Morgunblaðið - 14.11.2011, Side 1
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2011
íþróttir
Þriggja flokka meistari Skylmingakappinn Hilmar Örn varð Íslandsmeistari í þremur flokkum.
Stefnir á að komast á Ólympíuleika. Guðrún vann að nýju eftir barneignarfrí. 2
Íþróttir
mbl.is
ur leggur á sig sé ekki til
einskis. Þetta er staðfesting
á því að ég sé að bæta mig og
það er rosalega jákvætt,“
sagði Þormóður sem áður
hefur tjáð Morgunblaðinu að
eitt af stóru markmiðunum
hans í íþróttinni væri að
vinna til verðlauna í
heimsbikarmóti.
„Átti að vinna“
Þrátt fyrir það var Þormóður svekktur yfir
því að hafa tapað úrslitaglímunni en ætlar ekki
að dvelja lengi við það. „Þetta er virkilega stór
áfangi en ég er aðallega fúll yfir því að ég var yf-
ir í úrslitaglímunni þegar aðeins um ein mínúta
var eftir. Ég átti að vinna þessa glímu. Svona er
júdóið og það er ekki búið fyrr en það er búið.
Það er hins vegar annað mót eftir viku í Amst-
erdam áður en ég kem heim og nú einbeiti ég
mér að því,“ sagði Þormóður ennfremur.
Stórt skref í áttina að Lundúnum
Gera má ráð fyrir því að með þessum árangri
hafi Þormóður stigið stórt skref í átt að Ólymp-
íuleikunum í Lundúnum. Þormóður lagði þrjá
andstæðinga að velli sem eru ofar en hann á
heimslistanum. Frammistaðan ætti því að gefa
honum dýrmæt stig á heimslistann. 22 efstu á
þeim lista fara beint inn á leikana en næstu sæti
skiptast niður á álfurnar og Þormóður á góða
möguleika á því að vera í þeim hópi.
Besti árangur Þormóðs
Árangurinn er sá besti sem Þormóður hefur
náð en hann glímdi um verðlaun á heimsbik-
armóti síðasta vetur en komst ekki á pall. Jafn-
framt eru þetta fyrstu silfurverðlaun Íslands á
heimsbikarmóti en þess ber að geta að Bjarni
Friðriksson vann til silfurverðlauna í sambæri-
legu móti á sínum tíma.
Þormóður vann risaafrek hinum megin á hnettinum
Þormóður Árni
Jónsson
JÚDÓ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þormóður Árni Jónsson, júdókappi úr Júdó-
félagi Reykjavíkur, undirstrikaði um helgina
hversu framarlega hann stendur í sinni grein
þegar hann vann til silfurverðlauna á heimsbik-
armóti. Mótið fór fram á Samoa-eyjum í Kyrra-
hafi og Morgunblaðið náði sambandi við Þor-
móð skömmu áður en hann flaug frá eyjunum í
gærkvöldi. „Þessi árangur gerir virkilega mikið
fyrir mig og sérstaklega að sjá að allt sem mað-
Auðunn Jónsson,
kraftlyftinga-
maður úr
Breiðabliki, féll
úr keppni á
heimsmeist-
aramótinu í
Tékklandi. Auð-
unn var illa fyrir
kallaður í bekk-
pressunni og
fékk enga af
þremur lyftum sínum þar dæmda
gilda. Eftir því sem fram kemur á
heimasíðu Kraftlyftingasambands-
ins þótti dómurum Auðunn ekki
rétta nægilega vel úr handleggj-
unum en 265 kg voru á stönginni.
Þessi niðurstaða var sárgrætileg
fyrir Auðun því hann hafði sett
glæsilegt Íslandsmet í hnébeygju
þegar hann lyfti 410 kg. Metið
stendur hins vegar ekki þar sem
hann féll úr keppni. Auðunn var
ekki sá eini sem lenti í slíku. Rúss-
inn Dmitry Ivanov setti heimsmet
í hnébeygju en féll úr keppni í
bekkpressunni. kris@mbl.is
Setti met en féll
síðan úr keppni
Auðunn
Jónsson
HÓPFIMLEIKAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Þetta mót var nokkuð ólíkt Evrópu-
mótinu í fyrra vegna allra meiðslanna
sem komu upp í okkar hópi. Þetta var
því dálítið hlykkjóttari vegur en við
bjuggumst við upphaflega. Við náð-
um okkur alveg rosalega vel á strik
og pússlin féllu á rétta staði á loka-
degi,“ sagði Hrefna Þorbjörg Há-
konardóttir í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. Hrefna var þá
nýkomin til landsins frá Noregi þar
sem hún og stöllur hennar í Gerplu
urðu Norðurlandameistarar í hópfim-
leikum en mótið var haldið í Larvik.
Gerplukonur eru því handhafar bæði
Evrópu- og Norðurlandameistaratit-
ils en þær bættu sig talsvert frá síð-
asta NM í Finnlandi fyrir tveimur ár-
um en þá höfnuðu þær í þriðja sæti.
Fengu hæstu danseinkunnina
„Okkur tókst vel upp en gerðum
reyndar smávægileg mistök á fyrsta
áhaldinu okkar sem var golfstökk.
Það fór ekki alveg eins og við vildum
hafa það en svo komum við rosalega
grimmar í trampólínstökkið og ég
held að við hefðum ekki getað gert
betur þar. Þá munaði 0,3 stigum á
okkur og næsta liði sem var frá Sví-
þjóð en dansinn réð úrslitum. Við
fengum hæstu danseinkunn mótsins
ef allir flokkar eru taldir hjá báðum
kynjum. Sú frammistaða keyrði sig-
urinn í höfn,“ sagði Hrefna enn-
fremur og sagði Gerplu vera með
meiri breidd en fyrir tveimur árum.
Það hafi sýnt sig nú þegar liðið glímdi
við mikil meiðsli.
„Við endurheimtum skálina okkar
en þetta var mikil bæting frá síðasta
NM. Þá vorum við einnig með mjög
slasað lið en þá vorum við ekki með þá
breidd í liðinu sem þurfti. Núna vor-
um við með varamanneskjur sem
gátu stokkið inn í liðið og framkvæmt
erfiðu stökkin,“ sagði Hrefna en Íris
Mist Magnúsdóttir sleit hásin á dög-
unum og Ásta Þyri Emilsdóttir var
einnig meidd. Sif Pálsdóttir, Fríða
Rún Einarsdóttir og Karen Sif Vikt-
orsdóttir gátu hins vegar allar lagt í
púkkið þrátt fyrir meiðsli. „Þetta var
andlegur sigur, myndi ég segja, og
samstaðan í hópnum var rosaleg.“
„Andlegur sigur“
Gerpla endurheimti Norðurlandameistaratitilinn í hópfimleikum þrátt fyrir
mikil forföll vegna meiðsla Breiddin orðin meiri í liðinu en fyrir tveimur árum
Morgunblaðið/Kristinn
Meistarar Evrópu-og Norð-
urlandameistarar bregða á leik.
Morgunblaðið/Kristinn
Tækni Hraustir menn stinga sér til sunds á Íslandsmótinu í 25 metra laug og tæknin er mismunandi hjá mönnum eins og myndin ber með sér. Ítarlega er fjallað um ÍM 25 í blaðinu. »4-5