1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna Þróttar og Brynju 1956 - 29.04.1956, Blaðsíða 2

1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna Þróttar og Brynju 1956 - 29.04.1956, Blaðsíða 2
Ávarp til siglfirzkrar alþýd ii Verkamenn og verkakonur! Verkalýðssinnar og aðrir frjáls- lyndir menn! ' 1. maí, dagur verkalýðsins um heim allan er senn upp runninn. Á þessum degi fylkja verkalýðssamtökin liði, verkalýðurinn hverfur frá sínum daglegu störfum og helgar þennan dag bar- áttunni fyrir málefnum sínum, minnir á tilveru sína og þau kjör, sem hann býr við; minnir á næstu og mest aðkaiiandi verk- efnin og stillir upp framtíðarverkefnum, þeim takmörkum, sem keppa skal að í framtíðinni. Og eins og hyggnir menn gera, lítur hann yfir farna slóð, vegur og metur verk sín, hver séu vel unnin og Jiver hafi mistekizt. Af því yfirliti dregur hann ályktun, sem síðan verður undirstaða baráttutilhögunar á næstu áföngum. Á henni byggjast þær kröfur, sem fram verða bornar við valdhafa þjóðfélagsins, og þær kröfur, sem verkalýðsstéttin gerir til sjálfrar sín, til heildarinnar og einstaklinganna. Þegar litið er yfir farna slóð liðins árs, sést, að árangur hins mikla verkfalls, sem lauk rétt fyrir 1. maí 1955, hefur að mestu verið eyðilagður. Kauphækkunin, sem um samdist við at- vinnurekendur, hefur verið tekin aftur með síhækkaðri álagningu á varning og þjónustu, án þess ríkisvaldið geri nokkuð til að hefta slíkar verðhækkanir. Og fyrir nokkrum mánuðum sam- þykkti sjálft Alþingi 250 millj. kr. álögur á launþega landsins, til þess m. a- að standa undir taprekstri atvinnuveganna, sem vegna óstjórnar á undanförnum árum hefur farið vaxandi. Stór- gróðafélög eins og t.d. olíufélögin, bankarnir, tryggingafélögin, hermangarafélögin og skipafélögin, sem eiga hvað mestan þátt í aukningu dýrtíðar og tapi framleiðsluatvinnuveganna, þau eru látin sleppa, á þau skal engar byrðar leggja. Þegar sjálf lög- gjafarsamkunda þjóðarinnar sýnir verkalýðsstétt landsins slíkt tillitsleysi, hlýtur það að verða verkalýðssamtökunum hvatning til að breyta um baráttuaðferð, sem sagt að freista þess að fylkja alþýðunni til samstilltra átaka um að auka áhrifavald verkalýðsins á Alþingi og reyna á þann hátt að skapa trygg- ingu fyrir því, að löglega gerðir samningar milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda verði ekki ómerkir gerðir á sjálfu löggjafar- þinginu, að færa kjarabaráttuna úr formi verkfallsátaka yfir í form áhrifavalda á Alþingi. Hvernig þessi tilraun tekst er vitanlega undir alþýðunni sjálfri komið, eins og reyndar er um allar tilraunir slíkar. En reynsla liðins árs ætti að kenna, svo ekki verður um villst, hvað hverjum og einum verkamanni, verkakonu og launþega í öðrum starfsgreinum ber að gera. Þeir árangrar, sem hæst ber á liðnu ári, er samþykkt Al- þingis á frumvörpum um atvinnuleysistryggingar og 12 stunda hvíld á togurum. Bæði þessi mál hafa verið flutt ár eftir ár, annað a.m.k. á annan áratug, af fulltrúum verkalýðsins á Al- þingi. Samþykkt frumvarpsins um atvinnuleysistryggingar er efnd á loforði, sem ríkisstjórnin gaf við lausn verkfallsins í fyrra og er því árangur þess. Hitt frumvarpið, um 12 stunda hvíldina, er aðeins lögfesting þess, sem sjómannasamtökin hafa með samningum fengið viðurkennt og er komið í framkvæmd fyrir nokkrum árum. Enn eru mörg baráttumál, sem ekki hafa hlotið lausn, og margt er það, sem verkalýðurinn telur sig hafa um landsmál og mikilsverð þjóðmál að segja. Um leið og siglfirzk alþýða heldur dag sinn, 1. maí, hátíðlegan, vill hún minna á eftirtalin atriði og kröfur, sem hún telur mikilsvarðandi og fylkir sér einhuga um: 1. Útrýming atvinnuleysis. Öll atvinnutæki verði notuð til fulls og ný atvinnutæki stofnsett og staðsett, eftir því sem þarfir landsmanna krefjast. 2. Mótmælum tolla- og skattaálögunum frá í vetur. Krefjumst þess af þeim, sem eftir kosningar taka við stjórn landsins, að þeir aflétti þessum byrðum af alþýðu landsins. Það er ekki hún, heldur auðfélögin, sem eiga að þola afleiðingamar af óstjórn braskaranna á undanförnum árum. 3. Lágar tekjur launþeganna verði undanþegnar sköttum. 4. Réttláta skiptingu þjóðarteknanna. 5. Fullkomið réttlæti í launamálum. — Sömu laun fyrir sömu vinnu. ' 6. Öryggi á vinnustöðvum verði fullkomnað. Öryggis- og heil- brigðiseftirlit á vinnustöðvum verði aukið og eftir því litið, að fyrirmælum þess sé framfylgt. 7. Lánastarfsemi innanlands til íbúðabygginga og annarra al- menningsþarfa verði komið í réttlátara horf en nú er. 8. Staðið sé fast á rétti íslendinga í landhelgismálunum. For- dæmum allt samningamakk og verzlun með réttindi íslands og sjálfsákvörðunarrétt. Mótmælum harðlega þeim fyrir- ætlunum, að hefja sölu óunnins togaraafla á erlendum markaði. Stefnt verði að því, frekar en orðið er, að íslenzk- ur sjávarafli verði fullunninn innanlands, en ekki seldur úr landi sem hráefni. 9. Staðið sé vel á verði um sjálfstæði landsins. 10. Uppsögn herverndarsamningsins verði framkvæmd svo fljótt, sem verða má. 11. Heimtum handritin heim. 12. Allir markaðsmöguleikar fyrir íslenzkar afurðir verði nýttir til fulls. 13. Fiskimenn hljóti frekari skattfríðindi en nú er. 14. Eflum samstarf hinna vinnandi stétta fyrir sameiginlegum hagsmunum. Eflum einingu alþýðunnar fyrir innri málefn- um samtakanna. Rekum burt áhrif stéttarandstæðinga úr verkalýðssamtökunum. 15. Fullkomið sjálfstæði þjóðarinnar og öflug barátta gegn allri erlendri ásælni, hvaðan og í hvaða mynd sem hún birtist. Um leið og verkalýðurinn ber fram þessar og aðrar kröfur og ábendingar um vilja sinn, verður hann líka að gera kröfur til sjálfs sín, og foringja sinna, vera reiðubúinn til fórnfýsi í starfi og að viðhafa og meta drengskap í orðum og gerðum. Alþýðan verður að vera sibendandi á leiðir til að koma kröfum sínum fram. Hún verður að ieggja fram starfskrafta sína til að skapa verðmætin. Hún verður að standa vörð um sjálfstæði og menningu þjóðarinnar, sögu hennar og tungu, og síðast en ekki sízt, að efla samtök sín og stéttarþroska. Aðeins með því móti getur hún eignazt réttláta hlutdeild í arði þeim, sem starf hennar og strit skapar úr auðlindum landsins til lands og sjávar. Eining alþýðunnar ér lykillinn að framtíðarvelferð hennar og menningu- Siglfirzk alþýða! Tökum öll virkan þátt í 1. maí hátíða- höldunum og gerum þau sem glæsilegust. Minnumst þess, að þau eru einn þátturinn í baráttunni fyrir bjartara og hamingjuríkara lífi. Lifi siglfirzk tverkalýðssamtök! Lifi heildarsamtök verkalýðsins, Alþýðusamband íslands! Lifi verkalýðsstétt heimsins! Lifi frjálst og fullvalda ísland! Einar M. Albertsson, form., Sigríður Þorleifsdóttir, ritari,, Jónas Jónasson, gjaldkeri, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Gunnar Jó- liannsson, Björg Guðmundsdóttir, Þóroddur Guðmundsson, Rósa Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Jóliannesson, Þóra Einarsdóttir, Steingrímur Magnússon, Arnór Sigurðsson. 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna ,,Þróttar“ og ,,Brynju“:

x

1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna Þróttar og Brynju 1956

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna Þróttar og Brynju 1956
https://timarit.is/publication/1068

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.