Morgunblaðið - 14.11.2011, Page 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2011
HANDBOLTI 2011
16 LIÐA ÚRSLIT
Þriðjudagurinn 15. nóvember
EIMSKIPSBIKAR KVENNA
18.00
19.30
19.30
20.30
Kaplakrika
Fylkishöll
Ásvöllum
Víkinni
FH
Fylkir
Haukar
Víkingur
KA/Þór
HK
Stjarnan
Selfoss
–
–
–
–
Mánudagurinn 14. nóvember
EIMSKIPSBIKAR KARLA
18.00
19.00
19.30
19.30
Vestmannaeyjum
Varmá
Austurbergi
Mýrinni
ÍBV
Afturelding
ÍR
Stjarnan
Haukar
Grótta
Valur
HK
–
–
–
–
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
FÍ
T
O
N
/
SÍ
A
Í KAPLAKRIKA
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Þeir ríflega 700 áhorfendur sem
lögðu leið sína í Kaplakrika í gær
hafa örugglega búist við spennandi
og skemmtilegum leik milli FH og
Akureyrar í 16-liða úrslitum Eim-
skipsbikars karla í handknattleik.
Stuðningsmenn FH fóru kátir úr
Krikanum en Akureyringar nið-
urlútir enda lék lið þeirra afleitlega á
meðan FH-ingar fóru á kostum.
Lokatölurnar urðu 34:21.
Fyrsta stundarfjórðunginn var
allt í járnum og staðan 6:5. Þá hrundi
leikur Akureyrar, ekki stóð steinn
yfir steini í vörninni og sóknin var
vandræðaleg og ómarkviss. Ekki
bætti síðan úr skák að þegar leik-
mönnum tókst að koma sér í færi var
Daníel Freyr Andrésson í marki FH
í fínu stuði. Á tólf mínútna kafla
gerði FH 9 mörk gegn einu marki
Akureyrar og staðan orðin 15:6.
Eftir hlé náði Akureyri að minnka
muninn í þrjú mörk, 18:15 og 19:16.
En þá var allt púður úr þeim því
næstu fimm mörk voru FH-inga og
eftirleikurinn þeim léttur.
FH liðið lék allt vel í gær, vörnin
sterk og sóknarleikurinn gekk hratt
og vel þannig að Akureyringar áttu
stöðugt í vandræðum. Ólafur Gúst-
afsson fór mikinn, gerði fimm glæsi-
mörk í fyrri hálfleik með flottum
skotum utan af velli og í þeim síðari
bætti hann við fjórum. Þorkell
Magnússon var líka sterkur og
Daníel Freyr öflugur í markinu. FH-
ingar gerðu 18 af mörkum sínum
með langskotum og þegar Akureyr-
ingar reyndu að klippa á skytturnar
tóku aðrir upp hanskann og má þar
nefna Örn Inga Bjarkason, Andra
Berg og Hjalta Pálmason.
Akureyringar vilja eflaust gleyma
þessum leik sem fyrst og þeirra
vegna vona ég að þeir séu búnir að
gleyma honum. Guðmundur Hólmar
Helgason, Heimir Örn Árnason og
Bjarni Fritzson áttu hver um sig
ágæta kafla en þeir voru bæði fáir og
stuttir. Sveinbjörn Pétursson stóð
sig þokkalega í markinu.
Á mbl.is er að finna tvö mynd-
bandsviðtöl við þá Einar Andra Ein-
arsson og Heimi Örn Árnason.
Miklir og
óvæntir yfir-
burðir hjá FH
Akureyringar ekki svipur hjá sjón
Norðanmenn úr leik í bikarnum
Morgunblaðið/Kristinn
Góðir FH-ingar fóru á kostum í gær, hér er Ólafur Gústafsson kominn framhjá Guðmundi Hólmari Helgasyni.