Morgunblaðið - 29.12.2011, Side 2
2 finnur.is 29. desember 2011
Ólafur Arnalds sendi nýverið frá sér
plötuna Living Room Songs í kjöl-
far linnulítils tónleikahalds síð-
ustu mánuði. Nýja platan hefur
hvarvetna fengið afbragðs-
dóma enda Ólafur kominn í
flokk þekktustu tónlistarmanna
í heimi nýklassískrar tónlistar. Hann deilir hér fá-
einum minna þekktum staðreyndum um sig
með lesendum Finns.is.
1. Ég er í raun trommari og var kominn
á framhaldsstig í FÍH þegar ég hætti
að læra.
2. Áður en ég ákvað að byrja að gera
klassíska vælutónlist spilaði ég á
trommur í harðkjarnahljómsveitum
eins og I Adapt og Fighting Shit.
3. Ég er fæddur og uppalinn í Mos-
fellsbænum.
4. Ég kann ekki að flauta.
5. Ég hef ekki borðað kjöt síðan ég
var þriggja ára. Fyrir utan eitt skipti
þegar pabbi mútaði mér með einum
hring í Go Kart-brautinni á Ak-
ureyri fyrir hvern bita sem ég
tæki af pulsu. Ég náði að borða
sex bita áður en ég ældi og
klessti svo á vegg á fyrsta
hring.
6. Ég er svo mikill vinnualki
að ég fæ samviskubit við að
horfa á bíómyndir. Besta
lausnin er að horfa á heim-
ildamynd – þá lærir maður alla-
vega eitthvað á meðan.
7. Ég drakk einu sinni
svo mikið kaffi að ég þurfti að fara á spít-
ala.
8. Ég er mikill klaufabárður og er ekki
einu sinni treystandi fyrir tommustokk.
9. Þegar ég var 15 ára keppti ég til úrslita
í keppninni um Ljósanæturlagið.
10. Ég er mikið nörd og les bara vís-
indabækur um Einstein og skammtaeðl-
isfræði.
11. Ég hef ekki lesið skáldsögu eða aðra
’venjulega’ bók síðan ég var 10 ára. Fyrir
utan Harry Potter-bækurnar … Ég hef
lesið þær. Tvisvar.
12. Ég er feiminn og kann ekkert sér-
staklega vel við að vera miðpunktur at-
hyglinnar. Ég er smám saman að kom-
ast yfir þetta en það er ekki langt síðan
ég hefði helst bara viljað vera maðurinn
á bak við tjöldin. Hefði kannski átt að
halda mig við trommurnar …
13. Ég og Ólöf Arnalds erum ekki sama
manneskjan.
14. Ég bý til teknótónlist í frístundum.
15. Ég fíla The Charlies.
jonagnar@mbl.is
5
1
10
Morgunblaðið/Kristinn
RAFTÓNLISTARMAÐURINN
ÓLAFUR
ARNALDS
15 HLUTIR SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM MIG
„Ég ætla að hlaupa af mér gamla árið með ÍR-
ingum á gamlársmorgun en mun svo fagna tíma-
mótunum og afmælinu með mínu fólki,“ segir Geir-
laug Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri símenntunar
við Háskólann á Bifröst, sem verður 36 ára á nýárs-
dag. Hjá flestum er fyrsti dagur ársins yfirleitt sér-
deilis rólegur en hjá Geirlaugu og hennar fólki hef-
ur stundum verið nokkuð umleikis og hátíð í bæ en
Þórður bróðir hennar, sem er tíu árum eldri á ein-
mitt afmæli á gamlársdag.
„Jólafríið er ósköp notalegt og við á Bifröst höf-
um notað þessa daga til að safna kröftum fyrir ný
átök og verkefni,“ segir Geirlaug sem nefnir að nú í
febrúar fari skólinn af stað með hagnýtt nám fyrir
stjórnendur sveitarfélaga. Fjármál, áætlanagerð,
stjórnun, starfsmannamál og fleiri slík viðfangs-
efni eru meðal kennslugreina í þessu námi sem
hefur fengið góðar viðtökur. „Við væntum þess að
fá nemendur frá helst öllum sveitarfélögum lands-
ins sem eru alls 72 talsins,“ segir Geirlaug.
Geirlaug Jóhannsdóttir í Borgarnesi er 36 ára
Áramótahlaup og
síðan afmælisdagur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110
Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar
Davíð Oddsson, Haraldur Johannes-
sen Umsjón Jón Agnar Ólason
jonagnar @mbl.is Blaðamenn Sig-
urður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@
mbl.is Ásgeir Ingvarsson, Elín
Albertsdóttir, Finnur Thorlacius.
Auglýsingar finnur@mbl.is, sími
5691107 Prentun Landsprent ehf.
Platan Low Roar er lista-
mannsnafn Ryan Karazija
og samnefnd plata hans er
ein indæl-
asta og
óvæntasta
perla árs-
ins. Alger-
lega frá-
bær plata,
full af lágstemmdum mel-
ódíum og fallegum textum.
Bókin Jarðnæði eftir Odd-
nýju Eir Ævarsdóttur á skil-
ið allt það
lof sem hún
hefur fengið.
Ekki bara
yndislesning
spjaldanna á
milli heldur
skartar bók-
in líka flott-
ustu bókarkápu ársins.
Áramótaheitið Í stað þess
að stressa sig um of á til-
teknum kílóafjölda væri ráð
að heita því að verja tím-
anum vel og vera almenni-
legur við menn og málleys-
ingja í hvívetna. Sé gáð að
grundvallaratriðunum þá
fylgir hitt jafnan í kjölfarið.
Menningin Landinn hefur til
15. janúar að vísítera Hvít
jól, stórskemmtilega sýn-
ingu Hönnunarsafns Íslands
í Garðabæ. Hörkuflott sýn-
ing með glás af fallegum
hlutum. Svo er hætt við að
láta fallegan íslenskan
hönnunargrip eftir sér fyrst
maður er á annað borð
kominn á staðinn.
Drykkurinn Eftir að hafa
graðgað í sig
kjöti um jólin,
ásamt feitum
sósum, salti og
reyk, er mál til
komið að
svolgra í sig nóg
af vatni enda
eigum við Ís-
lendingar besta
drykkjavatn í
heimi, og það í krananum!
Skrúfaðu frá og skenktu þér
ískaldan drykk, og gættu
þess að gera nóg af því á
nýju ári.
MEÐMÆLI
VIKUNNAR
Íslendingar hafa löngum þótt flestra þjóða
stórtækastir þegar kemur að því að senda
liðið ár inn í eilífðina. Bæði er flugeldagleði
landans með allra hressilegasta móti og svo
þykja brennubálkestirnir mikið sjónarspil.
Fyrir bragðið eru erlendir ferðamenn farnir
að leggja leið sína til landsins gagngert til
að fylgjast með áramótaeldi Íslendinga,
bæði í lofti og á láði, enda sjón að sjá. Fyrstu
heimildir um áramótabrennur hér á landi
eru síðan um 1790 svo siðurinn eru nokkuð
rótgróinn. Síðar var farið að dansa álfadans
kringum brennurnar. Árni Björnsson þjóð-
háttafræðingur segir svo frá í bók sinni,
Sögu daganna, að álfadansinn eigi rætur að
rekja til sýningar á leikritinu Nýársnótt sem
piltar í Lærða skólanum sýndu árið 1871 en
þar koma álfar við sögu. Hvort krakkarnir á
myndinni, sem er tekin árið 1971, dönsuðu
álfadans við logandi brennu skal ósagt lát-
ið. Bálkösturinn, sem stóð við Ægisíðuna,
var hvað sem því líður með veglegasta móti.
Tímavélin
Bregðum blysum
á loft …
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hvers vegna að standa í
flugeldum, ef þú getur
slegið um þig með liteld-
um?
Nú er hægt að fá ein-
falt sett með mismun-
andi efnum sem gera
venjulegan arineld að til-
komumikilli litasinfóníu,
allt eftir höfði hvers og
eins. Það þarf ekki annað
en að dreifa viðeigandi
litarefnum varlega á við-
arkubbinn í eldstæðinu og tendra í,
og sjá, í bland við logagylltan blasir
við rauður, grænn, blár, fjólublár og
ýmsir aðrir litatónar. Eldlitasettin
má panta að utan, til dæmis á vef-
verslununum etsy.com og thrill-
ist.com. Rétt er að minna áhuga-
sama á að gæta varúðar því eldur
er jú eldur eftir sem áður, þótt
hann sé í litríkara lagi.
Regnbogi í eldstæðið
Litaður eldur um áramótin