Hermes - 01.10.1968, Blaðsíða 11

Hermes - 01.10.1968, Blaðsíða 11
ur á land í Guatemala og selur bátinn sinn með ónýtri vél, og kaupir yfirvöldin með dollurum sínum og lætur lögregluna og herinn þjóna sér þar til hann situr í Chicago sem græni páfinn og stjórnar United Fruit sem í sögunni nefnist Hitabeltisbananasamlagið eða Tropical. Allt verður að víkja fyrir valdasýki og ágirnd þessa manns, hann hrífst af kynblendings- stúlku og hún verður ástfangin af honum, hún skilur hvað þau eru ólík og þau muni aldrei sameinast og klæðist brúðarskarti sínu og kastar sér í fljót, og gef- ur sig fljótinu. A ástarsmnd þeirra hafði hann sagt: þú talar eins- og þú talaðir upp úr svefni. Og hversvegna vakna? sagði hún. Mér finnst sá ekki með réttu ráði sem alltaf dreym- ir. Þeir sem eru af þínum kynstofni, Geo, eru alltaf vakandi, en við ekki. Okkur dreymir dag og nótt. Hún biður hann að loka augunum og láta sig dreyma. Eg hef ekki tíma til þess, segir hann. Hún svarar: En þann sem dreymir hann lifir aldir. Þið hinir, þið eruð einsog börn, af því að þið eldist ekki innra með ykk- ur. Þið eldist á ytra borðinu. Þið eruð alltaf ungling- ar, barnalegir unglingar. Mann verður að dreyma til þess að láta blóðið eldast. Geo Maker Thomson þekkir enga miskunn. Ef einhver er í vegi fyrir honum þá kann hann alltaf ráð til að losa sig við hann, til dæmis með vel heppnuðu bílslysi, og hann segir skýrt: Ef við grípum inn í leik- inn þá verður það alltaf að vera til ágóða fyrir þá sem undiroka. Viðskiptafélagar hans eiga það til að halda aftur af honum í hinu nakta ofbeldi og fá hann til að beita ísmeygilegri aðferðum þar sem fögur orð einsog frelsi og framfarir eru tálbeitur og sú tækni þeirra nefnist agressífur altrúismi, það er hin tvíbenta ísmeygilega hjálp sem er neytt upp á þiggjandann sem honum stafar mest hætta af. Og þarna sem fyrr er sögurásin sízt óbrotin heldur óumræðilega margslungin og sveiflast fram og aftur um sviðið, og okkur er sýndur urmull af fólki sem sumt verður svo ógleymanlegt þótt við sjáum það stutta stund líkt og í fornsögum okkar, myndirnar orka með sprengikrafti, sagan er rykkjótt með gos- hrinum í ósköpum þessa söguljóðs, eða keðju prósa- ljóða. En sama árið og Græn 't Páfinn kom út þótti þáver- andi forseta United Fruit nóg um framfaraviðleitni Arbenz-stjórnarinnar í Guatemala þegar hún gekk svo langt úr hófi að ætla sér að láta alþýðuna fara að njóta góðs af þeim landeignum sem United Fruit hafði svælt undir sig. Þessi græni páfi vorra daga sém heitir Remond fann sér handbendi að nafni Castillo Armas og gerði hann að nýjum herra forseta, el senor presidente 1954 með amerískum herjum og vopnum. Og honum fylgdi annar álíka harðstjóri Fuentes að nafni. Og enn fór Asturias í útlegð, fyrst til Argentínu þar sem Alberti var fyrir og fleiri spönsk skáld. Þar var hann um sinn en fluttist síðar til Evrópu. Asturias gerði hlé á bananaþríleiknum og gaf út smásagnasafn sem lýsti hinum ömurlegu viðburðum þegar Bandaríkjamenn börðu niður frelsið í Quate- mala og framfaraviðleitni og komu hinum afturhalds- sömu hershöfðingjum til valda samkvæmt hugsjónum CIA: Weekend en Quatemala, Helgi í Guatemala sem kom út í Buenos Aires 1956. Asturias fékk starf sem háskólakennari þar og var síðan gerður prófessor í bókmenntum 1959- Helgi í Guatemala tileinkaði Asturias landi sínu: Til Guatemala, míns fósturlands, sem lifir í stúdentahetjum sínum, píslarvottum meðal bænda, fórnfúsum verkamönnum og stríðandi þjóð, segir á titilblaði. Þessar sögur bregða upp margvísleg- um myndum sem smndum verða súrrealistískar og yfirnáttúrlegar en segja allar harmsögu þjóðar sem

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.