Morgunblaðið - 29.12.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.12.2011, Qupperneq 11
29. desember 2011 finnur.is 11 Best að borða? Ég er jólabarn og fæ rjúpur í for- eldrahúsum. Kalkúnn með fyllingu er líka dásamlegur. En fyrir utan sparimatinn finnst mér gott að borða á Saffran og Happ. Ég er samt líka nammigrís ef ég á að vera alveg heiðarleg og stundum sést til mín í nágrenni við Kjúklingastaðinn í Suð- urveri (áður Chick-King) enda alin upp í Hlíðunum og auðvitað held ég tryggð við hverfisveitingastaðinn. Skemmtilegast að gera? Ég er í draumastarfinu mínu í leik- húsinu og finnst alltaf skemmtilegt í vinnunni. Það eru forréttindi að vinna með svona skapandi og hæfi- leikaríku fólki. Annars er ég líka félagsvera og hef gaman af góðum félagsskap vina minna og ættingja, til dæmis við að spila, eða einfaldlega bara að kjafta. Jólalagasyrpa tveggja ára sonar míns er líka dásamlega skemmtileg. Draumabíllinn? Bíll er fyrir mér bara hlutur til að komast milli A og B. Ég á Peugeot 307 sem mér þykir bara þrælgóður. Lada Sport hefur mér þótt skemmti- legur bíll í gegnum tíðina, en við nánari umhugsun verð ég að segja að draumabíllinn sé almennilegar al- menningssamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu! Erum við ekki að tala um Volvo í því sambandi? Hvað vantar á heimilið? Það eina sem vantar í þessu sam- hengi er sjálft heimilið. Við fjöl- skyldan erum að leita okkur að framtíðarheimili þessa dagana og gaman að vita hvernig það fer. Við eigum KitchenAid og hraðsuðuketil og svoleiðis nokkuð. Veit ein- hver um þriggja herbergja langtímaleigu miðsvæðis á kristilegu verði? Hvað langar þig í? Frið á jörðu. Stöð- ugan gjaldmiðil. Nammi sem maður verð- ur ekki feitur af og skóna sem ég fæ að nota í Fanný og Alexander. Hvað er best heima? Að horfa á skemmtiatriði sonar míns og spjalla við hann um lífið, til- veruna og jólin. jonagnar@mbl.is Friður á jörðu og hollt nammi Óskalisti Kristínar Þóru Haraldsdóttur Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer með stórt hlutverk í jólasýn- ingu Borgarleikhússins í ár en það er Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman. Í óskalistanum hennar kemur fram að hún er nammigrís í íbúðarleit og langar í skóna sem hún fær að nota í leikritinu. Morgunblaðið/Ómar S tundum þegar fólk segir frá heimaslóðum sínum nefnir það sögur frá gamalli tíð, hvaða merk- isfólk hefur búið í götunni og hvaða sögulegir atburðir hafi þar gerst. Vissulegar er akkur í svona fróðleik. En það er líka alveg ljóm- andi gaman að búa í nýlegu hverfi, þar sem allt er í mikilli gerjun, bæjarbragur að myndast og nýjar sögur verða til á hverjum einasta degi. Satt að segja erum við sem búum hér í nýjustu hverfum Kópa- vogs – hvert með sínu móti – að skrifa alveg nýja kafla í sögu bæj- arins,“ segir Geir A. Guð- steinsson, ritstjóri Kópavogs- blaðsins, sem býr við Galtalind þar í bæ. Mikil uppbygging var í Kópavogi á árunum í kringum 2000. Þá voru reist íbúðahverfin í Hjöllum og Smára. Þegar kom fram yfir aldamótin hófust framkvæmdir í Lindahverfi, það er hverfinu sem er næst ofan Reykjanesbrautar. Síðan þá hefur byggðin þanist æ lengra inn til heiða og nær nú upp að Elliðavatni. Algjör óvissuferð „Við fjölskyldan höfðum lengi búið á Akureyri þegar við ákváðum að flytjast suður, en ég er uppalinn í Reykjavík. Tókum endanlega ákvörðun um það vorið 2001 og fundum fljótlega íbúð hér í Galtalindinni sem okkur leist vel á og keyptum. Svo kom að því að við tókum saman okkar hafurtask fyrir norðan og það var einmitt daginn sem veröldin hrundi,“ seg- ir Geir og vísar þar til örlagadags- ins 11. september 2001. „Við bjuggum í Síðuhverfinu á Akureyri, skammt frá Glerárkirkju, og þeir sem hjálpuðu okkur við flutningana minnast þess að hafa heyrt hringt til friðarmessu í kirkj- unni þegar þeir báru með okkur skrifborð, stóla, rúm og fleira. Til- finningin þessa dags er af- skaplega sérstök - í margræðri merkingu vorum við að leggja upp í algjöra óvissuferð.“ Þúsundir í hverfinu Þúsundir búa í Kópavogs- hverfum Smára, Linda og Sala, sem voru reist í landi Fífuhvamms og Smárahvamms í Kópavogi. Fífuhvammur stóð innst eða aust- ast í Kópavogsdalnum, þar sem nú er Núpalind og leikskólinn Núpur hjá Lindaskóla. Hluti af túni bæjarins er þar enn opið svæði. Búskapur lagðist af í Fífuhvammi upp úr 1950, og bæjarhúsin voru rifin 1983. Smárahvammur var ný- býli út úr Fífuhvammi, stofnað 1938 og stóð þar nærri sem nú er Lautasmári vestan Dalvegar. Tunga var kot sem byggt var út úr landi Fífuhvamms. Þar var búið fram undir 1950; húsin eru að vísu löngu horfin en menjar bæjarins sjást þó að því leyti að skóg- arlundur ofan Lindaskóla var ræktunarstarf Tungufólks. „Sumir hafa sagt að nefna hefði átt ein- hverja götuna í Lindahverfi Tungu- lind og heiðra þannig sögu þessa gamla kots. Það hefði ekki verið illa til fundið,“ segir Geir sem róm- ar Galtalindina fyrir margra hluta sakir. Þaðan sé til dæmis frábær- lega gott útsýni yfir Kópavog, Álftanes, Skerjafjörð, Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes. Aðeins fárra mínútna gangur sé svo á Rjúpna- hæð, Hnoðraholt og Smalaholt þaðan sem sjá megi um byggðir breiðar. Alltaf tíu mínútur Alls 309 íbúar eru við Galtalind – yfirleitt frekar yngra fólk. Þannig eru frumbyggjar Lindahverfis, að sögn Geirs, einkum og helst fólk fætt á árunum milli 1960 og 1970. „Fólk flykktist hingað í Kópavog- inn almennt í kringum aldamótin þegar Reykjavíkurborg þrengdi að öllu og bókstaflega skapaði lóða- skort. Ungt fólk um þrítugsald- urinn þarf alltaf að koma sér upp þaki yfir höfuðið og þegar því stóðu hér allar dyr opnar lá straumurinn í þetta hverfi,“ segir Geir sem bætir við að það sé af- stætt hvað er afskekkt og mats- atriði hvar fólk er best í sveit sett. Sjálfur kveðst hann una af- skaplega glaður við sitt í Linda- hverfinu, sem sé því sem næst á landfræðilegri miðju höfuðborg- arsvæðisins. „Ég er sjálfur með vinnuað- stöðu í Garðastræti í Reykjavík, konan mín hefur unnið á Landspít- alanum við Hringbraut, sjálfur fer ég oft á kóræfingar suður í Hafn- arfjörð og svona gæti ég áfram haldið. Hvert sem ég fer eru leið- irnar afskaplega greiðfærar enda er gatnakerfið að mínum dómi vel skipulagt og stendur undir öllum væntingum. Búsettur hér í efri byggðum Kópavogs er ég satt að segja aldrei lengur en um það bil tíu mínútur í förum hvert sem leið mín liggur á þessu svæði sem kennt er við höfuðborgina,“ segir Geir A. Guðsteinsson að síðustu. sbs@mbl.is Gatan mín Galtalind í Kópavogi Skrifa nýjan kafla í bæjarsögu Morgunblaðið/RAX Geir A Guðsteinsson unir glaður í Galtarlind í Kópavogi. Þangað flutti hann örlagadaginn 11. september 2001. Kópavogur Galtalind Rey kjan esb rau t Hlíðardals vegur Skógarlind Fífuhvammsvegur Fjallalind Hl íða rd als ve gu r Lin da rve gu r Núpalind

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.