Nútíminn - 20.05.1961, Síða 1
Áfengið er bæði siðferði-
lega og trúarlega séð versti
óvinur okkar.
Albert Schweitzer.
Reykjavík, 20. maí 1961.
8. tbl. 2. árg.
er þeirra skemmtun
segir I.G.Þ. í Alþýðublaðinu
Maður bíður bana af völdum áverka er
hann hlaut í átökum við ölvaðan spilafél.
7. maí lézt Mikael Sigfús-
son í Landspítalanum, af völd-
um áverka er hann hlaut i
átökum við spilafélaga sinn,
sem var undir áhrifum áfeng-
is.
Atburður þessi varð með
þeim hætti, að 23. apríl sl.
sátu nokkrir kunningjar Mik-
aels heitins að spilum á heim-
ili hans, og voru við skál. Fór
svo að lokum að deila kom
upp milli Mikaels og eins
spilafélaganna og fóru þá
hinir kunningjarnir á brott.
Tvær dætur Mikaels vökn-
uðu skömmu seinna við háf-
aðann og fóru þær að athuga,
hvað um væri að vera. Þær
sáu þá kunningjann slá föð-
ur sinn, sem féll við í gólfið.
Mikael var fluttur meðvit-
undarlaus á Landspítalann
þar sem hann lézt nokkrum
dögum síðan.
Tveir bílar eyðileggjast í næturárekstri
í Skagafirði
8. maí ók drukkinn öku-
maður með ofsahraða á hægri
vegarbrún beint framan á
ibifreiðina K-408, sem kast-
aðist 7 m aftur á bak og út
af veginum. í bifreiðunum
voru samtals 16 manns. í
bifreiðinni, sem ekið var á
voru tíu manns og slösuðust
flestir meira og minna, þar
af ein kona mjög alvarlega.
Báðar þifreiðirnar eru ger-
ónýtar.
Maður barinn í götuna og rændur
Hér eru upptök þeirra atburða sem getið er um hér á síðunni.
Ölvaðri stúlku fleygt
út úr bíl
10. maí var lögreglunni til-
kynnt að stúlka lægi á miðj-
um Holtavegi og virtist með-
vitundarlaus. Við rannsókn
kom í ljós að stúlkan var
drukkin og hafði henni verið
fleygt út úr bíl þarna á miðja
götuna. Stúlkunni var ekið á
slysavarðstofuna.
Eins og ummæli I.G.Þ. í
Alþýðublaðinu bera með sér
er til hópur manna sem
neitar að viðurkenna þær
hörmungar, sem áfengið hef-
ur í för með sér og í samræmi
við þá lífsskoðun er það t. d.
helzta iðja I.G.Þ. fyrrverandi
leigubílstjóra með meiru, og
núverandi blaðamanns að
halda uppi áfengisáróðri í
Alþýðublaðinu. — Öllum
ætti þó að vera Ijóst að
þjóðfélagið í heild ber ábyrgð
á áfengisbölinu, og þá fyrst
og fremst þeir, sem viðhalda
drykkjutízkunni og vinna að
því að skapa það almennings-
álit að eiturlyfjaneyzla sé
sjálfsögð og „algjört einka-
mál hvers og eins.“ Slikir
menn standa enn á rándýrs-
stiginu, og meta meir vín-
löngun sína en hörmungar
þeirra, sem fyrir ógæfunni
verða.
9. maí var ráðizt á mann
á gangi í Austurstræti, hann
sleginn í götuna og rændur
fé sínu.
Maðurinn var á leið vestur
götuna og var kominn vestur
Maður kærður
Sarakvæmt frétt
fyrir Pósthússtræti er hann
varð fyrir árás þriggja
manna, með framangreind-
um afleiðingum. Atburðir
sem þessi mega heita algeng-
ir hér og ástæðan nær alltaf
hin sama: — ölvun.
fyrir nauðgun,
í Alþýðublaðinu
Fyrir skömmu kom ölvaður
maður í hús eitt i Kópavogi
og hitti þar eina heiima unga
konu á þrítugsaldri. Maðurinn
kannaðist lítillega við fólkið
sem bjó í húsinu og var
hleypt inn.
Þar kom, að hinn ölvaði
maður vildi koma fram vilja
sínum við konuna. Beitti hann
konuna valdi. — Bróðir kon-
unnar kom að skömmu síðar
og lagði þá sá ölvaði á flótta.
Var hann handtekinn og situr
í gæzluvarðhaldi meðan rann
sókn fer fram..
Framliðinn maður vinnur
sér inn 20 þúsund krónur
Frá Keflavík hefur blaðinu
borizt eftirfarandi:
Við álagningu og innheimtu
gjalda hjá starfsmönnum hér
á vellinum s.l. ár, hafa þau
undur komið í ljós, að því er
fullyrt er, að framliðinn mað-
ur hafi unnið sér inn 20.000.
00 kr. á árinu.
í fyrstu fannst lieimilisfang
þessa manns ekki, en við nán-
ari eftirgrennslan upplýstist,
að hann var búinn að vera
dauður í meira en tvö ár, Það
fylgir með fréttinni, að hinn
framliðni hafi verið í þjónustu
varnarliðsins. — Ekki amalegt
að ráða sig í vinnu þar. —
A'eflvíkingur.
Nútíminn hefur kynnt sér
sannleik þessarar Keflavíkur-
fréttar og fengið hana stað-
festa af aðilum, sem ekki er
hægt að rengja.
I