Morgunblaðið - 29.12.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.12.2011, Qupperneq 10
E yðibýlin geta verið mikil auðlind og skapað frá- bær tækifæri, til dæmis í ferðaþjónustunni. Víða út um land eru margir kílómetrar milli húsanna sem standa ein á sléttunum. Slíkt hefur heillandi blæ og ég er viss um að erlend- um ferðamönnum þætti spenn- andi að eiga afdrep um lengri og skemmri tíma á þessum bæjum,“ segir Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Út kom á dögunum ritið Eyði- býli á Íslandi sem er 1. bindi af væntanlegri ritröð. Í ritinu segir frá eyðibýlum og yfirgefnum hús- um í Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Rang- árvallasýslu sem fimm há- skólanemar tóku út og rannsök- uðu sl. sumar. Fjallað er um alls 103 eyðibýli og yfirgefin hús á þessu svæði, sem spannar svæðið frá Lónsheiði á Þjórsá. Ómar Bjarki átti hugmyndina að því að verkefni þessu var hleypt af stokkunum en Gísli Sverrir Árnason og Sigurbjörn Kjart- ansson hafa leitt starfið sem notið hefur stuðnings Nýsköp- unarsjóðs námsmanna Húsafrið- unarsjóðs, Kvískerjasjóðs og sveitarfélaga á Suðurlandi. Ráð- gjafarfyrirtækið R-3 gefur ritið út. Háreist og steinsteypt Eyðibýlin sem um er fjallað eru eins ólík og þau eru mörg. Í Austur-Skaftafellssýslu eru nokk- uð áberandi háreist, steinsteypt hús, byggð um 1930, sem nú eru ekki annað en veggirnir einir og tóftin gapandi. Eftir því sem vestar dregur eru lágreistari byggingar og timburhús meira áberandi, með mörgum und- antekningum þó. Má þar meðal annars nefna gamla íbúðarhúsið á bænum Holti í Álftaveri sem byggt var árið 1937, að mestu leyti úr rekaviði. Húsið var svo þiljað að innan úr kassafjölum utan um bíla sem ferjaðir voru í land þegar flutningaskipið Per- sier strandaði á Kötlutanga á Mýrdalssandi snemma árs 1941. Flest húsin í könnuninni eru byggð á tímabilinu frá aldamót- um 1900 og fram yfir stríð – en yngri hús má þó einnig nefna. Yngri byggingar eru þó inn á milli, til dæmis íbúðarhúsið á eyðijörðinni Fagurhól í Austur- Landeyjum, sem reist var árið 1974 án þess að tilskilinna leyfa væri aflað frá byggingafulltrúa og varð endirinn sá að í húsinu varð ekki vært sakir draugagangs. Þá urðu örlög margra eldri húsa í utanverðri Rangárvallasýslu að skemmast í jarðskjálftanum á þjóðhátíðardaginn árið 2000 svo þau eru ekki íbúðarhæf í dag. Verkefni fyrir smiði „Við væntum þess að geta haldið áfram með þetta verkefni fáum við til þess stuðning. Af nægu er að taka; í kreppunni væri til dæmis upplagt verkefni fyrir dugmikla smiði að gera upp hús sem svo gætu fengið nýtt skemmtilegt hlutverk,“ segir Óm- ar Bjarki Smárason og nefnir í þessu sambandi eyðibýli á Vest- fjörðum, í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. sbs@mbl.is Rúmlega 100 eyðibýli á Suðurlandi í einu riti. Endurbygging sögð verðugt verkefni Viðborðssel er á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Gamall bær í tóftabrotum kominn er að niðurlotum. Reisulegs húss í Sandaseli í Meðallandi bíður ef til vill nýtt hlutverk. Bærinn í Hvammi á Landi sem skemmdist í skjálftanum árið 2000. Kassafjalahús og draugaborg Eyðibýlin eru spennandi, segir Ómar Bjarki Smárason. Háreist steinsteypt hús, byggð um 1930, sem nú eru ekki annað en vegg- irnir einir og tóftin gap- andi. Eftir því sem vestar dregur eru lágreistari byggingar og timburhús meira áberandi Gamla húsið á Hraunbóli á Síðu er falleg bygging en er lúin og fúin. Gömlu húsin á Hnappavöllum í Öræfasveit eru í torfbæjarstílnum. fasteignir Wassily-stóllinn var hann- aður af Marcel Breuer á ár- unum 1925-26 og er enn í framleiðslu. Hann er kennd- ur við málarann Wassily Kandinsky, þó upphaflega hafi stóllinn heitið Model B3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.