Kosningablað frjálslyndra kjósenda Seltjarnarnesi - 15.05.1962, Blaðsíða 3

Kosningablað frjálslyndra kjósenda Seltjarnarnesi - 15.05.1962, Blaðsíða 3
Stefnuskrá frjálslyndra kjósenda H—LISTINN, listi frjálslyndra kjósenda vill leggja sérstaka áherzlu á framgang eftirtalinna mála á Seltjarnarnesi: 1. Gerð verði framkvæmdaáaetlun til 4 ára fyrir Seltjarnarneshrepp. 2. Malbikun gatna verði hraðað í þeim hverfum, sem þegar hafa verið skipulögð, og í því sambandi leiti Seltjarnarneshrepp ur eftir aðild að gatnagerðarfyrirtæki kaupstaðanna, Gatnagerðin s. f. 3. Hitaveita verði lögð á Seltjamar- nesi og athuganir gerðar á því, hvort heitt vatn er að finna í hreppnum. 4. Hert verði á eftirliti með framkvæmd skipulagssamþykkta svo og byggingareft- irliti. Ekki verði tekin til byggingar ný hverfi fyrr en lokið er nauðsynlegum fram- kvæmdum hreppsns í þeim hverfum, sem þegar eru í byggingu. 5. Barnaleikvellir verði gerðir í þétt- býlustu hverfunum og sköpuð aðstaða til iðkunar útiíþrótta með byggingu leikvalla. 6. Stofnað verði dagheimili fyrir börn og leikskóli starfræktur í hreppnum. 7. Samgöngur við Reykjavík verði bættar, svo sem tök eru á. 8. Hreppsnefndin greiði fyrir því, að fleiri þjónustu- og atvinnufyrirtæki starfi innan marka hreppsins, til aukningar at- vinnu og bættrar þjónustu, en fjölgun fyr- irtækja léttir einnig skattbrði einstakl- inga. 9. Innheimta opinbera gjalda í hreppn um sé sameinuð sem mest. 10. Hreppsnefndin hafi forgöngu um að leysa húsnæðisvandamál félagsamtaka í hreppnum til fundahalda og tómstunda- iðju. 11. Hagsmunir hreppsbúa almennt gangi ætíð fyrir sérhagsmunum einstakl- inga, pólitískra flokka eða annarra sér- hagsmunahópa, þegar mál eru afgreidd í hreppsnefnd. H - LISTINN x

x

Kosningablað frjálslyndra kjósenda Seltjarnarnesi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablað frjálslyndra kjósenda Seltjarnarnesi
https://timarit.is/publication/1066

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.