Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 2
KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós á tvennum vígstöðum þegar fjórir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Topplið KR hafði unnið alla leiki sína í deildinni þar til það fór til Hafn- arfjarðar þar sem KR tapaði fyrir Haukum 66:60 en lið Hauka hafði ein- ungis unnið einn af fyrstu fimm. Þá vann Hamar sterkt lið Vals á Hlíð- arenda 69:61 og þar með hafa Hver- gerðingar unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum. Væntanlega sætur sigur fyrir Hvergerðinga sem þar mættu fyrrverandi þjálfara félags- ins og nokkrum fyrrum samherjum. Beið eftir að sjá sterka vörn „Jú, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta var alveg frábært. KR-liðið er hörkugott og við megum vera stolt af því að hafa unnið toppliðið,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, þegar Morgunblaðið spurði hann hvort ekki væri gott í honum hljóðið eftir þennan sigurleik. Hver er galdurinn við að vinna KR-liðið sem leikið hefur frábærlega í haust og fundið taktinn fljótt þrátt fyrir miklar mannabreyt- ingar í sumar? „Galdurinn segirðu. Varnarleikurinn var mjög öflugur og það er eitthvað sem ég hef beðið eftir í allt haust. Hann small í kvöld og okkur gekk mjög vel að fylgja eftir þeim áherslum sem við vor- um með í varnarleiknum. Varnarleik- urinn var því lykillinn að sigrinum,“ út- skýrði Bjarni og þegar tölfræðin úr leiknum er skoðuð má sjá að Hafnfirð- ingar héldu sterkum leikmönnum á borð við Bryndísi Guðmundsdóttur og Margréti Köru Sturludóttur í 8 skor- uðum stigum sem er með minnsta móti á þeim bæjum. Bjarni bætti því við að hann hefði séð glefsur í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem margt hefði bent til þess að Haukaliðið gæti spilað sterka vörn. „Við höfum hins vegar verið hörmuleg á köflum í vetur. Höfum einnig átt góða kafla en ekki tekist fyrr en nú að spila góða vörn í heilan leik.“ Hvolsvellingar mætast Bjarni neitar því ekki að sigurinn geti gert Haukaliðinu gott í framhald- inu en segist samt sem áður ekki vilja dvelja of mikið við hann. „Já, vonandi en við getum ekki gleymt okkur yfir einum sigri. Ég ætlaðist til þess að við næðum góðum leik því við getum unnið KR á góðum degi eins og kom í ljós. Næsta verkefni er að fara til Hvera- gerðis og mæta Hamri sem hefur unnið tvo leiki í röð. Það er alltaf gott að fá tvö stig en þessi sigur verður minni ef við komum ekki sterk til leiks á móti Hamri. Ef við vinnum þann leik ættum við að fá meira sjálfstraust. Lalli (Lár- us Jónsson þjálfari) og stelpurnar hans náðu flottum sigri í kvöld og það verður erfitt verkefni að fara til Hveragerðis. Þar munu tveir Hvolsvellingar slást á hliðarlínunni og það hlýtur að fara í sögubækurnar.“ Deildin í hnút Eftir leiki gærkvöldsins eru Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur komnir upp að hlið KR á toppi deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Keflavík vann Snæfell nokkuð örugglega á heimavelli 82:66. Njarðvík sem lék til úrslita í fyrra er í þriðja sætinu með átta stig. Njarðvík fór í Grafarvoginn og vann Fjölni 99:78 eftir nokkuð jafn- an fyrri hálfleik. Þegar staða annarra liða í deildinni er skoðuð er hún býsna merkileg en reyndar mjög einföld. Valur, Haukar, Snæfell, Fjölnir og Hamar eru nefni- lega öll jöfn með 4 stig og því ekki óvarlegt að segja að deildin sé í einum hnút. „Þetta er ekki staða sem kemur mér neitt á óvart. Þetta er akkúrat það sem ég bjóst við og liðin verða sjálfsagt í einum pakka fram eftir vetri en það er bara gaman. Liðin geta væntanlega hoppað upp um fjögur til fimm sæti með einum sigri,“ sagði Bjarni. Óvænt tíðindi á tvennum vígstöðum Morgunblaðið/Golli Átök Katina Mandylaris, Fjölnir, og Ólöf Helga Pálsdóttir, Njarðvík, takast á í Grafarvoginum í gærkvöldi.  Fyrsta tap KR  Hvergerðingar skelltu fyrrum samherjum 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknatt- leik, hefur valið 21 leikmann til æfinga fyrir heimsmeist- aramótið sem hefst í Brasilíu 2. desember. Af þessum 21 leik- manni velur Ágúst síðar 16 leikmenn til þess að taka þátt í mótinu. Æfingar hefjast 19. nóvember. Fátt kom á óvart í vali Ágústs en allir leikmennirnir hafa meira og minna tekið þátt í leikjum landsliðsins eftir að hann tók við stjórn þess snemma á þessu ári. Athygli vekur þó að Sunneva Einarsdóttir, varamarkvörður úr Val, er þriðji mark- vörður hópsins. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, er meidd og getur ekki gefið kost á sér. Berglind Íris Hans- dóttir og Íris Björk Símonardóttir hafa lagt skóna á hilluna en þær voru í marki íslenska landsliðsins þegar það tók þátt í Evr- ópumeistaramótinu í Danmörku í desember í fyrra. Hópurinn er skipað eftirtöldum leikmönnum; Markverðir: Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Val, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK, Sunneva Einarsdóttir, Val. Aðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val, Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg DH, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram, Birna Berg Haraldsdóttir, Fram, Brynja Magnúsdóttir, HK, Dagný Skúladótt- ir, Val, Elísabet Gunnarsdóttir, Fram, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni, Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Spårvägens HF, Hrafnhildur Skúladóttir, Val, Karen Knútsdóttir, Blom- berg-Lippe, Ragnhildur Rósa Guðmunds- dóttir, Val, Rakel Dögg Bragadóttir, Lev- anger, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro, Sólveig Lára Kjærnested, Stjörn- unni, Stella Sigurðardóttir, Fram, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Team Tvis Holstebro, Þorgerður Anna Atladóttir, Val. Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki við Tékka hér á landi 25. og 26. nóvember áður en það heldur af landi brott 29. nóvember áleiðis til Brasilíu. Ísland verður í riðli með Angól, Kína, Noregi, Svarfjallalandi og Þýskalandi á heimsmeistaramótinu. Þetta verður í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalandslið í flokkaíþrótt tekur þátt í loka- keppni heimsmeistaramóts. iben@mbl.is Ágúst Þór hefur HM-undirbúning eftir níu daga Ágúst Þór Jóhannsson Þrír íslenskir knattspyrnum dagana að reyna fyrir sér hj Sarpsborg en þeir Albert B Kjartan Ágúst Breiðdal og Haraldur Björnsson hafa æ vikunni og spila æfingaleik un. „Við höfum það bara fínt gengið ágætlega hjá okkur Það er ekki annað að heyra vel á okkur en hvort okkur v samningur er of snemmt að sagði Albert Brynjar við Mo gær. Líst vel á félagið Albert skrifaði í síðustu v tveggja ára samning við FH samningsbundinn Val og Kj Þeim lís Spánn Bikarkeppni, 32 liða úrslit, fyrri leikur: L’Hospitalet – Barcelona .........................0:1 – Andrés Initesta 86. Meistaradeild kvenna 16 liða úrslit, síðari leikur: Arsenal – Rayo Vallecano.........................5:1  Arsenal fer áfram samtals 6:2. Rossiyanka – Voronezh ............................3:3  Rossiyanka fer áfram samtals 7:3. Lyon – Sparta Prag...................................6:0  Lyon fer áfram samtals 12:0. Torres – Bröndby......................................1:3  Bröndby fer áfram samtals 2:5. PSG – Frankfurt .......................................2:1  Frankfurtfer áfram samtals 4:2. KNATTSPYRNA Þýslaland A-deild karla: Lübbecke – Kiel....................................22:32  Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyr- ir Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.  Þetta var ellefti sigur Kiel í röð í deildinni sem er met. Ekkert lið í sögu þýsku 1. deildarinnar hefur byrjað leiktíðina betur. Staðan: Kiel 11 11 0 0 355:248 22 Hamburg 10 8 0 2 312:266 16 RN Löwen 10 7 1 2 296:269 15 Füchse Berlin 10 7 1 2 292:273 15 Flensburg 10 7 0 3 276:275 14 Lemgo 9 6 0 3 257:245 12 Melsungen 9 5 1 3 267:252 11 Magdeburg 9 5 0 4 264:251 10 N-Lübbecke 10 4 0 6 288:293 8 Göppingen 10 4 0 6 259:276 8 Wetzlar 9 3 1 5 244:253 7 Balingen 9 3 1 5 231:258 7 Burgdorf 9 3 0 6 275:290 6 Grosswallst. 9 3 0 6 227:240 6 Gummersb. 9 2 1 6 257:295 5 Bergischer 9 2 0 7 253:283 4 Hüttenberg 9 1 0 8 218:275 2 Hildesheim 9 1 0 8 254:283 2 B-deild karla: Rheinland – Nordhorn.........................23:24  Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði þrjú af mörkum Rheinland sem er í 13. sæti með átta stig þegar tekið hefur verið tillit til átta stiga sem dregin voru af liðinu við upphafi leiktíðar vegna gjaldþrots á síðasta ári. Danmörk Bikarkeppni karla, 8-liða úrslit: AG København – Skjern......................33:17  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir AG, Arnór Atlason 2 og Snorri Steinn Guðjónsson 1.  AG hafði yfirburði í leiknum og hafði m.a. ellefu marka forskot í hálfleik, 20:9. A-deild kvenna: KIF Vejen – Team Tvis Holstebro .....26:27  Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefáns- dóttir léku báðar með TTH en skoruðu ekki mark. TTH er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir 10 leiki. Randers er efst einnig með 17 stig en betra markahlutfall en TTH. Noregur A-deild kvenna: Storhamar – Levanger ........................25:24  Rakel Dögg Bragadóttir skoraði sjö mörk fyrir Levanger. Nína Björk Arn- finnsdóttir lék með Levanger en skoraði ekki. Ágúst Jóhannsson er þjálfari liðsins. Levanger er í 10. sæti af 12 liðum með fjög- ur stig eftir 10 leiki. Svíþjóð A-deild karla: Hammarby – Kristianstad ..................27:32  Elvar Friðriksson og Þröstur Þráinsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Hammarby. Hammarby situr í 12. sæti af 14 liðum með 6 stig að loknum tíu leikjum. A-deild kvenna: Spårvägens HF – VästeråsIrsta.........27:20  Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Spårvägens sem er í þriðja sæti deild- arinnar með 12 stig að loknum átta leikjum. HANDBOLTI Fjölnir – Njarðvík 78:99 Dalhús: Fjölnir: Brittney Jones 40/7 fráköst/6 stoð- sendingar/5 stolnir/4 varin skot, Katina Mandylaris 20/16 fráköst, Birna Eiríks- dóttir 9, Erla Sif Kristinsdóttir 7/7 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2. Njarðvík: Shanae Baker 34/8 fráköst/6 stoðsendingar, Lele Hardy 23/17 fráköst/7 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 17, Sara Dögg Margeirsdóttir 10, Ólöf Helga Páls- dóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1. Valur – Hamar 61:69 Vodafone-höllin, Iceland Express-deild kvenna , 09. nóvember 2011. Gangur leiksins: 8:2, 14:5, 16:10, 20:14, 25:20, 31:23, 33:28, 36:34, 40:38, 42:45, 44:50, 46:55, 49:57, 55:62, 57:66, 61:69. Valur: Melissa Leichlitner 15/7 stoðsend- ingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 12/12 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 4/5 fráköst, Þór- unn Bjarnadóttir 4/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4/4 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 2. Fráköst: 22 í vörn, 20 í sókn. Hamar: Hannah Tuomi 26/17 fráköst, Samantha Murphy 25/8 fráköst, Álfhildur Þorsteinsdóttir 6/15 fráköst, Sóley Guð- geirsdóttir 5, Kristrún Rut Antonsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Marín Laufey Dav- íðsdóttir 2/6 fráköst. Fráköst: 34 í vörn, 18 í sókn. Haukar - KR 66:60 Ásvellir, Iceland Express-deild kvenna , 09. nóvember 2011. Gangur leiksins: 5:3, 9:9, 14:15, 20:17, 24:21, 27:23, 31:24, 40:27, 44:30, 49:38, 51:40, 53:42, 56:45, 61:47, 66:53, 66:60. Haukar: Jence Ann Rhoads 21/5 stoðsend- ingar, Íris Sverrisdóttir 15/6 fráköst, Hope Elam 12/15 fráköst, Margrét Rósa Hálf- dánardóttir 8, Sara Pálmadóttir 4, Guðrún Ósk Ámundardóttir 3/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3. Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn. KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/4 frá- köst, Erica Prosser 15, Hafrún Hálfdán- ardóttir 11, Bryndís Guðmundsdóttir 8/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Kara Sturlu- dóttir 8/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/4 fráköst. Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn. Keflavík – Snæfell 82:66 Toyota-höllin í Keflavík Keflavík: Jaleesa Butler 27/20 fráköst/3 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Helga Hallgríms- dóttir 1. Snæfell: Kieraah Marlow 19, Hildur Sig- urðardóttir 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 13/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12/4 frá- köst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3/4 frá- köst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1. Staðan: Keflavík 6 5 1 537:438 10 KR 6 5 1 455:410 10 Njarðvík 6 4 2 533:492 8 Hamar 6 2 4 423:479 4 Valur 6 2 4 369:390 4 Snæfell 6 2 4 371:408 4 Haukar 6 2 4 429:458 4 Fjölnir 6 2 4 454:496 4 Meistaradeild Evrópu G.A. Kosice – Spartak Moskva...........55:67  Helena Sverrisdóttir lék með Good Ang- els Kosice í 6 mínútur og skoraði ekki stig en tók eitt frákast. Good Angels Kosice hefur unnið þrjá leiki en tapað tveimur í keppninni til þessa og er í 5. sæti riðilsins af átta liðum. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IEX-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll - Valur ........19.15 Toyotahöllin: Keflavík - Þór Þ..............19.15 Dalhús: Fjölnir - KR .............................19.15 HANDKNATTLEIKUR: Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin: Akureyri - Grótta...........................19 Vodafonehöllin: Valur - HK..................19.30 Framhús: Fram - Afturelding...................20  Viðureign FH og Hauka sem fram átti að fara í kvöld var frestað um ótiltekinn tíma. Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Framhús: Fram - ÍBV ...............................18 BADMINTON Iceland International, alþjóðlegt mót í bad- minton, hefst kl. 10 í dag í húsi TBR. SUND Íslandsmeistaramótið í sundií 25 m laug hefst í Laugardalslaug í kvöld kl. 18.30. Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.