Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 6
Ekki skilja útundan Jólasaga „Ég heiti María, alveg eins og María mey,“ sagði amma alltaf. Hún ammasagði líka að ég ætti að vera stolt af þessu nafni og ætti ekki að gera lítið úr því. Þegar ég var lítil hélt ég alltaf að hún amma myndi aldrei fara frá mér og myndi alltaf hugsa um mig. Einu sinni spurði ég hana hver heitasta ósk hennar væri og þá sagði hún. „Allar óskir mínar hafa ræst en heitasta ósk mín er jólaósk og sú ósk er að deyja í friði og ró á jólunum, daginn sem Jesú fæddist.“ Aldrei bjóst ég við þessu svari og aldrei hélt ég að óskin myndi rætast. Hringt var í okkur einn dag eftir jól og sagt að amma væri dáin. Líklegast hafði hún dáið á aðfangadag. Mikil sorg var á heimilinu næstu daga en þá mundi ég eftir jólaóskinni sem hún amma hafði sagt mér frá og það gladdi mig mjög mikið að óskin hennar hafði ræst. En á hverjum jólum eftir þetta finnst mér ég alltaf heyra í henni segja: „Ekki hafa áhyggjur María mín. Guð, Jesú og allir englarnir á himninum passa mig og vernda. Ég mun alltaf fylgjast með þér og passa. Gleðileg jól María mín.“ Höf.: Hafrún Birna Björnsdóttir, 11 ára. Jólaóskin hennar ömmu BARNABLAÐIÐ6 Snjókarlavölundarhús Hvaða jólaálfur skildi álfastelpuna eftir. Lausn aftast. Nú þegar gamla árið er kvatt og nýja árinu fagnað þurfum við að huga að öryggi þegar við með- höndlum flugelda. Gætið þess nú að vera alltaf vel klædd og að vera með ullarvettlinga. Börn eru dugleg að muna eftir að nota hlífðargler- augun en þið megið endilega vera dugleg að minna alla fullorðna í kringum ykkur að þeir eiga líka að nota hlífðargleraugu. Það má alls ekki taka flugelda í sundur því þeir geta hreinlega sprungið í hönd- unum á ykkur. Eins má alls ekki kveikja aftur í flugeldum sem hefur ekki kviknað í í fyrstu tilraun þar sem það gæti leynst glóð í þeim og þeir sprungið skyndilega. Förum varlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.