s.l. liausti. Árið 1874 eru því sjúkrarúm í landinu öllu um 30 eða 1 á hverja 2360 íbúa. Það er fróðlegt að staldra við og athuga, hvernig heilbrigðisástand var á íslandi fyrir einni ökl eða árið 1874. Landsbúar eru j)á taldir hafa verið 70787. Fæðingar voru tímabilið 1865 til 1874 34%c, manndauði 29%„, ungbarna- dauða 243%0. Til samanburðar má geta þess, að tímabilið 1871 til 1880 var ungbarnadauði og manndauði í Noregi 31 %0 og 17%0, Svíþjóð 31 %0 18%o, og Danmörku 32%0 og 20%o, og Finnlandi SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.