Nútíminn - 20.05.1961, Side 7
NÚTÍMINN
7
Sigurður Jónsson:
HANDRITAMÁLID
Mjög er spurt þessa dagana
um handritamálið og virðast
furðumargir telja mikil ör-
lög í höndum Dana, þar sem
handritin eru.
Víst er handritamálið stór-
mál en kannske meira fyrir
aðra aðila en okkur íslend-
inga og á annan veg en mest
hefir verið á orði haft, því
mest er vert að þau séu til og
notuð en ekki munu blöðin
sem þau eru skráð á, fúna ör-
ar á einum stað en öðrum
eins og geymslur eru orðnar
og ekki munu Danir hafa
burði til að afrækja rannsókn
þeirra fremur eftir að hafa
með ofríki haldið þeim rang-
lega og á mót betri vitund en
á meðan enginn gerði sér
Ijóst að athugandi væri um
heimildir þeirra fyrir yfirráð-
um yfir þeim auði.
Samkvæmt uppruna og
réttlæti eiga handritin auð-
viðað að koma hingað en þó
einkum vegna þess, að hér eru
bezt tæki við rannsókn þeirra
ef hún á að verða svo tæm-
andi, sem hún getur orðið, og
þau eru hvorki ljósmynda-
vélar eða kvarslampar, þótt
nauðsynlegir séu, heldur orð-
færi og hugsunarháttur
þeirra manna, sem enn hanga
á nokkru af stofnum, hljóð-
um og skipulagsgáfu svipaðri
þvi, sem myndaði frásögn,
verknaði og atburðaskilning
þessara umdeildu handrita.
Og þetta hafa Danir vitað
alla tíð. Þeir hafa sogið út til
sín hvern íslenzkan afburða-
manninn af öðrum til þess að
rannsaka fyrir sig það, sem
þeir réðu ekki við sjálfir, og
þeir hafa gert þá suma sjálfa,
en afkomendur annarra
hálfu verri (Æ, hvað kallar
nú meistari Jón fyrirbærið?)
en sjálfa sig, og væri þar efni
til kröfu um mörg manngjöld,
ef ekki væri hitt, að svíðandi
heimþrá, einstæðingsskapur
og ódrepandi ættjarðarást
hefði leyst svo úr sumum
þessum þrælkunargripum
þeirra, að þeir hefðu fremur
vonum greitt bæturnar fyrir
þrælkandann með áhuga á
málum íslands og grundvall-
aðri þekkingu á þeim heim-
alningunum til styrks og
menningarauka. Það hefði
þannig vísast orðið minna
gagn að Jóni Sigurðssyni sem
aðstoðarpresti vestur á
Hrafnseyri hjá föður sínum
heldur en, þar sem hann varð,
með heildarsýn fjarlægðar-
innar og námsíramans fyrir
ieiðarstein en ættjarðarástina
og danskar mótgerðir fyrir
byr og brýningar.
„En“, spyrja sumir, „hvað
veldur tómlæti dr. Jóns Helga-
sonar frá Rauðsgili“? Hefir
hann ekkf meira að kenna í
þesum fræðum en flestir
menn aðrir og öllum betri að-
stöðu til þess? Því hefir jafn-
vel verið kastað fram að
kommúnistinn i honum hafi
í þessu máli tekið við stjórn-
inni eftir rússneskri línu og
sæti nú færi að láta Norður-
löndin berjast við túngarð
sinn eins og Mörður Valgarðs-
son gerði við granna sína forð-
um.
Sú tilgáta í Jóns garð mun
þó röng. Háðfugl sá mun hafa
séð svo mikið af aurkasti og
rykaustri íslendinga hvers
yfir annan, að hann geti ver-
ið í vafa um hvort okkur sé
ekki sjálfum betra að eiga
nokkuð af vísindamönnum,
sem vel kynnu að hafa festu
til að halda þjóðrækni sinni,
erlendis og utan við siðleysi
kunmngsskaparins íslenzka
þótt það jafnvel kostaði þá
einn og einn Jón Eiríksson líf-
ið og næsta ættlið út af hon-
um þjóðernið. Hann mætti
hafa reynt það á sjálfum sér.
Það gæti verið bending og
hún næg fyrir dr. Jón Helga-
son, að meira hefir verið tal-
að um húsnæði fyrir handrit-
in ef þau kæmu — en starfs-
krafta við þau til úrvinnslu
og umhirðu, um hæfni þess
fólks andlega karlmennsku
og aðra kosti.
Eitthvað er til af uppvax-
andi og uppkomnum fræði-
mönnum, hvort sem það næg-
ir, en hversu margir af við-
komunni munu þola að vera
beint frá prófborði látnir að
grænum völlum í eigin heima-
högum, þar sem ekki ónáðar
þá einu sinni vottur af stroki
til að fá þá til að líta upp úr
beitinni og glöggva stefnur,
fjallasýn og takmark meö
verkinu.
Spá er enn og aðeins spá,
hvar handrit Ámasafns muni
lenda að lokum þótt hingað
ættu þau að komast aftur.
Ef nýnazistar verða látnir
vaða uppi eins og nafnfeður
þeirra á milli heimsstyrjald-
anna, mætti svo fara að þau
höfnuðu með öðru herfangi í
Stór-Þýzkalandi þess tíma,
hvort sem það verður þá ann- <
að en sprengjugígjarústir, en
Danir mega verða fyrir mikilli
þjóðernisvakningu og víðtækri
til þess að vilja nóg fyrir þau
gera, og næmasta hluta skiln-
ings og kunnáttu til að gera
nokkuð óvitlaust með þeim á-
huga yrðu þeir að sækja í
höfuð sín hingað — út til ís-
landsð — ef þeir ættu án ís-
lenzkra höfða að gera sér arð-
bæran feng úr fengnum
skræðunum.
Fullveðja vísindamenn, sem
ætla að ná nýtilegum starfs-
árangri á Árnasafni, og koma
þeirra erinda til Danmerkur
— á meðan það er —, verða
hér eftir sem hingað til að
biðja íslendinga að lesa hand-
ritin með sér að meira eða
minna leyti og vera sér sá
þjóðernisgrundvöllur, sem þau
þurfa að baki sér til að sjást
í réttu ljósi.
Að öðrum kosti — og helzt
hvort sem er — verða þeir að
fara langdvölum til íslands
eins og gerði ekki heimskari
maður en Rasmus Kristján
Rask, fer þá að minnka frægð
Dana af geymslu þeirra og
hagnaður Evrópu af að vita
þau þessu nær meginlandinu,
en þau yrðu á upprunastað
sínum.
En Dönum mætti vera fagn-
aðarefni að kaupa þau af sér
ef þyrfti, heldur en sitja með
þau sem sönnun um mergsog-
un og ruplanir á íslenzkri
þjóð um hundruð ára. Slíkir
skartgripir fara enn líkt og
þegar sr. Jón Þorláksson orti
um kvenmanninn og sagði:
Girnast myndi fár að fá
fljóð í stolnu glingri.
Glæpskrúðanum gengur á
Guðríður hin yngri.
Sigurður Jónsson
frá Brún.
Hinn trúarlegi grundvöllur
(Framhald af 2. síðu).
skapazt að miklu leyti af
frábærri fórnarlund mæðr-
anna fyrr og síðar.
Það er ekki ósjaldan sem
við eig'inmennirnir teygum
úr fórnarbikar eiginkonunn-
ar og þurfum að leita ásjár
hennar, vegna misgjörða okk-
ar og tillitsleysis til þeirra og
annarra heimilisástæðna.
Hin vökula móðir, eða eig-
inkona, er sífellt á verði yfir
velferð fjölksyldunnar, eins
og hann sem vakir eins og
blílynd bezta móðir. Fóstur-
landsins freyja, mun alltaf
tendra það ljós sem lýsir fram
eftir veg, því hún veit að
margir hafa sínar birgðir að
bera, bæði ungur sem gam-
all, í margskonar myndum,
þess vegna er það nauðsyn-
legt hverjum manni að fara
eftir ráðum góðrar móður, að
iðka trú og leita sannleikans
í náð og gefa gaum sannind-
um lífsins.
Oss mönnunum er það ljóst
að við lifum í heimi þjáning-
anna, sem mannkynið áskap-
aði sér sjálft í upphafi vega,
vegna vonzku sinnar við hinn
mesta friðarhöfðingja ver-
aldar, sem fæðst hefur í
þennan heim, og kom til að
frelsa mannkynið frá synd-
um, neyð og böli.
Þjáningarnar eru í margs
konar myndum, þær sem eru
óviðráðanlegar, þær sem
hægt er að forðast með vís-
indum og þær sem maöur á-
skapar sér sjálfur, sú þján-
ing sem margir áskapa sér
sjálfir er þjáaiáng drykkju-
skaparins. Hana geta menn
lagt að velli, ef þeir aðeins
vilja.
Af hverju losa menn sig
ekki við þjáningar drykkju-
bölsins sem þeir ráða við
sjálfir. Það er af því að þeir
vilja það ekki sjálfir. Það er
sannleikur málsins.
Eg veit það sjálfur af eigin
raun. Þeir, sem ekki treysta
sér til þess sjálfir, eiga að
leita liðs annarra góðra
manna og félagsskapar, það
ætti að vera öllum ljóst, að
drykkjuhneigð manna hefur
í för með sér margskonar
hrösun og vandamál, þá eru
hverskonar freistingar á
hverju homi hins daglega lífs.
í kjölfar þeirra er svo andúð
vegfarandans á hinum sið-
lausa þjóni Bakkusar. Þeim
mönnum veitir ekki af, sem
í þær vegleysur rata að leita
hjálpar þegar þeir hafa misst
stjórn á sjálfum sér. Eg
mundi vilja benda mönnum
á sem þannig eru á vegi stadd-
ir það sem ég tel öruggustu
hjálpina við drykkjubölinu;
að leita hjálpar guðs.
Hann sem vakir, veit hvar
kreppir að í lífi vor mann-
anna. Hann veit líka hvar
birtuna vantar og skilur alla
hluti. Skáldið segir í sálmin-
um. Höndin sem þig hingað
leiddi, hlmins til þig aftur
ber. Það er æfinlega full þörf
á að tala um andleg mál, ekki
sízt nú, þegar þjóðfélagshætt-
írnir eru stöðugt að breytast
og fólk vill hafa kristlndóm-
inn einhvers staðar í bak-
herbergi þar sem hægt er að
grípa tii hans við hátíðleg
tækifæri eins og sparifata.
Góðtemplarareglan sem við
stöndum saman um er okkar
önnur móðir. Hún er með
faðminn opinn fyrir alla þá
sem vilja vera börn hennar.
Við erum sannarlega börn
hennar. Hún byggir sínar
forsendur á trúarlegum
grundvelli, hennar undirstaða
er hin ótmæmandi sjóður, er
gefur mönnum og konum kost
á að auka lífsgæfu sína, gæfu
sem er lykill að hinu fegursta
lífi vor mannanna. Lykill að
því að vera laus við vín og
allar þjáningar sem því er
samfara, sem skapa í flestum
tilfellum dimmar nætur og
sólarlausa daga. Reglan leyt
ast við að vernda mannheill
og vinnur að bjartari og feg-
urra. lífi um allan heim.
Um 75 ára skeið, hefur þessi
helgiglóð verið tendruð á
þessum stað, bæði af látnum
forustumönnum reglunnar
um áratugi og af þeim sem
nú standa vörð um hana. Á
þessum stað hefur margur
maðurinn fundið hjarta sitt
fyllast friði og birtu, svo það
hefur rofað til í vályndum
veðrum, og hin dimma nótt
hefur liðið hjá. Hingað eiga
margir eftir að sækja sinn
andlega mátt og nýja tilveru,
ef vel er á haldið.
Nú þesa dagana heyrum við
vorfuglana syngja um dýrð
þess sem vaknar við komu
vorsins. í rauninni er fyrir
löngu farið að vora, hjá okkur
í stúkum bæjarins. Vorfugl-
arnir okkar, æskan koma með
langflesta móti í regluna að
þessu sinni.
Þar sem sáð hefur verið í
allra fyrsta lagi í málefnum
reglu'nnar, má búast við mik-
illi uppskeru. Það hefur þótt
tíðindum sæta, straumur æsk-
unnar liggur í stúkur bæjar-
ins, enda eru bundnar við
hana björtustu vonir um
framtíðarhamingju. Æskan er
frækorn mannlegs lífs, þess
vegna er það mikil gleði for
eldra og okkar sem vinnum
að fagurri hugsjón, að æskan
velur sér veg reglunnar og
hefur hana sem leiðaljós í
stafni.
Eg vil benda æskunni á það
að það er mikill vandl að vera
kyndilberi reglunnar, og leit-
ast við að vera sannur Góð-
templari. Prúðmennskan þarf
að vera aðalsmerki í daglegu
fari, öðrum til fyrirmyndar.
Iðka í lífi sínu hellagar
dyggðir, og fegra mannkosti
sína er stuðla að heilbrlgðu
lífi. Vertu hógvær, tem þér
sannleika í orðum og verkum
og vertu alltaf. tilbúinn að
hjálpa öðrum til að öðlast
nýtt líí og byrgja brunn Bakk
usar.
Hafnarfirði 16/4 1961.
Guðmundur Guðgeirsson.