Nútíminn - 20.05.1961, Síða 5
NUTIMINN
5
Unglingareglan á íslandi 75 ára
Hinn 9. maí s.l. varð Ung-
lingareglan á íslandi 75 ára.
Þann dag fyrir 75 árum var
barnastúkan Æskan nr. 1
stofnuð í Reykjavík af Birni
Pálssyni, ljósmyndara, sem
var fyrsti gæzlumaður stúk-
unnar.
Fyrsti æðstitemplar stúk-
unnar var Friðrik Hallgríms-
son, er síðar varð dómkirkju-
prestur í Reykjavík, svo sem
alkunna er. Verndarstúkur
Æskunnar eru st. Verðandi
nr. 9 og Einingin nr. 14. Nú-
verandi gæzlumenn stúk-
unnar eru Ólafur F. Hjartar,
hér á landi 40 barnastúkur
með 2400 félögum. Nú eru
starfandi um 60 barnastúkur
með yfir 6700 félögum.
Barnastúkur eru upprunn-
ar í Bandaríkjum N.-Ameríku
og eiga rætur sínar að rekja
til svokallaðra barnamustera,
sem fyrst komust á fót árið
1874. Barnadeildir mynduðu
síðar með sér félagsheild, sem
nefnd er Unglingaregla, sem
er grein á stofni Góðtempl-
arareglunnar. Unglingareglur
starfa í mörgum löndum
heims. Yfirmaður unglinga-
reglunnar nefnist stórgæzlu-
maður. Fyrsti stórgæzlumað-
Æskufélagar leika á blokkflautur.
bókavörður og Þorvarður
Örnólfsson, kennari. Æðsti-
templar stúkunnar er Áslaug
Jóhannesdóttir, nemandi.
Fyrsta barnafélag á íslandi.
Barnastúkan Æskan var
fyrsta barnafélag, sem stofn-
að var hér á landi. Fljótlega
eftir stofnun Æskunnar
fylgdu í kjölfar hennar
barnastúkur víðsvegar um
land. Á 25 ára afmæli Ungl-
ingareglunnar voru starfandi
ur Unglingareglunnar hér á
landi var Friðbjörn Steins-
son, bókbindari á Akureyri.
Núverandi stórgæzlumaður
er Ingimar Jóhannesson, full-
trúi fræðslumálastjóra.
Markmið:
Markmið Unglingareglunn-
ar er að kynna börnunum
hugsjónir Góðtemplararegl-
unnar, sem eru fyrst og fremst
brœðralag allra manna, algert
bindindi á áfenga drykki, út-
Félagar Æskunnar, sem hlutu bronsmerki fyrir skyldurækni. Þorvarður
Ömóifsson, gæzlumaður, lengst tii vinstri.
60 barnastúkur meö 6700 félögum
:
Félagar Æskunnar ásamt nokkrum heiðursfélögum og gæslumönnum. - Myndirnar á síðunni voru allar tekn-
ar á hátíðafundi Æskunnar í tilefni af 75 ára áfmælinu. (Mynd: STUDIO).
rýming áfengisnautnar og
þrotlaust starf að því tak-
marki, að andi réttlætis og
bræðralags nái að gegnsýra
allt þjóðlífið.
Unglingareglunni voru val-
in einkunnarorðin: sannleik-
ur, kærleikur, sakleysi. Um
leið og börnin gengu í regl-
una lofuðu þau að forðast
áfengi, tóbak, fjárhœttuspil og
illt orðbragð. Er þetta enn sú
skuldbinidng, sem þau gang-
ast undir hér á landi frá 8
ára aldri, að því síðasta und-
anskildu. En talið er skylt að
forðast illt orðbragð. Sum-
staðar í nágrannalöndum
vinna börnin framangreint
heit 12—14 ára.
Frá upphafi starfsins hefur
börnunum verið kennt að
temja sér góða siði, hjálpfýsi
og hlýðni við foreldra og
kennara.
Fjölbreytt starf.
Unglingareglan hefur jafn-
an haft margbreytta starf-
semi ár hvert, bæði vetur og
sumar. Fundirnir setja aðal-
svipinn á vetrarstarfið, ferða-
lög og námskeið á sumar-
starfið. Börnin sjálf eru látin
starfa sem mest. Öll störfin
miða að auknum þroska
þeirra, andlegum og líkam-
legum. Leiðtogar barnanna
— gæzlumennirnir — fórna
miklum tima og kröftum
vegna þess starfs, sumir ára-
tugum saman. Margir viður-
kenna að verðleikum starf
barnastúknanna og láta böm
sín starfa í þeim, enda eru
þær hinn bezti skóli á marg-
an hátt. Barnastúkufélagar
hafa oft valizt til forystu í fé-
lagsmálum síðar á ævinni,
ekki sízt vegna kunnáttu og
þjálfunar í fundarsköpum og
margvíslegum félagsstörfum.
Auk venjulegra fundarstarfa
gera börnin sitthvað sér til
skemmtunar á hverjum fundi.
Sögur eru lesnar, leikrit sýnd,
söngur æfður og hljóðfæra-
leikur, eftir því, sem hægt er.
Getraunaþættir og kvik-
myndasýningar eru vinsæl
skemmtiatriði. Árlega eru
haldnar jóla- og afmælis-
skemmtanir, foreldrafundir o.
fl. Þá taka og barnastúkur
þátt í skólamótum þeim, sem
haldin hafa verið síðustu ár
til styrktar og útbreiðslu
bindindis. Barnastúkur heim-
sækja oft hver aðra og stund-
um er þeim boðið á fund í
verndarstúkum sínum og
fundarefni þá miðuð við
barnahæfi.
Bryndísarminning:
Svo heitir eini styrktar-
sjóðurinn, sem Unglingaregl-
an á. Þau hjónin Gissur Páls-
son, rafvirkjameistari, fyrrv.
stórgæzlum., og frú Sigþrúð-
ur Pétursdóttir stofnuðu
hann til minningar um Bryn-
dísi dóttur sína 1949. Sjóðn-
um er ætlað að styrkja tón-
listarstarfsemi félaga í
barnastúkum Reykjavíkur.
Sjóðnum er aflað tekna með
minningagjöfum, barna-
skemmtunum o. fl. Nokkur
styrkur hefur þegar verið
veittur úr sjónum.
Barnablaðið Æskan.
Barnablaðið Æskan er ná-
tengd Unglingareglunni, þar
Framh. á 6. síðu.
Einn af leikflokkutn Æskunoar ásamt leiffbeinanda sínum, Sigrúnu
Gissursdóttur.