Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 8
8 finnur.is 29. desember 2011
Þ
að má með sanni segja að Örn sé tertu-
gerðarmaður því hann lætur hanna flug-
eldatertur eftir sínu höfði. Áhugann á
skoteldum má rekja allt aftur til barn-
æsku hans. „Ég bjó í fjölbýlishúsi í Hlíðunum þeg-
ar ég var strákur, þar bjó einnig eldri maður sem
hafði mjög gaman af flugeldum og keypti töluvert
af þeim. Hins vegar skaut hann aldrei upp sjálfur.
Hann lét flugeldana síga niður af svölunum til okk-
ar krakkanna sem kveiktum í en sá gamli fylgdist
með. Ég hef alltaf verið heillaður af ljósunum og
hávaðanum sem fylgir þessu eða bara fyrirbær-
inu sem slíku,“ segir Örn.
Hann segir að enn finni hann fyrir sömu til-
hlökkun fyrir gamlárskvöldi og þegar hann var
barn. „Ég ræð bara ekkert við þetta,“ segir Örn
sem fer út fyrir borgina til að skjóta upp en með
því móti nýtur hann þess enn meira að horfa á eft-
ir flugeldunum. „Ég vil skjóta upp í myrkvuðu um-
hverfi þar sem flugeldarnir fá að njóta sín. Þetta
eru skot sem maður hefur tekið þátt í að skapa,“
segir hann með aðdáun í röddu.
Undanfarin ár hefur Örn selt skottertur til
áhugasamra sem hann segir að séu bæði konur
og karlar. „Ég er ekki í samkeppni við björg-
unarsveitir því flestir sem koma til mín kaupa
pakka hjá þeim og bæta svo við einni eða tveimur
tertum frá mér.“
Duglegur í eldhúsinu
Örn er kvæntur Jóhönnu Kristínu Óskarsdóttur
kennara og eiga þau þrjú börn, einn son, sem
starfar sem flugmaður, og tvær dætur sem enn
eru búsettar heima. Á aðfangadag borðaði fjöl-
skyldan hamborgarhrygg og sítrónufrómas en á
gamlárskvöld verður reyktur kalkúnn á borðum
með kartöflum sem Örn sykurbrúnar og bætir
síðan rjóma við. „Ég er ágætis kokkur þótt ég sé
kannski enginn snillingur,“ segir leikarinn. Hann
segist oft elda fyrir fjölskylduna og leyfir gjarnan
hugmyndafluginu að ráða. „Ég fer ekki mikið eftir
bókum en nota það sem til er í ísskápnum. Mér
finnst skemmtilegt að mixa eitthvað saman og út-
koman verður oft með ágætum. Ef maður á
nautalund eða góðan fisk þá verður auðvitað til
veislumatur. Fjölskylda mín er á jörðinni hvað
mataræðið varðar því henni finnst gott að fá
soðna ýsu og annan íslenskan heimilismat. Ég
grilla stundum á sumrin en aldrei á veturna.“
Örn segir að þau hjónin sjái um innkaup fyrir
Örn Árnason leikari er sannur tertugerðarmaður
Lætur útbúa uppáhalds-
flugeldana í Kína
Morgunblaðið/Kristinn
Örn Árnason er pottur og panna í mörgu, t.d. matargerð á sínu heimili.
Örn Árnason leikari er þekktasti „sprengjumaður“ landsins, enda hlakkar hann
til gamlárskvölds. Allt frá unga aldri hefur hann haft einstaka aðdáun á flug-
eldum. Hann lætur útbúa fyrir sig sérstakar tertur í Kína. Þar á meðal er íslenski
fáninn sem skýst upp í himinhvolfið þegar klukkan slær tólf.
Kótelettur úr hamborgarhrygg
„Uppskriftin sem ég ætla að gefa varð
óvart til þegar ég klúðraði kalkún-
aveislu,“ segir Örn. „Fyrir mörgum ár-
um átti að vera kalkúnn í hátíðarmatinn
og ég hafði fundið út eldunartíma sem
reyndist síðan vera alltof langur. Kal-
kúnninn varð þurr sem pappír. Þá redd-
aði ég málum með því að saga ham-
borgarhrygg niður í kótelettur. Steikti
þær stutta stund á pönnu, tók þær síð-
an af pönnunni og útbjó sósu. Með
þessu voru rjómakaramellu-kartöflur
og eplasalat með þeyttum rjóma. Þetta
var mjög vel heppnuð máltíð sem tók
enga stund að útbúa. Við höfum gert
þetta nokkrum sinnum síðan. Þannig
að þetta er góð redding.“
Trönuberjasafi er hollur og góður drykkur
sem flestir ættu að drekka daglega. Þess
vegna er ágætt að nota hann í hanastél vilji
fólk gera vel við sig. Cosmopolitan kokteill-
inn er líklegast þekktasti drykkurinn sem
inniheldur trönuberjasafa og er sú frægð
komin frá þáttunum Sex and the City.
Trönuberjasafi passar vel sem bland út í
gin, vodka, romm, viskí og tequila.
Cosmopolitan
45 ml vodka
30 ml Cointreau
20 ml ferskur lím-
ónusafi
20 ml trönuberjasafi
Smá appelsínubörkur til
að skreyta með.
Hristið allt saman í kokkteil-
hristara með klökum og hellið
síðan í fallegt glas.
elal@simnet.is
Klassískur kokteill
Heimsborgarinn
Ferskar rauðrófur eru ákaflega
hollar og góðar. Margir nota þær
í heilsudrykki til að fá úr þeim
allt það vítamín sem þær inni-
halda. Rauðrófur gefa sterkan lit
og þær henta því vel til að lita
mat. Ef þú vilt fá rauðan fallegan
lit á reyktan lax má leggja hann í
„bleyti“ í rauðrófusafa og mar-
inera hann. Skemmtilegt ráð til
að gera matardiskinn litríkan.
Hér er uppskrift að ferskum
laxi sem er grafinn í rauðrófum.
1 laxaflak
150 g sykur
100 g gróft salt
3 ferskar rauðrófur, rifnar niður
með rifjárni
3 appelsínur, rifinn börkur og
safinn
Graslaukur
Nokkur Allrahanda fræ (allspice)
1) Laxaflakið á að vera bein-
laust og roðið hreisturslaust.
2) Dreifið sykri og salti yfir
fiskinn. Setjið önnur hráefni í
botninn á bakka og leggið fisk-
inn ofan á blönduna, roðið á að
snúa upp. Marinerið í 8-12 tíma.
3) Takið flakið úr blöndunni og
skerið það í mjög fínar roðlausar
sneiðar, eins og graflax er skor-
inn. Leggið fallega á disk og væt-
ið með sinneps- og límónu vina-
igrette.
elal@simnet.is
Fiskur og ferskmeti fara vel saman
Grafinn
lax í rauð-
rófum
Þessi réttur er einfaldur og
mjög góður. Hann er upplagt
að gera þessa daga sem hvíld
frá stórsteikum.
400 g kjúklingabringur, skorn-
ar í bita
1 msk. olía
½ laukur
1 rauð paprika, skorin í strimla
3 dl salsa
1 poki tortilla nasl
3 dl rifinn ostur
Steikið kjúklingabita í olíu.
Bætið papriku saman við og
látið steikjast í smá stund.
Hellið tveimur dl af salsasósu
yfir og hitið allt í gegn. Raðið
tortilla-naslinu í eldfast mót
og dreifið kjötinu og papr-
ikunni yfir. Hellið einum dl af
salsa yfir. Þá er rifnum osti
stráð yfir og gratínerað í
225°C heitum ofni í um það bil
10 mínútur. Berið fram með
salsa, sýrðum rjóma og salati
ef vill.
elal@simnet.is
Suðrænt, létt og saðsamt
Nachos með kjúkling
heimilið í sameiningu. „Krónan er næst okkur og
þangað förum við oftast. Við erum nokkuð vel
sett hér í Ártúnsholtinu því flestar verslanakeðjur
eru í nágrenninu. Stundum förum við í Nóatún í
Grafarholti,“ segir Örn. Hann segist elda góðan
fisk handa sér og frúnni ef þau vilji eitthvað gott
að borða en yngri dóttirin kjósi frekar núðlur. „Við
fáum stundum nýjan og ferskan fisk að norðan
sem er ákaflega gott þar sem matur hefur hækk-
að mikið í verði. Við reynum að vera sparsöm í
innkaupum og veljum stórar einingar sem við
setjum í minni pakkningar þegar heim er komið.
Þegar við förum í útilegu setjum við kjöt í mar-
ineringu, pökkum niður og tökum með okkur. Við
erum dugleg að ferðast innanlands þótt við eigum
sumarbústað. Síðastliðið sumar fórum við hjónin
með tjald og ferðuðumst norður Sprengisand og
suður Kjöl. Það var ákaflega skemmtilegt ferðalag
og minnti okkur á gamla daga,“ segir Örn.
Í Áramótaskaupinu
Örn var óvænt kallaður inn í Áramótaskaup
Sjónvarpsins þar sem tekur sig upp gamall póli-
tíkus, eins og hann orðar það. Spaugstofan lifir
enn góðu lífi á Stöð 2 og Örn segir að hún hefjist
að nýju um miðjan janúar og verði
út mars. Þar utan mun hann hefja
æfingar eftir áramótin fyrir leik-
ritið Vesalingana sem frumsýnt
verður í mars. „Þetta er í annað
sinn sem ég leik í því verki,“ segir
Örn sem hefur þrisvar sinnum
leikið í Kardimommubænum. „Ég
hef leikið þá alla, Kasper, Jasper
og Jónatan.“
Þegar Örn er spurður hvort þau
hjónin fari oft út að borða svarar
hann því játandi. „Við förum oft út
að borða og sérstaklega í hádeginu en þá er hag-
stætt verð í boði fyrir góðan mat. Við höfum farið
á Vox og Natura hótel en á kvöldin förum við
stundum á Tapas barinn. „Við erum hins vegar
ekki dugleg að bjóða gestum í mat en það er lík-
legast vegna þess að ég vinn oft á kvöldin. Okkur
finnst þægilegt að taka lífinu með ró þegar frí-
stundir gefast,“ segir Örn sem vill kenna les-
endum hvernig hægt er að redda hátíðarmatnum
ef eitthvað klikkar. En þá verður maður að eiga
hamborgarhrygg í ísskápnum.
elal@simnet.is
Smjör
Blandaður djús
Heilhveitibrauð
Laxa- og tún-
fiskpasta í túpu
Ritz kex
Innkaupa-
karfan