Nútíminn - 20.05.1961, Side 4
4
NÚTÍMINN
NÚTÍMINN
Útgefandi: Stórstúka íslands
(Skrifstofa á Príkirkjuvegi 11, sími 17594)
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gunnar Dal
Njálsgötu 87 — Heimasími 36533
Afgreiðsla á Laugavegi 28
Gjaldkeri: Sindri Sigurjónsson, pósthóllf 757
Prentsmiðjan Edda h.f.
Bréf til Nútímans
Ólafur Gunnarsson:
SEX EÐA 7
MeÖ mikilli ánægju hef ég
lesið Nútímann, síðan hann
hóf göngu sína. Ég er þó ekki
templar og hef aldrei verið. Ég
er meira að segja ekki algjör
bindindismaður, en þó áreið-
anlega í hófsamara lagi af
manni, sem á annað borð af-
neitar ekki undantekningar-
laust víni. Annars hef ég allt-
af verið hlynntur bindindi og
séð í hvern voða stefnir með
áfengismál þjóðarinnar, eink-
um síðustu árin. En ég hef
alltaf haft lítiö álit á templ-
urum og jafnvel fyrirlitiö þá
og talaö af lítilsvirðingu um
þá. Ég verð þó að viðurkenna,
að ég hef í rauninni aldrei
neitt til þeirra þekkt af eigin
kynnum. En það tala svo
margir illa um templara og þá
hættir manni við að trúa í
hugsunarleysi og jafnvel taka
undir óhróðurinn. Svo var það
af einhverri rælni að ég keypti
fyrsta blaðið af Nútímanum
og svo næstu blöð líka, því að
ölmálið var þá svo mikið á
dagskrá. Mér líkaði blaðið
býsna vel og síðan hef ég
keypt það, og nú er ég orðinn
fastur áskrifandi að því. Yfir-
leitt líkar mér blaðið vel, en
ástæðan til þess að ég skrifa
þetta bréf, er sú, að blaðið
hefur opnað augu mín fyrir
því, að það er ekkert nema
illkvittinn rógur að þið gerið
ekkert nema dansa. Frásagn-
irnar og myndirnar af öllu
æskulýðsstarfinu hafa sann-
að mér það bezt.
Þó að þið hefðuð aldrei gert
neitt annað en það, sem þið
hafið gert fyrir æskulýðinn í
Reykjavík, Akureyri, Hafnar-
firði, Keflavík og sjálfsagt
víðar, þá hefið þið unnið þarft
verk og eigið þakkir 'skyldar
fyrir það. Frásagnirnar af því
og myndirnar, sem ekki ljúga,
hafa breytt skoðun minni á
ykkur templurum, — þakkað
veri Nútímanum, — og nú tek
ég hiklaust svari ykkar, þegar
ég heyri talað illa um ykkur.
Ég óska Nútímanum og
templurum alls góðs og skora
á alla góða menn og konur að
styrkja Nútímann með því að
gerast áskrifendur að honum
og lesa hann vel og hugsa í
alvöru um áfengisvandamálin.
Reykjavík, í maí 1961.
Velviljaður.
Gamanleikur í þrem þátt-
um eftir Lesley Storm. Þýð-
andi Ingibjörg Stephensen.
Leikstjóri: Hildur Kalman.
Leiktjöld: Steinþór Sigurðs-
son. Ljósameistari Gissur
Pálsson.
Leikfélag Reykjavíkur hef-
ur oft verið fundvíst á góða
gamanleiki og virðist sízt vera
í afturför hvað það snertir ef
dæma má eftir leiknum „Sex
eða 7“. Þetta leikrit hefur
flesta kosti gamanleiks. Þar
er dregið dár að alls konar
undarlegheitum í fari manna
og þá ekki síður kvenna, enda
er höfundurinn kona, sem
þekkir spaugilegu hliðarnar
á kveneðlinu út og inn. En
þrátt fyrir allt gamanið dylst
engum,aö alvaran er alls stað-
ar á bakvið, en það eru ein-
mitt aðalsmerki hins góða
gamanleiks. —
Efnið er í stuttu máli þetta:
Skozkur lávarður hefur
kynnzt bandarískri stúlku,
sem er einbirni efnaðra for-
eldra. Lávarðurinn er eigandi
gamals herragarð, sem kom-
inn var í niðurníðslu og beitir
hann nú öllum ráðum til þess
að koma öllu í gott horf á
ný og hefur þegar náð mikl-
um og góðum árangri. Herra-
garður þessi erfist aðeins í
karllegg og er því áríðandi, að
lávarðurinn eignist son með
FERÐIZT
Z&SZK&VSS''
8JÖ5^>«y
UK’&Xf
ÍWR
sx
*?
39
s
«
*
*
fe
R
»
HH
»SR
aasft
»»»ö95SRk
fi!Rfififi»fiðSfifiíCk
fifios wwwnynK
VHHI-------------
'KfifiififififlíðWfi
væs
«
*
K
ðk
jfi
M
m
686 2Í
Alððfil
-fiSSRV
jðSjfiCfifiX
..ö«SfiMfifitfiMfilfiM!
MEÐ FOXUNUM hF
ILLI LANDA
tywfé/a// Á‘/aœ(/sjr.K i
ICELAIVOAJJR. SB
konu sinni, en þegar leikur-
inn hefst hafa þau aðeins
eignazt sex dætur.
Húsfreyjunni finnst nú nóg
komið, en lávarðurinn má
ekki heyra annað nefnt en
eignast sön. Ágreiningurinn
verður til þes, að konan hring-
ir til foreldra sinna á þeim
tíma dags þegar nótt er í
Bandaríkjunum. Þau koma
tafarlaust til liðs við dóttur
sína — eða hvað? Leikhús-
gestir verða sjálfir að svara
þeirri spurningu hvort koma
þeirra er til góðs eða ills.
Hildur Kalman stj órnar
leik þessum og hefur gert það
af vandvirkni og smekkvísi.
Vel hefur tekizt leikendaval
og er þá hálfur sigur unninn.
Hildur er smekklega kynnt i
leikskrá en þar hefur sú villa
slæðzt í frásögnina, að hún
hafi starfað með danska leik-
stjóranum Simon Edwardsen.
Simon Edwardsen er fæddur
í Noregi en hefur starfað alla
sína leikstjóraævi í Svíþjóð
og er sænskur ríki^borgari.
Villu þessa ætti að leiðrétta
þegar leikskráin verður end-
urprentuð en þess verður vafa-
laust þörf því spá má þessu
leikriti langra lífdaga i Iðnó.
Guðmundur Pálsson leikur
Dungavel lávarð og er ánægju-
legt að sjá hversu hressilega
Guðmundur tekur á viðfangs-
efninu. Lávarðurinn er unn-
andi moldar og frjósemi,
hreinn og beinn í orðum og
verkum. Á lægni hans og karl-
mennsku veltur fyrst og
fremst hvort óðalið erfist til
sonar hans, sem enn er ó-
fæddur eða þremenningsins
Bernard Taggart-Stuart
(Birgir Brynjólfsson).
Helga Valtýsdóttir leikur
iafði Dungavel. Þetta hlut-
verk er ólíkt þeim skapgerð-
arhlutverkum sem Helga
hefur áður túlkað með mest-
um glæsibrag. Lafði Dungavel
er greind kona, sem ann
manni sínum hugástum, en
vafasamt uppeldi gerir henni
erfitt fyrir á ýmsan hátt. Móð
irin hefur sízt átt þátt í að
kenna henni að greina hismi
frá kjarna, enda er krýning-
arhátíð Bretadrottningar
hinni amerísku frú öllu
Áskriftasími
NÚTÍMANS
er 36533
meira virði en allur bústofn
tengdasonarins.
Helga skapar þarna betri
tegund bandarískra eftirlæt-
isdætra eins og höfundur
ætlast til og sýnir um leið
nýja og geðþekka hlið á leik
sínum.
Rita Larsen leikur elztu
dóttur Dungavelhjónanna og
er mikill frískleiki í meðferð
hennar á þessu skemmtilega
hlutverki. Vafalaust má þakka
Hildi Kalmann, sem er vön að
stjórna barnaleikritum,
hversu vel litla stúlkan nýt-
ur sín, en segja má að hún
verði þegar í upphafi uppá-
hald leikhúsgesta.
Regína Þórðardóttir kemur
nú eftir áratugs fjarveru frá
Iðnó aftur fram á gamla
sviðið og nýtur sín hið bezta.
Tengdamóðir Dungavel lá-
varðar verður í meðferð henn-
ar skemmtilega hégómleg og
allt hennar fas og gerðir opna
leikhúsgestum heima hjákát-
legs kvennaveldis, þar sem
heilbrigð skynsemi er bann-
færð en auglýsingaæði og
tepruskapur blandast saman.
Tom Chadwick, tengdaföður
Dungavels leikur Brynjólfur
Jóhannesson. Þessi ágæti mað
ur er að nokkru leyti orðinn
beygður af 30 ára samvistum
við drottnunarsjúka konu en
getur þó ekki án hennar ver-
ið. Mannkostir hans eru þó
svo miklir, að segja má að þeir
ráði mestu um, að allt fer
ekki forgörðum, sem ungu
hjónin eru búin að byggja
upp af lífshamingju.
Brynjólfur fer vel með
hlutverkið og því betur sem
á leikinn líður.
Valdimar Lárusson fer vel
með hlutverk gamla þjónsins
en Birgir Brynjólfsson veldur
ekki hlutverki Bernards. Það
eina sem hann sýnir er ó-
taminn vitleysa og aumingja-
skapur en hvorugt orkar sann
færandi á leikhúsgesti. Birg-
ir verður að gera sér grein
fyrir því, að það er ekki nóg
aö vera sonur Brynjólfs Jó-
hannessonar til þess að vera
vel séður á íslenzkum leik-
sviðum. Þorsteinn Ö. er ágæt-
ur frændi lávarðarins.
„Sex eða 7“ mun áreiðan-
lega gleðja marga leikhúsgesti
á komandi vorkvöldum og
þegar skuggarnir lengjast
með haustinu munum við
áreiðanlega hitta þetta
skemmtilega fólk á ný við
Tjörnina.
Ólafur Gúnnarsson.