Hermes - 01.10.1968, Blaðsíða 14

Hermes - 01.10.1968, Blaðsíða 14
urnar. Og með handleiðslu skugganna fann hann í markaðshverfinu hlut af sál sinni seldan af Dökka veginum kaupmanni Ometanlegra skartgripa. Brotið varðveitti hann á botni kristalskistils með gulllæsing- um. Umsvifalaust veik hann sér að Kaupmanninum, sem reykti úti í horni, og bauð hundrað mæliker perla í brotið. Kaupmaðurinn brosti að einfeldni Meistarans. Hundrað mæliker perla? Nei, hans skartgripir voru ómetanlegir! Meistarinn hækkaði tilboð sitt. Kaupmenn þrauka unz mælir þeirra fyllist. Hann vildi gefa honum smaragða stóra sem maískorn, hundrað dagsláttur, heilt stöðuvatn smaragða. Kaupmaðurinn brosti að einfeldni Meistarans. Stöðuvatn smaragða? Nei, hans skartgripir voru ómet- anlegir! Hann vildi gefa honum óskasteina, augu hindar til að kalla á regnið, fjaðrir til að fljúga undan óveðri, mariguana í tóbakið ... Kaupmaðurinn neitaði. Hann ætlaði að gefa honum eðalsteina til að reisa mitt í smaragðsvatninu höll gerða úr ævintýrum! Kaupmaðurinn neitaði. Skartgripirnir hans voru ó- metanlegir! — hvað þýddu fleiri fortölur? — hann ætlaði að skipta á broti sálarinnar á mansalsmarkaði fyrir fegurstu ambáttina. Allt kom fyrir ekki þótt meistarinn legði að honum og byði allt í von um endurheimt sálarinnar. Kaup- menn skortir hjarta. Lindi tóbaksreyks skildi veruleikann frá draumin- um, svörtu kettina frá hvím köttunum, og Kaupmann- inn frá undarlega kaupandanum, sem við brottför sína hristi bandaskóna á þröskuldinum. Ryk táknar bölvun. Að ári fjögur hundruð daga — heldur þjóðsagan áfram — hélt Kaupmaðurinn yfir hæðardrögin. Hann kom frá löndum firðarinnar ásamt ambáttinni, greiddri með sál Meistarans úr blóm-fugli, sem með nefinu breytti hunangsdögginni i liljubjöllur, og ríðandi fylgdarsveit þrjátíu þjóna. — Veizm ekki, — sagði Kaupmaðurinn ambátt- inni, hottandi á lestina —, þú skalt i borg búa! Hús þitt verður höll, og allir þjónar mínir munu hlýðnast orðum þínum, einnig ég, ef þú vilt! — Þarna, — hélt hann áfram, annar vangi hans laugaður í sól —, verður allt þín eign. Gimsteinn ertu, og ég er kaupmaður ómetanlegra skartgripa! Þú ert andvirði hluta af sál, sem ég neitaði að fórna fyrir smaragðsvatn! ... I hengirúmi munum við horfa sam- an á sólsetrið og ris dagsins, iðjulaus, hlustandi á söguþul gamallar seiðkonu, sem þekkir örlög mín. Orlög mín, segir hún, em læst í greip risastórrar hand- ar; einnig þekkir hún örlög þín, viljir þú vita þau. Ambáttin renndi augum yfir landslagið uppleyst í fölbláum litum, sem fjarlægðin deyfði. Trén meðfram stígnum ófu glettinn myndvefnað gúipils.2 Fuglarnir virmst líða áfram sofandi, vænglausir, í lygnum himinsins; og í granítþögninni virtist nasablásmr á- burðardýranna á leið upp brekkuslóðann glæðast mannlegum hljómi. Ambáttin var nakin. Yfir brjóst hennar hékk dökkt hárið skósítt, bundið í fléttu líktist það höggormi. Kaupmaðurinn var skrýddur gullvefjarklæðum, en baki hans skýldi ábreiða úr gimburull. Fölleimr og ástfanginn; við köldusóttina bættist skjálfti hjarta hans. Og þrjátíu ríðandi þjónarnir flökm á nethimnu augna hans eins og svefnverur. Ovænt döggvuðu regnsletmr götuna. Langt fjarri í fjarlægum hlíðunum heyrðist hróp smalanna, sem ráku saman hjarðirnar af ótta við óveðrið. Flokkurinn 2 Skokkur, ermalaus kjóll ofinn með dýramyndum eða skrautmynstri, sem indíánakonur bera.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.