Morgunblaðið - 24.12.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.12.2011, Qupperneq 4
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það vill nú svo til að þótt það sé gríð- arlegur missir að Ólafi Stefánssyni fyrir landsliðið – enda frábær leik- maður – þá er þetta sú staða sem landsliðið er hvað best mannað í, það er skyttustaðan hægra megin. Þar erum við ekki á flæðiskeri staddir,“ segir Guðmundur Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, sem verður að laga ís- lenska landsliðið að þeirri staðreynd að Ólafur Stefánsson leikur ekki með því í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Serbíu 15.-29. janúar. „Við munum nýta þá kosti sem höfum í þessari stöðu. Alexander Petersson kemur inn af fullum krafti og síðan hefur Rúnar Kárason átt á tíðum mjög góða leiki með liði sínu Bergischer HC í þýsku 1. deildinni. Þessir tveir leikmenn munu spila þessa stöðu á EM,“ segir Guð- mundur Þórður. Fannar hefur leikið vel Athygli vekur að Fannar Þór Frið- geirsson, leikmaður hjá TV Ems- detten í þýsku 2. deildinni, er í leik- mannahópnum sem telur 21 mann sem Guðmundur valdi í fyrradag og mun taka þátt í undirbúningi lands- liðsins þegar hann hefst 2. janúar. Fannar Þór á að baki þrjá A-lands- leiki. „Fannar Þór hefur leikið afar vel með TV Emsdetten í vetur. Ég hef fylgst með honum, bæði leynt og ljóst. Fannar hefur verið atkvæða- mikill í leik liðsins, jafnt í vörn sem sókn. Þar af leiðandi finnst mér rétt að kalla hann inn og láta hann spreyta sig. Það er meðal kostanna við að búa í Þýskalandi og þjálfa að maður er í mikilli nálægð við leikmenn og ég á mjög auðvelt með að fylgjast með og fá upptökur af leikjum allra þeirra sem spila hérna ytra. Meðal þeirra er Fannar og hann hefur vakið athygli mína. Þá er Arnór Þór Gunnarsson einn- ig í hópnum. Hann leikur einnig með liði í 2. deildinni. Arnór hefur áður verið í hópnum, m.a. í leikjunum í undankeppni EM í vor. Hann hefur leikið mjög vel með Bittenfeld og skorað mörg mörk, m.a. tólf mörk í leik í vikunni. Arnór hefur verið mjög vaxandi á síðustu mánuðum og því engin ástæða til annars en hafa hann í hópnum. Viljum stækka hópinn Markmiðið með valinu á Arnóri og Fannari er m.a. það að reyna að stækka þann hóp leikmanna sem við höfum úr að velja og geta verið sam- keppnishæfir með landsliðinu,“ segir Guðmundur Þórður og bætir við að það sé sérstakt ánægjuefni hversu vel margir landsliðsmenn hafa leikið með félagsliðum sínum í vetur. „Kári hefur átt mjög góða leiki með Wetzlar, ekki síst núna í vikunni. Sömu sögu má segja um Róbert Gunnarsson. Hann lék t.d. vel í gær með Löwen gegn Hüttenberg,“ segir Guðmundur, sem er einnig þjálfari Löwen. Hann segir það ekki rétt að Róbert hafi ekki spilað mikið með Lö- wen á yfirstandandi keppnistímabili. Róbert spilað meira en í fyrra „Róbert hefur spilað einna mest af öllum leikmönnum Löwen-liðsins. Hann var einn allt undirbúnings- tímabilið og tók þátt í öllum leikjum liðsins þá mánuði sem Bjarte Myhol var fjarverandi vegna veikinda. Eftir að Myrhol kom til hefur hann leikið meira en Róbert í nokkrum deilda- leikjum. Þeir skiptu til að mynda tveimur leikjum í Evrópukeppninni á milli sín, eins fékk Róbert hálfan leik á móti Gummersbach. Það eru í rauninni bara viðureignin við Flens- burg um síðustu helgi og bikarleik- urinn við Hamburg í síðustu viku sem Róbert hefur ekki tekið þátt í. Hann hefur í raun og veru leikið miklu meira með Löwen í ár en í fyrra, svo því sé haldið til haga. Sú staðreynd er jákvæð,“ segir Guð- mundur Þórður Guðmundsson lands- liðsþjálfari. Fínn undirbúningur Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. Það tekur síðan þátt í móti í Danmörku 5., 6. og 7. janúar þar sem leikið verður við Pól- verja, Slóvena og Dani. Að því loknu kemur það til Íslands á ný og æfir saman þangað til það heldur til Serb- íu 14. janúar. Daginn áður mætir Ís- land Finnlandi í vináttulandsleik í Laugardalshöll. „Ég er mjög ánægður að fá leikinn við Finna hér heima daginn áður en við höldum til Serbíu. Ég sé ekki fram á annað en að undirbúningurinn verði eins og vil hafa hann,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. „Við erum ekki á flæðiskeri staddir“ Morgunblaðið/Golli Undirbúningur Guðmundur Þ. Guðmundsson verður með landsliðið í tvær vikur áður en það spilar fyrsta leikinn á EM í Serbíu 16. janúar.  Guðmundur Þ. Guðmundsson telur landsliðið vel í stakk búið til að takast á við fjarveru Ólafs Stefánssonar á EM í Serbíu  Mjög ánægður með dagskrá liðsins fyrir mótið KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Hildur Björg Kjartansdóttir, 17 ára körfuknattleikskona úr Stykk- ishólmi, var á dögunum valin í fyrsta A-landsliðshóp Sverris Þórs Sverrissonar, nýráðins landsliðs- þjálfara. Hildur hefur leikið bæði með U-17 ára og U-19 ára landslið- unum og hefur látið til sín taka með Snæfelli í Iceland Express-deildinni í vetur. „Þetta kom mér svolítið á óvart þar sem ég er frekar ung miðað við það sem gengur og gerist hjá A- landsliðinu. Ég var í 18 ára landslið- inu í fyrra og þar áður í 16 ára landsliðinu,“ sagði Hildur þegar Morgunblaðið tók hana tali. Vel fylgst með í Hólminum Hildur hóf að æfa körfuknattleik í Hólminum níu ára gömul og segir að í bænum sé íþróttin í hávegum höfð enda er bæjarfélagið með sterk lið í efstu deild hjá báðum kynjum. „Þetta er aðalíþróttin í bænum og flestir sem fara í íþróttir fara í körf- una en það er misjafnt hversu margir halda áfram upp í meist- araflokk. Á mínum aldri eru ekki margar stelpur í körfunni og svolítið langt í þá næstu. Það fylgjast hins vegar allir vel með og eru spenntir fyrir þessu. Það er auðvitað mjög gaman að því,“ sagði Hildur en hún leikur alla jafna í annarri hvorri framherjastöðunni og hefur skilað 11 stigum að meðaltali í leik og átta fráköstum að meðaltali. Úrslitakeppnin er markmiðið Hildur segir lið Snæfells hafa sett stefnuna á að komast í úrslitakeppn- ina á þessari leiktíð. Liðið er sem stendur í 3.-5. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og KR og Haukar. Snæfell hefur unnið sögulega sigra síðustu vikurnar og bæði lagt Ís- landsmeistara Keflavíkur og KR að velli í fyrsta skipti á Íslandsmóti. „Okkur hefur gengið vel upp á síðkastið og það er allt að smella saman hjá okkur. Við fórum sáttar inn í jólafríið en ætlum okkur að komast enn ofar eftir fríið og vera á meðal fjögurra efstu. Fyrir tímabil- ið settum við okkur það markmið að vera með í úrslitakeppninni,“ sagði Hildur ennfremur og sagði sigrana á móti KR og Keflavík hafa gefið leikmönnum mikið sjálfstraust. Fullt hús á heimavelli Snæfell hefur sýnt mikinn styrk á heimavelli í vetur og á það við um bæði kvenna- og karlaliðið. Hildur sér hins vegar eftir nokkrum stig- um sem ekki náðust á útivöllum. „Mér finnst þetta vera allt að koma. Við höfum unnið alla leikina á heimavelli en þurfum að vera betri á útivöllum eftir áramót. Við spil- uðum útileiki sem við hefðum viljað vinna og þá væri staða okkar betri en við lögum það bara eftir ára- mót,“ sagði Hildur í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er aðal- íþróttin í bænum“ Morgunblaðið/Golli Sautján Hildur Björg Kjartansdóttir hefur vakið mikla athygli í leikjum Snæfells og tekið allt að 14 fráköst í leik. Hún er aðeins 17 ára gömul.  Kvennalið Snæfells á mikilli uppleið  Hildur valin í lands- liðshóp 17 ára gömul  Leikur stórt hlutverk hjá Snæfelli 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.