Kosningablað frjálslyndra kjósenda Seltjarnarnesi - 15.05.1962, Qupperneq 2
ÁVARP H - LISTANS
Þann 27. maí n. k. fara fram hreppsnefndar-
kosningar á Seltjarnarnesi, sem í öðrum kaup-
túnum og kaupstöðum landsins. Hér hefur ekki
verið efnt til kosninga í átta ár, og mun það ef-
laust setja nokkurn svip á þessar kosningar.
Fram hafa komið 4 framboðslistar, þar af þrír
frá pólitískum flokkum, Alþýðubandalaginu, Al-
þýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum, en fjórði
listinn er LISTI FRJÁLSLYNDRA KJÓS-
ENDA, H—LISTINN.
Hér í blaðinu er að finna helztu stefnumál
H—LISTANS, sem hafa öll það sameiginlegt að
unnið sé bættri þjónustu við hreppsbúa.
Listinn er ekki borinn fram af pólitískum
flokki, enda telja stuðningsmenn hans heppi-
legra fyrir fremur lítið en ört vaxandi sveitarfélag
eins og Seltjarnarnes, að hinni póhtísku tog-
streitu sé haldið utan við málefni þess, því
að sameiginleg eru hagsmunamál okkar allra,
sem hér búum, að því er varðar allan aðbúnað
sveitarfélagsins, þótt við höfum mismunandi
stjórnmálaskoðanir.
Þegar flokkaframboð koma fram í sveitar-
stjórnarkosningum, er það glöggt merki þess, að
þeir sem að sh'ku standa meta ílokk sinn og
hagsmuni hans meira en hagsmuni fólksins í
heild, sem býr á viðkomandi stað. Pólitískir
agentar vilja þröngva flokkssjónarmiðum inn á
kjósendur og inn í hreppsnefndina og láta flokks-
línur móta allar aðgerðir í hreppsmálunum. Þeg-
ar kosningu ná menn af fleirum en einum póli-
tískum lista, er lítil von til að komist verði hjá
árekstrum innan hreppsnefndarinnar, þar sem
flokka greinir mjög á um markmið og leiðir, auk
þes, sem þeir sem í framboð eru valdir eru oft
sem fjarstýrð tæki flokksstjórnanna.
Þeir, sem styðja H—LISTANN, lista frjáls-
lyndra kjósenda, hafa það að sameiginlegu
stefnumarki að halda stjórnmálaþrasi utan við
hreppsmálin, og þótt þeir, sem þenna lista
skipa kunni að hafa ólíkar en ákveðnar skoðanir
í stjórnmálum, meta þeir meira að unnið sé heils
hugar að málefnum hreppsins, en hrista flokks-
stefnur sínar framan í kjósendur. Slíkt getur átt
við í landspólitík er er óheppilegt í fámennu
sveitarfélagi þar sem margt bíður framkvæmda.
og samheldni er nauðsyn.
Seltjarnarnes hefur verið ört vaxandi sveitar-
félag hin síðari ár. Fjöldi ungs fólks hefur sezt að
á nesinu, og setur ásamt myndarlegum barna-
hóp mikinn svip á líf og starf þar. Margar glæsi-
legar nýbyggingar hafa risið, sunnan og vestan
við Valhúsahæð, sem sýna að hér býr dugmikið
tolk, sem kunnað hefur að meta friðsælt og fag-
urt umhverfi eins og hinir eldri íbúar á nesinu.
Við vitum, að margt er ógert af hálfu hrepps-
ins til þess að fullnægjandi geti talizt, í þéttbýl-
ustu hverfunum. Enn eru safnþrær við hús á
nokkrum stöðum, götur eru ófrágengnar, barna-
leikvellir fáir lélegt eftirlit með framkvæmd skipu
lagssamþykkta hefur sett ljóta bletti á heildar-
svip byggðarinnar, sem erfitt verður að bæta,
og margs konar þjónustu er ábótavant. Margt
fleira er enn á frumstigi hjá okkur, sem úr þarf
að bæta. Það er okkur því nauðsyn að hrepps-
félaginu og framkvæmdum þess sé stjórnað af
mönnum, sem ekki eru fyrst og fremst umboðs-
nmn pólitískra flokka eða einkahagsmuna, held-
ur ungir menn, sem enn hafa dug og vilja til að
vinna að framgangi hrppsmálanna, menn sem
lifa í nútíðinni en ekki í úreltum þröngsýnum
hugsunarhætti.
Það er einkenni H—LISTANS, að efstu sæti
hans skipa eingöngu ungir dugandi menn og að
baki þeirra standa ekki aðeins þeir ungu heldur
einnig hinir eldri, sem treysta þeim og vita, að
unga fólksins er framtíðin og því er eðlilgt
að það taki virkan þátt í uppbyggingarstarfinu
fyrir framtíðina.
Hin pólitísku framboð á Seltjarnarnesi ein-
kennast aftur á móti af því, að í efstu sætunum
eru nær eingöngu menn sem komnir er af létt-
asta skeiði, en hafa verið forystumenn pólitískra
afla um langt árabil. Margir þeirra hafa án efa
unnið ágæt störf hver á sínu sviði, en er nú ekki
kominn tími til að yngri menn leysi eitthvað af
þeim af hólmi í hreppsnefndinni?
Spurningu þessari svara Seltjarnarnesbúar
játandi með því að styðja H—LISTANN á
kjördegi. H—listinn.