Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1974, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1974, Page 44
186 FIMM HREPPAR OÐLAST KAUPSTAÐARRÉTTINDI Fimm hreppar öðluðust kaup- staðarréttindi með sérstökuni lög- um frá seinasta Alþingi, eins og frarn kemur á yfirlitinu liér að framan. Þessir hreppar voru: Seltjarnarneshreppur, sem liafði 2460 íbúa hinn 1. desember 1973, og heitir nú Seltjarnarneskaupstað- ur. Kaupstaðurinn verður sjálfstætt lögsagnarumdæmi, og er bæjarfó- getinn í Hafnarfirði og sýslumaður Kjósarsvslu jafnframt bæjarfógeti hins nýja kaupstaðar. Hólshreppur, sem var með 999 íbúa, verður Bolungarvikurkaup- staður. Lögreglustjórinn í Bolung- arvík verður bæjarfógeti kaup- staðarins. Grindavíkurhreppur með 1456 íbúa, verður Grindavikurkaup- staður. Bæjarfógetinn í Keflavík, sem jafnframt er nú sýslumaður Gullbringusýslu, verður einnig bæjarfógeti í Grindavíkurkaup- stað. Eskifjarðarhreppur, með 966 i- búa, endurheimtir sín gömlu kaup- staðarréttindi og heitir Eskifjarðar- kaupstaður. Svslumaður Suður- Múlasýslu, sem hefur aðsetur á Eskifirði, verður bæjarfógeti hins nýja kaupstaðar. Sjá grein í sein- asta tölublaði Sveitarstjórnarmála. Dalvíkurhreppur með 1123 íbúa verður Dalvikurkaupstaður. Bæjar- fógetinn á Akureyri, sem jafnframt er sýslumaður Eyjafjarðarsýslu verður einnig bæjarfógeti á Dal- vík með aðsetri á Akureyri, eins og verið hefur. * Sjö bæjarfulhrúar eru í hverjum hinna nýju kaupstaða. Áður voru 5 hreppsnefndarmenn í tveimur hreppanna, í Grindavíkurhreppi og í Seltjarnarneshreppi, en sjö hreppsnefndarmenn voru áður í hinum hreppunum, svo bæjar- fulltrúar verða þar jafn marg- ir og hreppisnefndarmenn voru áður. # Sveitarstjórar voru áður starf- andi í öllum hreppunum, og hafa nú allir verið ráðnir sem bæjar- stjórar. Þeir eru: Sigurgeir Sigurðsson í Sehjarnar- neskaupstað, Guðmundur Kristjánsson í Bol- ungarvíkurkaupstað, Eiríkur Alexandersson í Grinda- víkurkaupstað, Valdimar Bragason í Dalvíkur- kaupstað — og Jóhann Klausen í Eskifjarðar- kaupstað. # I tilefni kaupstaðarréttindanna sendi stjórn sambandsins bæjar- stjórnum hinna nýju kaupstaða heillaóskir á skrautrituðu skjali. sem afhent var á fyrsta fundi hverr- ar nýkjörinnar bæjarstjórnar. * Eftir að fimm hreppar hafa nú bætzt í tölu kaupstaða, eru kaup- staðir á landinu orðnir 19 að með- talinni Reykjavíkurborg. Hrepps- félögin eru 205, en sveitarfélög samtals 224, eins og var fvrir þessa brevtingu. # Hér er um að ræða fyrstu breyt- inguna á réttarstöðu sveitarfélaga í þessa átt, að lireppar verði kaup- staðir, í 19 ár eða síðan Kópavogs- kaupstaður var stofnaður árið 1955. Athygli vekur, að tvö fjöl- mennustu hreppsfélög landsins eru ekki meðal þeirra hreppa, sem nú öðlast kaupstaðarréttindi. Þessi sveitarfélög eru Garðahreppur ineð 3638 íbúa og Selfosshreppur með 2637 íbúa, en tillaga um kaupstað- arréttindi þess hrepps var felld við allsherjaratkvæðagreiðslu, sem fram fór um leið og greidd voru atkv. um kaup á jörðinni Votmúla í Sandvíkurhreppi liinn 28. október 1973. Samtals höfðu 12 hreppar hærri íbúatölu en fámennasti kaup- staðurinn hinn 1. desember s 1., þar á meðal Njarðvíkurhreppur með 1700 íbúa. Öll þessi hreppsfé- lög hafa um og yfir 1000 íbúa, en ekkert þeirra óskaði eftir kaup- staðarréttindum meðan næstsíðasta Alþingi sat. íbúatala sveitarfélags er því ekki frekar en fyrir þessa breytingu mælikvarði á, hvort sveitarfélag er hreppur eða kaup- staður. Sambandið lagði til með ályktun á fulltrúaráðsfundi árið 1973, að réttarstaða allra sveitar- félaga yrði gerð liin sama. # I kaupstöðunum 19 er fjöldi bæj- arfulltrúa eins og hér segir: borgarfulltrúar 1 (Reykjavík) hefur 15 bæjarfulltrúar 3 kaupstaðir hafa 11 8 kaupstaðir hafa 9 7 kaupstaðir hafa 7 í kaupstöðum landsins eru því sam- anlagt 169 borgar- og bæjarfulltrú- ar. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.