Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 3

Morgunblaðið - 10.11.2011, Side 3
HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Hjá þýska handknattleiksliðinu Kiel þykir það ekki góður árangur að lenda í öðru sæti en það varð hlutskipti þess í þýsku 1. deildinni undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á síðustu leiktíð. Kiel varð Evrópu- og Þýskalandsmeistari árið 2010 með Alfreð við stjórnvölinn og Ar- on Pálmarsson sem leikmann en á síðustu leiktíð náði Kiel ekki að verja þessa titla. Kiel varð bik- armeistari, vann heimsmeistaramót félagsliða og varð meistari meist- aranna á síðasta tímabili en hjá þessu sigursælasta liði Þýskalands var það ekki talinn ásættanlegur árangur. Það er greinilegt á öllu að læri- sveinar Alfreðs ætla sér að endur- heimta þýska meistaratitilinn í ár en liðið hefur unnið alla 11 leiki sína og í huga Alfreðs og leikmanna hans kemur ekkert annað til greina en að 17. meistaratitillinn fari til þeirra í vor. Meiðslin léku okkur grátt „Það er búið að ganga vel hjá okkur. Breytingin í ár miðað við í fyrra er að nú eru svo til engin meiðsli í hópnum en meiðslin léku okkur svakalega grátt á síðasta tímabili. Forysta okkar er ekki nema fjögur stig á Hamborg og við erum ekki farnir að halda upp á neitt ennþá. Ég sé Hamborg fyrir mér sem okkar helsta keppinaut um titilinn í ár en Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen geta líka blandað sér í baráttuna,“ sagði Al- freð Gíslason, þjálfari Kiel, við Morgunblaðið. Klúðruðum þessum stigum sjálfir Smá bras hefur verið á Kiel í Meistaradeildinni en eftir þrjár um- ferðir í riðlakeppninni hefur Kiel 3 stig en það tapaði á heimavelli fyrir frönsku meisturunum í Montpellier og gerði jafntefli á útivelli á móti Ademar Leon eftir að hafa haft öruggan sigur gegn ungverska lið- inu Pick Szeged á útivelli í fyrstu umferðinni. „Við klúðruðum þessum stigum sjálfir. Við fórum ferlega illa með mörg dauðafæri og getum engum nema sjálfum okkur um kennt. Við förum upp úr riðlinum og stefnum að sjálfögðu á að fara alla leið eins og í öllum mótum,“ sagði Alfreð. Hinn 21 árs gamli Aron Pálm- arsson er nú að spila sína þriðju leiktíð með þýska stórliðinu undir stjórn Alfreðs og spurður út í fram- göngu Hafnfirðingsins sagði Alfreð: „Það er ekki spurning að Aron á bjarta framtíð en þetta er allt í hans höndum. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur. Aron varð fyrir því óláni að togna í læri fyrir nokkrum vikum og það tók hann smá tíma að ná sér af þeim meiðslum en hann er allur að koma til núna,“ sagði Alfreð. Þögull um hugsanlega komu Guðjóns Vals til Kiel Orðrómur hefur verið í gangi um að Guðjón Valur Sigurðsson gangi til liðs við Kiel fyrir næsta tímabil og endurnýi þar með kynnin við Al- freð en Guðjón lék undir hans stjórn hjá Gummersbach. Guðjón er nú á mála hjá danska meistaralið- inu AG Köbenhavn. Samningur hans við liðið gildir til næsta vors. „Ég hef svo sem ekkert um þetta að segja. Við sjáum bara til,“ sagði Alfreð þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði sér að fá Guðjón Val til liðs við sig. „Það liggur ljóst fyrir að vinstri hornamaðurinn Henrik Lundström heldur heim til Svíþjóðar eftir tíma- bilið og við komum til með að fá leikmann í hans stað,“ sagði Alfreð. Alexander verður að vera atkvæðamikill Ekki er hægt að sleppa Alfreð án þess að spyrja hann út í hvaða til- finningu hann hafi fyrir íslenska landsliðinu sem tekur þátt í úr- slitakeppni Evrópumótsins í Serbíu í janúar. „Það ræðst mikið af því hvort Óli Stefáns verður með eða ekki. Það lítur ekki vel út með hann skilst mér en þá verða bara aðrir leik- menn að taka við eins og Alexander Petersson, sem hefur alltaf staðið sig vel með landsliðinu. Hann verð- ur að vera atkvæðamikill og Ásgeir Örn Hallgrímsson að bakka hann upp. Nú hef ég ekki séð til lands- liðsins í einhvern tíma svo það er erfitt að spá um það hvort það geti blandað sér í baráttu um verðlaun. Það eru margar þjóðir á svipuðu róli og íslenska liðið. Til að mynda hafa Þjóðverjarnir ekki spilað vel og Svíarnir eru með marga menn í meiðslum. Danirnir virðast vera mjög sterkir sem og Spánverjar og svo er spurning hvað Serbarnir gera á heimavelli. Króatarnir eru alltaf með öflugt lið og breiddin er orðin mjög mikil í handboltanum. Frakkarnir eru sigurstranglegastir að mínu mati og það kæmi mér á óvart ef þeir færu ekki alla leið,“ sagði Alfreð. „Ekki farnir að halda upp á neitt ennþá“ Morgunblaðið/Golli Fylgst með Alfreð Gíslason hefur þjálfað stórlið Kiel frá sumrinu 2008 og m.a. tvisvar orðið þýskur meistari með því.  Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel ætla sér að endurheimta titilinn ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Birgir Leifur Hafþórsson, kylf-ingur úr GKG, hafnaði í 104. sæti á peningalista Áskorendamót- araðar Evrópu 2011. Netmillinn Kylfingur.is greindi frá þessu. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í haust var farið að hilla undir að Birgir myndi vinna sér inn fullan þátt- tökurétt á móta- röðinni á næsta ári og sú varð raunin. Áskor- endamótaröðin er mótaröð fyrir at- vinnumenn og er eins konar 2. deild fyrir Evrópumótaröðina þar sem Birgir var með þátttökurétt þar til hann fékk brjósklos. Birgir þénaði um 1,8 milljónir króna á mótaröðinni á árinu en hafði takmarkaðan þátt- tökurétt og hafði yfirleitt lítinn fyr- irvara þegar hann komst inn í mótin.    Goðsögnin Arnold Palmer fórholu í höggi á Bay Hill- vellinum á þriðjudaginn samkvæmt Golf Channel en Palmer var að leika hefðbundinn golfhring, þ.e.a.s. var ekki í móti. Palmer hefur þá farið tuttugu sinnum holu í höggi á löngum og glæsilegum ferli. Höggið sló Bandaríkjamaðurinn á 7. holunni sem er 163 jardar að lengd og notaði til þess 5 járn. Þess má til gamans geta að Palmer var að nota splunku- nýjar kylfur á hringnum. Skor Pal- mers á hringnum er einnig býsna merkilegt því hann lék á 79 höggum og er 82 ára gamall og lék því undir aldri eins og það er kallað.    Fjórir leikmenn sem spila í enskuúrvalsdeildinni eru tilnefndir í kjöri á knattspyrnumanni ársins í Afríku fyrir árið 2011 en leikmaður ársins verður krýndur í Gana 22. desember. Þeir fjórir leik- menn sem spila í ensku úrvals- deildinni sem eru tilnefndir eru: Di- dier Drogba (Chelsea), Yaya Touré (Manchester City), Adel Taa- rabt (QPR) og Gervinho (Arsenal). Hinir sex eru Samuel Eto’o, Asam- oah Gyan, Andre Ayew, Kevin- Prince Boateng, Moussa Sow og Seydou Keita.    Talsmaður argentínska knatt-spyrnumannsins Carlos Tévez segir að framherjinn hafi ítrekað reynt að ná sam- bandi við Ro- berto Mancini til að fá formlegt leyfi til að skreppa til heimalandsins í þessari viku. Tévez fór á mánudag en kom ekki aftur í morg- un eins og reiknað hafði verið með og var því ekki á æfingu hjá Man- chester City í dag.    Danski knattspyrnumaðurinnChristian Eriksen, samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax í Hollandi, segir í viðtali við Sky Sports að hann hafi hafnað tilboði frá Manchester City. Eriksen segir að ekkert liggi á fyrir sig að fara til stærra félags.    Þorsteinn Gunnarsson, sem í síð-ustu viku hætti sem formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur þar sem hann var ósáttur við fyrirhug- aða ráðningu á Guðjóni Þórðarsyni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs HK. Hann mun jafnframt sinna markvarðaþjálfun meist- araflokks og 2. flokks karla sem og yngri flokka félagsins. Þetta kom fram á vef HK. Fólk sport@mbl.is Valur Fannar Gíslason og Magnús Páll Gunn- arsson hafa gengið til liðs við 1. deildar lið Hauka í knattspyrnu og leika undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, á næstu leiktíð. Valur Fannar, sem er 34 ára gamall, hefur síð- ustu árin leikið með Fylki en hefur leikið með Fram, Val og Austra hér á landi auk norska liðs- ins Strömsgodset og Brighton og Arsenal á Eng- landi. Magnús Páll lék lengi með Breiðabliki en hélt síðan út til Þýskalands. Hann gekk til liðs við Víkinga um mitt sumar en var laus undan samn- ingi. Magnús Páll varð þriðji markahæsti leik- maður úrvalsdeildar karla sumarið 2007. Undir stjórn Ólafs ætla Haukar sér að end- urheimta sæti í úrvalsdeild en þeir féllu úr deild- inni haustið 2010 eftir eins árs dvöl. iben@mbl.is Haukar fengu tvo menn eru þessa já norska liðinu rynjar Ingason, markvörðurinn æft með liðinu í með því á morg- og það hefur á æfingunum. en að þeim lítist verður boðinn ð segja til um,“ orgunblaðið í viku undir H, Haraldur er jartan Ágúst þannig að tilboðið þyrfti þá að vera gott. Þjálfarinn sagði við okkur að þeir myndu taka ákvörðun mjög fljótt um það hvort okkur verði boðinn samningur eða ekki,“ sagði Albert. Er löngu fallið Sarpsborg er fyrir löngu fallið úr úrvals- deildinni en þegar tveimur umferðum er ólokið er liðið sjö stigum á eftir næstneðsta liðinu í deildinni. Roar Johansen, þjálfari Sarpsborg, er ánægður með það sem hann hefur séð til Ís- lendinganna. „Ég hef rætt við þá og þeir segja að „tempóið“ hér sé mjög hátt. Sé tekið mið af því að þeir hafa ekki spilað síðan 1. október þá hafa þeir staðið sig vel,“ segir Johansen á vef Sarpsborg. gummih@mbl.is framlengdi samning sinn við Fylki á dög- unum. Spurður hvort hann sé reiðubúinn að semja við Sarpsborg bjóðist honum samn- ingur sagði Albert Brynjar: „Ég myndi skoða það. Mér líst vel á félagið og umgjörð- ina en ég á lítinn strák heima og er nýbúinn að semja við FH, sem er mjög spennandi, st bara vel á okkur Íslendingana Albert B. Ingason æfir hjá Sarpsborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.