Nútíminn - 20.05.1961, Side 3

Nútíminn - 20.05.1961, Side 3
NÚTÍMINN 3 Leggjum rækt við bindindissam- tök ungu kynslóðarinnar Viðtal við Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli dvaldi í Reykjavík um nokkurn tíma fyrir skömmu vegna starfa í út- hlutunarnefnd listamanna- launa. Tíðindamaður Nútím- ans átti viðtal við Halldór meðan hann dvaldi hér syðra og fer það hér á eftir. Halldór Kristjánsson þarf ekki að kynna lesendum Nú- tímans a. m. k. ekki þeim, sem fylgzt hafa með bind- indismálum á liðnum árum. Halldór hefur skrifað mikinn fjölda blaðagreina um bind- indismál og hefur fengið á sig orð fyrir að vera einn bezti og skeleggasti penni, sem bind- indishreyfingin á í dag. — Hver eru viðhorf þín, Halldór, til oktcar viála í dag? — Ég vil þá í fyrsta lagi láta í Ijós ánægju mína yfir Nútímanum. Ég tel að það geti miklu skipt, að bindind- ishreyfingin eigi sér málgagn, sem engu sé háð nema henni. Slíkt blað getur haft ómetan- lega þýðingu á vissum stund- um, auk þess sem alltaf þarf að halda sér vakandi og skapa aðhald í framkvæmd áfengis- löggjafar og venjum. — Telurðu að Nútímanum hafi tekizt að hitta naglann á höfuðið, ef svo má til orða taka? — Ég lít á þetta sem áhorf- andi úr fjarlægð. Mér virðist að Nútíminn hafi þegar í stað sannað tilverurétt sinn með því að beina athygli almenn- ings að misferli í sambandi við áfengissölu og veitinga- starfsemi. Ef tala mætti um öryggi þar sem áfengi er ann- ars vegar, tel ég að það eitt, að til er blað, sem kemur reglulega út og er opið fyrir gagnrýni og heilbrigðum kröfum í þeim efnum, sé út af fyrir sig mikils virði. Ýmsir munu líta þannig á, aö bjórfrumvarpið hafi hrundið blaðinu af stað, og auðvitað hefur frumvarpið og umræður í sambandi við það opnað augu ýmsra fyrir því, að hér stoðar ekkert andvara- leysi. I>að er gott að eiga blað, sem jafnan vekur athygli á því, sem er að gerast, hvort heldur það er jákvætt eða neikvætt. — Já. Margt er búið að skrifa og skrafa um bjórmál- ið. Þó svo sé tel ég ekki úr Halldór Kristjánsson vegi að heyra um það, sem þú telur mestu máli skipta i þvi efni? — Ég hef alltaf haldið, að mesta hættan af bjórnum væri sú, að hann yrði dagleg- ur drykkur margra vinnandi manna og þar af leiddi minni og lakari vinna og aukin slys. Þetta virðist mér liggja í aug- um uppi. í minni alfræða- bók, sem er sænsk, segir að árið 1917 hafi verið talið að áfengt öl ætti sök á fjórða hluta allra slysa sem áfengi olli í Svíþjóð, og þá bönnuðu Svíar áfenga ölið. Annars er fróðlegt og að vissu leyti gaman að athuga þá hjátrú sem veður uppi í þessu sambandi. Hugsaðu bara um allt masið um upp- sprettuvatnið góða á fslandi sem hráefni í áfengi. Kaup- mannahöfn, með tvær heims- frægar ölgerðir, Tuborg og Carlsberg, hefur ekkert upp- sprettuvatn. Fyrst er vatnið tekið úr stöðupolli og svo er það notað aftur og aftur. Ég hélt annars að á þessari öld uppfræðslu og utanfara vissu menn það, að neyzluvatn stór- borganna er verksmiðjuiðn- aður og framleiðslan hefur efnainnihald þess fyllilega á valdi sínu. — Hér kemurðu inn á at- riði, sem mikið hefur verið notað í áróðri bjórvina og tekizt hefur að blekkja marga með. — Ég hef lengi tekið áfell- isdóma um erlent vatn með nokkurri varúð.Ég var nokkra daga úti í Danmörku vorið 1949. Þá fékk ég indælis vatn úr krana í Kaupmannahöfn. Hinsvegar sá ég í blöðunum að veitingamenn deildu um það, hvort þeir yfirleitt ættu að láta það eftir erlendum gestum að bera þeim vatn með mat, ef þeir vildu ekki dýrari drykki. Siðan hef ég litið þannig á, að menn ættu að smakka vatn á einkaheim- ilum eða bindindishótelum áður en þeir svívirtu vatns- iðnað erlendra borga. — Hvað myndirðu vilja leggja sérstaka áherzlu á i bindindismálum í náinni framtíð, Halldór? — Það sem ég tel mestu skipta er að leggja rækt við bindindissamtök ungu kyn- slóðarinnar. Við eigum mikið af ungu og glæsilegu fólki, og árgangarnir vaxa upp hver af öðrum. Hvað gerir eldri kyn- slóðin, — hvað gerir þjóðin í heild til að beina þessari framtíð á betri veg? Bindindissamtök ungu kyn- slóðarinnar eru merkilegur Heimsókn í Haf narfjörð Ánægjuleg kvöldstund Þriðjudagskvöldið 2. mai sl. fór stúkan Einingin nr. 14 i Reykjavík, samkvæmt fyrir- mælum Umdæmisstúku Suð- vesturlands, í heimsókn til st. Daníelsher nr. 4 í Hafnarfirði, en bæði Daníelsher og Ein- ingin eru meðal elztu og dug- mestu stúknanna hér syðra. Fjölmenni var mikið á þessum fundi, gestir milli 50 og 60 og heimamenn nær 6 tugum, eða alls milli 110 og 120 manns. Ólafur Jónsson, æt. st. Daníelsher, stjórnaði fundi af miklum myndarskap. Heimamenn skemmtu með leiksýningu (þætti úr Skugga- Sveini), skrautsýningu, söng ungmenna, upplestri og á- vörpum. Gestir (Einíngarfé- lagar) svöruðu með gaman- þáttur íslenzkrar menningar og uppeldismála í dag. Ef okk- ur tækist að efla og treysta þessi samtök svo að stefna þeirra entist æskufólkinu fram eftir aldri, væri stórvirki unnið og mörgum vanda og voða bægt frá þjóðinni. — Hefurðu ákveðnar til- lögur að gera í þessu efni? — Ég tel, að það eigi að setja löggjöf um að nokkrir menn séu launaðir af opin- beru fé til að helga sig störf- um fyrir bindindisstarfsenn' unga fólksins. Unglingaregl- an, Ungtemplarar og Sam- band bindindisfélaga í skólum ættu að mega ráða sér starfs- menn, sem launaðir væru af almanna fé úr ríkissjóði ein- göngu eða sveitarsjóði eða bæjarsjóði og rikissjóði. Það væri gott fyrirtæki fjárhags- lega. — Hvernig liugsarðu þér jramkvœmdina? — Ég vildi leggja áherzlu á það, að hið unga bindindis- fólk fengi sjálft að velja sér starfsmenn og þeir væru ráðnir ákveðinn tíma, — ráðnir af því íólki, sem þeir eiga að vinna með, — en ekki stjórnskipaðir embættismenn ævilangt. Það væri skemmti- legra fyrir mennina að vera ráðnir þannig og þjóðfélagið á að meta þessi samtök ungu kynslóðarinnar og sýna þeim fullt traust. — Auðvitað þarf margt að athuga betur í þessu sambandi, en það má ekki draga lengur að fara að hugsa um þetta. Við þökkum Halldóri kœr- lega fyrir fróðlegt spjall og mjög athyglisverðar ■ og merkilegar tillögur, sem von- andi eiga eftir að komast í framkvœmd. E. sömum leikþætti og ávarpi æt. Einingarinnar, Þorvarös Örnólfssonar. Eftir fund var framborið kaffi og kræsingar af venju- legum hafnfirzkum myndar- skap og örlæti, sem aldrei bregzt og dans var stiginn fram á nótt. 7 hafnfirzk ungmenni gengu í Daníelsher þessa kvöldstund og um helmingur fundar- manna, sem og gesta, var ungt fólk um og innan við tvítugt. Var hér sýnilega um fyrirmyndar stúkulíf að ræða og samkoma þessi mjög til eftirbreytni á allan hátt. Utsölustaöir Nútímans Austurbær Gosi, Skólav.stíg Laugav. 11 — Brauöbarinn Hverfisgata 69 — Florida Hverfisgata 174. Hlemmtorg — Söluturninn. Nóatún — Sælacafé Austurver Mávahlíð — Krónan Miklatorg — Biðskýlið Mánag. 18 — Sælgætisbúðin Laugav. 116 — Veitingast. Laugav. 34 — Sælgætisverzl. Klapparstígur — Vindillinn Frakkast. 16 — Veitingast. Barónsst. 27 —Veitingastofan Lokast. 28 — Sælgætisbúðin Þórsgata 14 — Þórsbar Miðbær Austurstræti — Eymundsson Lækjartorg — Söluturninn Kalkofnsvegur, S. V. R. Kirkjustræti — Söluturninn Aðalstræti 8 — adlon Vesturgata 2 Söluturninn Bókabúð Æskunnar, Krkjuhv. Vesturbær Garðastr. 2 — Sælgætisbúðin Vesturgata 29 — Fjóla Vesturgata 45 — West-End Vesturgata 53 — Veitingastaf. Bræðrab.st. 29 — Söluturninn Melaturninn Birkimelur — Birkiturninn Úthverfin Gnoðavogur 46 — Biðskýlið Réttarholtsv. 1 — Turninn Grensásvegur 24 — Ásinn Bústaðav. — Biðskýlið Laugarnesv. 52 — Vitinn Laugarásv. -— Laugarásskýli Biðskýlið h. f. — Kópav.hálsi Biöskýlið Álfafell. Garðavegur 9, Hafnarfirði. Ég bar þennan fund og þessa skemmtun saman við sam- kvæmi, þar sem áfengi er haft um hönd og breytir ýmsum i ógeðsleg ruddamenni, og ég óskaði þess heitt, þetta kvöld í Hafnarfirði, að þeir, sem með minnstum velvilja minnast stúknanna og starfs þeirra í bænum sínum, hefðu mátt vera sjónar- og vitund- arvottar að kvöldstund þess- ari, því þá mundi margt öðru- vísi verða sagt um góðtempl- arastúkurnar og starf þeirra, en stundum hefur viljað brenna við. Einingarfélagi.

x

Nútíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.