Morgunblaðið - 29.12.2011, Side 4
4 finnur.is 29. desember 2011
Bondleikarinn er töff í tauinu
Reuters
Craig klikkar ekki á stílnum
Svalheitin uppmáluð
á frumsýningu
cowboys and Aliens.
Fráhnepptur en
sparilegur með klút-
inn á sínum stað.
Lágstemmdur
frágangur á
vasaklút
hentar vel á
móti háls-
bindi.
Jakki eða jakka-
peysa - svona á
bindishnútur að
líta út.
Óaðfinnanlega
til fara á frum-
sýningu The Girl
With the Dragon
Tattoo.
Breski leikarinn Daniel Craig er
þekktur fyrir að vera með best
klæddu mönnum í leikarastétt-
inni. Það þýðir heldur ekki að
vera eins og lufsa til fara þegar
þekktasta rullan er sjálfur James
Bond, jafn-best klæddi karakter
kvikmyndasögunnar. Craig má
telja til tekna að stíll hans er alla
jafna klassískur og lágstemmdur,
og einna mest er um vert að hann
hugar að smáatriðunum. Ekki svo
að skilja að hann gangi með bindi
hvenær sem til hans sést á al-
mannafæri, en með því að lauma
klút í brjóstvasann á jakkanum
gerir hann heildarsvipinn spari-
legri og flottari. En þegar hann
hnýtir á sig slifsi gerir hann það
vel. Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum gætir hann þess í hví-
vetna að herða hnútinn svo klauf
myndast rétt neðan við hnútinn.
Faglegt í alla staði. Af Craig er
það annars að frétta að hann er á
fullu við tökur á nýjustu Bond-
myndinni, Skyfall, sem verður
frumsýnd í nóvember 2012.
jonagnar@mbl.is
Enginn afsláttur gefinn af vel
hnýttum hnút þó bindið sé mjótt.
Baggalúturinn, textasmiðurinn og tónlist-
armaðurinn Bragi Valdimar Skúlason er
alla jafna upptekinn maður, og þó sjaldan
sem í desember. Þrátt fyrir annríki, og
óvelkomna pest sem bankaði upp á kortér
í jól, gaf hann sér tíma til að deila með
Finni viku í annasömu lífi sínu.
Mánudagur Eyddi drýgstum hluta dags-
ins í æfingar og undirbúning fyrir ára-
mótaþátt Hljómskálans, í Hljóðrita í Hafn-
arfirði. Þar var góðmennt með afbrigðum.
Snuðraði eftir vísdómsritum og hljóm-
diskum Baggalúts og tengdra aðila í völd-
um útmokunarverslunum.
Þriðjudagur Sauð saman nokkrar lau-
fléttar og hugheilar hátíðarauglýsingar í
vinnunni. Afrekaði að draga inn glæsilegt,
nýmyrt blágreni. Sagaði það til og kom í
fót. Endaði svo daginn í æsispennandi
kvöldbadmintoni með vinnufélögum.
Miðvikudagur Vaknaði nær ógangfær af
óvelkominni pestarbrælu. Sofnaði aftur.
Skreiddist svo á lappir og dreif mig í
upptökur á Hljómskálanum, þáði parkódín
af tenórnum miskunnsama Guðmundi
Pálssyni og misholl læknisráð frá Megasi.
Fimmtudagur Hélt kyrru fyrir heima við.
Var þó til nokkurs gagns við jólakortaskrif,
kökubakstur og almenn heimilisstörf.
Föstudagur Fór í hressandi skötuveislu og
gæddi mér á gráthvetjandi lostæti af
stærðar fati. Upgötvaði að svo búnu að
jólin voru að koma, mér til allnokkurrar
skelfingar. Þreif mig því og hélt á veiðar.
Lauk keppni í jólakapphlaupinu á per-
sónulegu meti, pakkaði inn síðasta góss-
inu og stimplaði mig formlega út úr öllu,
sem ekki tengdist beinlínis mat og/eða
nánustu fjölskyldumeðlimum.
Laugardagur Fékk hárauðar
hárspennur í skóinn. Las í
Mogganum að mitt trúvana
sjálf væri orðið sálmaskáld.
Eyddi deginum við teikni-
myndagláp, sparifataval og
að kenna yngsta fjölskyldu-
meðlimnum að segja
frekar ’pabbi’ en
’mamma’, án árang-
urs. Já og svo át ég
glás og þáði gjafir,
skilst mér.
Kvöldið er allt
í einni sósu-
og rjóma-
móðu.
Sunnu-
dagur Gerði
ýmislegt,
maklegt og
merkilegt –
sem kemur ykk-
ur bara ekki við.
jonagnar@mbl.is
VIKA Í LÍFI BRAGA VALDIMARS SKÚLASONAR
Skötuveisla og
pestarbræla
’F́ór í hressandi skötuveislu
og gæddi mér á gráthvetj-
andi lostæti af stærðar fati.
’.́ Afrekaði að draga
inn glæsilegt, ný-
myrt blágreni.
Sagaði það til og
kom í fót.
Morgunblaðið/RAX
Það hefur hingað til ekki vafist fyrir Meryl Streep að
bregða sér í allra kvikinda líki krefjist kvikmynda-
hlutverk þess, og nú hefur hún enn á ný leikið þann
leik. Í myndinni Járnfrúin (The Iron Lady) fer hún
með titilhlutverkið og leiku sjálfa Margaret Thatcher,
fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Ekki er að sök-
um að spyrja, gagnrýnendur halda ekki vatni og haft
hefur verið á orði og spara megi tíma og fyrir höfn
með því að merkja henni Óskarsverðlaunin fyrir
bestu leikkonu í aðalhlutverki þegar í stað – ógern-
ingur sé að einhver önnur skáki henni í hlutverki
Thatcher. Nú þegar hefur hún hlotið verðlaun kvik-
myndagagnrýnenda í New York (New York Film Cri-
tics Circle Awards) og þau eru býsna góð vísbending
um val Óskars frænda snemma næsta vor.
Streep er ein virtasta leikkona samtímans og næg-
ir í því sambandi að benda á að hún á metið í fjölda
tilnefninga til Óskarsverðlauna, fyrr og síðar. Alls
hefur hún verið tilnefnd sextán sinnum, þrettán sinn-
um fyrir aðalhlutverk og þrisvar fyrir aukahlutverk.
Tvisvar hefur hún hreppt styttuna, fyrir Kramer vs.
Kramer (1980) og Sophie’s Choice (1982). Samskon-
ar met á hún á Golden Globe-verðlaununum, en á
þeim bæ hefur hún verið tilnefnd 25 sinnum alls.
Eins og sjá má á myndinni er Streep glettilega lík
Thatcher í myndinni og ef marka má gagnrýnendur
vestra gefur það tóninn fyrir frammistöðuna.
Járnfrúin verður frumsýnd í Laugarásbíói hinn 13.
janúar 2012.
jonagnar@mbl.is
Meryl Streep er Margaret Thatcher
Járnfrúin snýr aftur
Reuters
Vart má sjá hvor er hin rétta Járnfrú. Meryl Streep er
til hægri á myndinni, Thatcher til vinstri.